Já er það ekki bara?!

Ég álpaðist inná gömlu bloggsíðuna mína og fór að lesa færslurnar, misgáfulegar en gaman að renna yfir hvað hefur á dagana drifið. Það er gaman að eiga svona "dagbók" á netinu og við lesturinn datt mér í hug að kannski væri bara gaman að henda inn færslum við og við á nýjan leik!
Skiptir engu hvort að einhver eða einhverjir lesa, ég hef mest gaman af að lesa þetta sjálfur eftir einhvern tíma.
Einhvern tímann dekkaði ég heilt sumar í einni færslu og eiginlega þyrfti ég að dekka næstum 3 ár í þessari til að brúa bilið frá miðju ári 2009 og til dagsins í dag. Nenni því nú tæpast en í stuttu máli hef ég dundað mér við að flytja til og frá Danmörku síðan 2007 og enn skal flytja!
Já, við erum svo biluð í þessari fjölskyldu, finnum hvergi fótfestu og alltaf óánægð segja sumir. Ennnn, á maður bara að sitja sem fastast þar sem maður er ef maður er ekki ánægður með tilveruna?
Við fluttum heim í desember 2010, meira í neyð en nokkuð annað, okkur langaði ekki beinlínis heim en mátum það svo þá að það væri skásti kosturinn í stöðunni.
Það var erfitt að flytja heim og miklu erfiðara að aðlagast Íslandi á nýjan leik en nokkurn tímann að aðlagast nýju landi. Við höfum ekki aðlagast nógu vel, við erum ekki að "fýla" Ísland nógu vel og það er efni í heila ritgerð að skrifa um stöðu mála í þessu þjóðfélagi sem gera það að verkum að hér er varla búandi með öll þessi börn.
Sem sagt, út vil ek á nýjan leik og Horsens here we come, Erian ætlar aftur á skólabekk, ég ætla leita fyrir mér á vikarmarkaðnum, er bara bjartsýnn á það, aðeins byrjaður að skoða það.
Við flytjum út í júní, búin að redda okkur íbúð og allt í gangi. Svo er ferming eftir hálfan mánuð og gvöð hvað ég verð feginn þegar það er yfirstaðið.
Læt þetta duga í bili, þarf aðra færslu til að fara yfir 2011 og fram til dagsins í dag!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gaman ad heyra thetta Einar. Hvernig list krökkunum á thetta? Thau hafa ekkert gleymt dönskunni? Mér finnst thid vera svo hugrökk og bara frábaer ad drifa ykkur i thetta. Madur verdur ad fylgja thvi sem hjartad segir manni og ekki vera ad lifa einhverju lifi sem madur hefur ekkert gaman ad. Vonandi leidir thetta i thá átt ad madur reynir ad hitta ykkur, núna thegar thid komid naer. Skiladu kvedju til Erian og krakkana. Kram, sendir, Tórunn

Torunn Larsson 13.5.2012 kl. 17:49

2 Smámynd: María Guðmundsdóttir

bara gaman ad gamla góda blogginu , segi eins og thú, madur hefur liklegast mest gaman ad lesa thad sjálfur sidar meir :) en týpisk thá var ég ad leita ad "like" hnappnum til ad læka kommentid hennar Thórunnar!hahaha... hálfvitinn sjálfur. En allavega, bara blogga i bunu, kannski ég fari ad dusta rykid af minu..hver veit thegar daud stund gefst.. sem verdur liklegast á daudastundinni sjálfri bara ;) eigum vid ekki bara ad plana mini ættarmót hérna í skandinaviu???

María Guðmundsdóttir, 13.5.2012 kl. 18:01

3 identicon

Já like hnappurinn...leita ad honum i mörgum tilefnum skal ég segja...já mér finnst sko bara komin timi á litid skandinaviuaettarmót. Svo mikil upplyfting ad hitta ykkur og fá ad hlaegja sig vitlausa.

Torunn Larsson 13.5.2012 kl. 18:48

4 Smámynd: María Guðmundsdóttir

segdu!! ég er til!! bara finna eitthvad gott tjaldsvædi midsvædis sirka :O) madur hlær aldrei eins og thegar madur er saman med sinum.. s.s svipudum vitleysingum:) haha.....

María Guðmundsdóttir, 13.5.2012 kl. 19:10

5 identicon

Like á þetta stelpur!

Ég er 100% til í þetta! Það er meira segja Medieval Festival í Horsens í ágúst...eigum við ekki bara að mætta og klædda okkur sem gamla víkingar?!

Erian 13.5.2012 kl. 19:33

6 identicon

Maður á að láta hjartað og tilfinningu ráða.Við Jóhanna eigum eftir að sakna ykkar, en óskum ykkur alls hins besta. Verður hálf skrítið þegar þið eruð farin. En bara gaman að fá bloggið aftur. Bara knús og kram héðan.

pabbi 13.5.2012 kl. 19:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Uþþuþvuzz!

Höfundur

Einar Sveinn Guðmundsson
Einar Sveinn Guðmundsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • golf og grill með kennurum 033
  • 101_0132
  • 17.júní 2004
  • 17.júní 2004
  • 562284 473572602656489 100000112607813 2014421 611042547 n

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband