Sunnudagur, 17. júní 2012
Hæ hó, engin stemning!
Hæ hó wtfn, 17.júní og ekkert um að vera, það er engin hátíðardagskrá í Sandgerði í tilefni dagsins, flaggað við Vörðuna (ættu kannski að flagga í hálfa þar sem þessi bær er í ruglinu!). Hér var heldur engin dagskrá á sjómannadaginn, menningin er dauð hér, eða enginn pjéningur í menningarvitleysu?!
Loksins sólarlaust í dag,frekar grámyglulegt veður, svona í stíl við skapið hjá mér í dag. Er með hausverk dauðans, vöðvabólguhausverkur og á ekkert íbúfen, apótekið lokað og óþolandi ástand. Erian ætlaði að fá íbúfen í vinnunni, verð að fá íbúfen annars verður þessi dagur skelfilegur.
Hvað um það, nóg að gera í boltanum og Danir mæta Þjóðverjum í kvöld. Þjóðverjar öruggir áfram og vonandi taka þeir leikinn ekki of alvarlega, stig gæti dugað Dönum og vonandi komast þeir upp úr riðlinum.
Annars höfum við verið bissí í að pakka og stússast í ýmsum hlutum sem fylgja flutningum. Gámurinn kemur á fimmtudag og planið er að fylla hann á föstudag og laugardag, þrífa svo kofann á sunnudeginum. Svo er bara farvel France á mánudag eftir rúma viku, flogið á Köben og ætlum við að taka einn labbitúr í bænum áður en við hendum okkur í lestina til Skanderborg, til familien Anderson. Við ætlum ekki að vera með neinn farangur að ráði, brækur til skiptanna þannig að það verður vonandi lítið mál að spássera í bænum, hundurinn þarf jú að viðra sig eftir flugið, teygja úr sér áður en við tökum svo annað þriggja tíma ferðalag.
Það eru blendnar tilfinningar með flutninginn, altso skiptist á tilhlökkun og kvíði, ekki kvíði fyrir að fara út heldur bara þetta stress og vesen í kringum svona nokkuð, þarf að redda þessu og hinu og svo er ekkert voða gaman að vera á ferðalagi með hundinn. Ég er bara spenntur fyrir Horsens og ég held að allir aðrir í familíunni séu það líka. Borgin hefur upp á margt að bjóða og það sem ég hef séð á google þá er þetta falleg borg. Svolítið skondið að vera að flytja á stað sem maður hefur ekki komið til (bara rennt þarna í gegn með lest á leið til Maríu) og svo höfum við heldur ekki séð myndir af húsinu sem við ætlum að leigja, rennum bara frekar blint í sjóinn með þetta en ég hef einhverja góða tilfinningu fyrir þessu og vona að hún eigi eftir að reynast rétt. Vil ekkert vera að skíta Ísland út en við erum fegin að vera að fara, held að það séu frekar erfiðir tímar framundan hér á landi og ágætt að losna úr hringiðu leiðindanna sem því fylgja.
Jæja, Erian komin heim og vonandi með íbúfen handa mér. Eitt að lokum. Síðasta daginn í vinnunni var svokallað golf og grill. Farið var í ýmsa leiki, svo á golfvöllinn og svo borðað saman í Efra-Sandgerði. Helvíti skemmtilegt bara og ég fékk verðlaun fyrir bestu tilþrifin á vellinum! Hef nú ekki tekið í golfkylfu síðan við Ingi vorum að laumast í golf á Leynisvelli fyrir einhverjum 30 árum síðan, en ég get enn hitt kúluna við og við og bara gaman að spila smá golf aftur. Svo voru teknir nokkrir bjórar en ekkert fyllerí sem betur fer og heilsan var bara nokkuð góð daginn eftir.
Læt þetta duga að sinni, næsta blogg ekki væntanlegt fyrr en komið er til Horsens, verðum vonandi komin í okkar hús um 9.júlí.
Læt svo fylgja með 2 myndir, önnur er frá 17.júní 2004 hér í Sandgerði, man að það var kalt þó það hafi verið sól; boðið uppá Kaffibrúsakalla, hoppukastala og Ávaxtakörfu minnir mig, af sem áður var.
Hin er af golfliðinu sem ég var í á Golf og grilldaginn, var í bleika liðinu!
Um bloggið
Uþþuþvuzz!
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Takk fyrir gott blogg. Já lítið um hátíðahöld sumstaðar allavega. Já nú fer þetta að bresta á. Verður mikil eftirsjá af ykkur,en vonandi verður þetta bara gott hjá ykkur. Við óskum ykkur alls hins besta elskurnar. Gleymdi nú að segja gleðilega hátíð,gert hér með. Já áfram Danir. Ég á Ibúfen ef þig vantar. Kveðja
pabbi 17.6.2012 kl. 14:27
já af sem ádur var, man nú ekki ødruvísi eftir 17.júní en ad vid værum ad røltast vid skólann og krakkarnir i hoppukastala eda einhverju ødru, yfirleitt gott i bodi i denn thannig séd. Ég er med góda gøtt fíling yfir thessu med Horsens, og hvad, ef tvø gøtt eru gód, thá getur thetta ekki annad en gengid upp :D Spennandi bolti i kvøld.. smá fúlt ad bádir leikir klukkan niu, hefdum viljad sjá báda!
María Guðmundsdóttir, 17.6.2012 kl. 14:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.