Sunnudagur, 30. mars 2008
Lóla
Áður en ég fer að blogga einhverja vitleysu hérna þá finnst mér tilvalið að kynna til sögunnar hana Lólu. Lóla er 7 vikna blendingshvolpur, blanda af íslenskum, labrador og sennilega er eitthvað border colly í henni líka. Við sáum auglýsingu fyrir nokkru síðan um að þessum hvolpum vantaði heimili og við sem erum búin að hafa hunda síðustu 7 ár stóðumst ekki mátið og fórum og kíktum á krílin. Úr varð að við festum okkur þessa litlu tík og hún er að flytja til okkar nú um helgina, kannski í fyrra fallinu en eigandinn vill helst losna við greyið sem fyrst, allir aðrir hvolpar úr gotinu komnir á sín nýju heimili nú þegar.
Lóla kemur ekki í staðinn fyrir Söru og Mola sem við urðum því miður að skilja eftir í Danmörku og er þeirra sárt saknað. En eins og ég sagði þá erum við bara ekki vön því að vera hundslaus og erum alveg gjörsamlega farin í hundana fyrir löngu!
Lóla er yndisleg, róleg yfirleitt, borðar, drekkur, sefur, pissar og kúkar; ekki ósvipuð litlu barni. En hún er líka forvitin og fiktar í öllu, er nú þegar búin að naga nokkrar rafmagnskapla hérna en við náðum sem betur fer að stoppa það áður en hún nagaði allt í gegn.
Við fórum með hana í stuttan göngutúr núna áðan, bara strax eftir kvöldmatinn. Hún vildi lítið labba, skalf eins og hrísla enda fimbulkuldi og varla hundi út sigandi í svona kulda, alla vega ekki svona litlum hvolpalingi.
Við vonumst til að ala Lólu vel upp, hún lofar góðu og vonandi að okkur takist að gera hana að góðum hundi.
Hundakveðjur, mínus eitthvað og norðan skítakuldi.
Einar Sv, Erian, börn og Lóla.
Um bloggið
Uþþuþvuzz!
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 1035
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Til hamingju med miss bjútí alveg jafn sæt og Birtan mín svo thad klikkar ekki. Øfunda ykkur samt ekki af hvolpastandi...er enn i fersku minni med hana Thulu mína...óh boy bara en gangi ykkur bara sem allra best i uppeldinu, og bæ the vei,flottar myndirnar af henni...en ekki af OKKUR sídan sautján hundrud og súrkál mátt alveg sleppa svona knallertum takk...allavega sleppa mér
En bara bestu kvedjur á hele familien...frá okkur hér i Harlev..og pssst...takk fyrir strákinn aftur..hann er s.s kominn heilu og høldnu heim til mømmu sinnar..heheheh....
María Guðmundsdóttir, 30.3.2008 kl. 20:55
Takk fyrir bloggið og til hamingju með miss Lólu. Fallegasta spott og lofar góðu. Bestu kveðjur.
Pabbi 31.3.2008 kl. 20:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.