Mánudagur, 31. mars 2008
Gámaraunir
Eins og einhverjir vita þá er ég tiltölulega nýkominn heim eftir 6 daga "sæluferð" til Danmerkur. Fórum feðgarnir fyrir páska og máluðum og gengum frá íbúðinni okkar Erian í Harlev og síðast en ekki síst þá skelltum við öllu hafurtaski familíunnar í gám. Nutum við góðrar og dyggar aðstoðar Maríu og familí á Rödlundvej 307, hefðum ekki náð að klára okkar verk nema með ómetanlegri hjálp frá þeim og svo fengum við auðvitað fría gistingu og gott uppihald á meðan dvöl okkar stóð hjá heiðurshjónunum Neville og Maríu. Þetta var bölvuð törn en við náðum nú einum frídegi samt sem áður þar sem við gátum bara slappað af og kíkt aðeins í búðir (bara ekkert varið í að versla því gengið á krónunni alveg út á túni)
Hvað um það, gámurinn hefur nú farið sína leið yfir hafið og ég fékk tilkynningu frá Samskipum á föstudag að nú væri mér óhætt að hafa samband við Tollmiðstöðina og láta tolla draslið. Þyrfti bara að koma með komutilkynningu, innihaldslista og fylla svo út eitthvað eyðublað. Ég fór svo í það í dag að fá gáminn tollafgreiddan hér á Suðurnesjum og fékk það í gegn en verð að borga rúmar 4 þúsund krónur aukalega fyrir það því það verður víst að breyta komutilkynningunni. Ég hafði því samband upp á Keflavíkurvöll, við tollheimtumenn þar, og brá mér heldur í brún eftir það símtal. Var ég spurður að því hvort við værum búin að búa erlendis í meira en ár en því neitaði ég, sagði okkur vera fyrr á ferðinni heim en áætlað var í upphafi, hefðum bara náð tæpum 8 mánuðum. Maðurinn spyr þá hvort ég geri mér grein fyrir því (með hroka að mér fannst í röddu) að við ættum ekki rétt á tollfrjálsum gámi. Ég sagðist ekkert gera mér grein fyrir því, hefði bara ekki haft hugmynd um að ég YRÐI að búa 1 ár erlendis til að mega flytja aftur heim án þess að borga tolla af mínu gamla drasli. Svo nú fer ég á morgun, með pappírana til tollheimtumannsins og faríseans og tek bara örlögunum eins og þau koma á minn kopp. En mikið djöfull finnst mér hart ef maður á að borga toll af eldgömlu og útjöskuðu drasli bara af því mér eða okkur datt í hug að flytja heim eftir 8 mánuði en ekki eftir 1 ár eða lengri tíma. Ég er alveg með á hreinu hvaða dót er nýtt í gámnum, dót sem við keyptum áður en við fórum heim, ég á kvittanir fyrir þessu og allt í fína, við getum borgað toll af því ef við neyðumst til þess en af gamla draslinu, nei, ekki að ræða það. En sjáum hvað setur, maður verður bara að taka svona rugli með æðruleysi, eins og öllu öðru, við gerðum okkur enga grein fyrir að þessu væri svona háttað, pældum bara ekkert í þessu, bara settum dótið í gáminn og fórum heim.
En mikið verður gott að fá gamla draslið aftur, hvort sem ég þarf að punga út fyrir því tugum þúsunda eða ekki, við erum búin að búa hér á annan mánuð nánast án alls svo allir verða voða fegnir að geta t.d. borðað matinn með alvöru hnífapörum, hvað skyldi ég borga mikinn toll af þeim?!
Bestu kveðjur
Einar Sv og familí
Um bloggið
Uþþuþvuzz!
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 1035
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
já thetta er nú meira ruglid. Vonandi taka their bara vid kvittunum og láta ykkur borga af thvi,punktur og basta alveg yfirdrifid thótt thid færud nú ekki lika ad borga af eldgømlu drasli ( med fullri virdingu fyrir dótinu ykkar) . Verd i bandi ,kvedjur i bæinn.
María Guðmundsdóttir, 1.4.2008 kl. 05:51
Sæl og blessuð öllsömul.Þetta er nú meira ruglið hjá þessum tolli.Allstaðar er reynt að kría út peninga hjá fólki,það er farið í alla vasa.Vona að þið sleppið sammt vel út úr þessu. Heyri í þér seinna .Kveðja til allra.
mamma 1.4.2008 kl. 15:02
Já þetta er ótrúlegt helv, rugl en vonandi rætist úr þessu. Manni verður alltaf eitthvað til sagði gamla alltaf. Bestu kveðjur
Pabbi 1.4.2008 kl. 18:06
Bara helv...rugl. En gaman að lesa þig blogga aftur, gaman að fylgjast með ykkur þótt lifið leikur ekki alltaf við mann. Gangi þér vel og stattu fyrir þinum rétti. Baráttukveðjur þin frænka Þórunn
Þórunn Erlingsdóttir-Larsson 1.4.2008 kl. 19:01
Sæll vinur og gaman að sjá þig aftur hér á alheimsnetinu. Vonandi gengur allt vel með dótið ykkar, þetta er nú meira vesenið á þessum tolli. Mikið rosalega er hún Lóla ykkar flott. Við erum með tvo hunda núna Prinsessu (poodle) og Lólu (bolabít)
Kveðja frá Sissú sem er líka farin í hundana
Sissú 1.4.2008 kl. 21:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.