Miðvikudagur, 2. apríl 2008
Framhald...gámavesen!
Miðvikudagskvöld og enn enginn gámur til okkar. Í eldsnöggu máli er þetta dæmi svona:
Mánudagur: hringi fyrir hádegi á í Samskip og fæ þá til að breyta komutilkynningunni, stóð á henni Reykjavík en breytti því svo hægt sé að tolla gáminn hér (bara til að flýta fyrir hélt ég, sleppa við að keyra í bæinn í tollinn þar). Þessi breyting kostar litlar 4 þúsund krónur. Ekki tókst þeim í Samskip að breyta þessu fyrr en kl var að slá i 4, temmilega búið að loka hjá tollheimtumanninum hér á Suðurnesjum þegar ég fékk nýja tilkynningu í email.
Þriðjudagur: Erian fer í tollgæsluna hér á Suðurnesjum en deildarstjórinn þar var á fundi, Erian skilur eftir alla pappíra og skilur eftir gsm síma og heimasíma. Ekkert heyrist frá tollaranum fyrr en rétt fyrir 4, þá er hringt frá tollgæslunni en Erian var að vinna og sá þetta bara í missed calls. Hún hringir strax til baka, rúmlega 4, og viti menn, allir farnir heim, alla vega svaraði enginn. Svo ekkert gerðist þann daginn.
Miðvikudagur: Upp úr kl 9 heyrir Erian frá þessum tollara í Kefló, hann segir að komutilkynningin sé vitlaus, hún sé stíluð á Reykjavík. Ég athuga málið, mín tilkynning er alla vega stíluð á Garðinn. Erian hringir aftur, nær ekki í manninn fyrr en undir hádegi og fær þá að vita að við eigum að tala við Samskip, segja þeim að senda tollinum í Reykjavík nýja komutilkynningu þar sem móttökukstaður sé Garður og tollurinn þar muni svo áframsenda þetta til hans í Kefló. Erian hefur samband við Samskip. Síðan eftir hádegi reynir Erian að hringja í tollarann aftur, fá að vita hvort þetta hafi allt skilað sér. Ekki næst í tollarann, hann er á fundi og er á fundi til að verða hálffjögur. Þá fær Erian að heyra að allt sé við það sama, tilkynningin hafi ekki borist til hans leiðrétt. Ég hringi í Samskip, fæ að vita að þeir hafi í tvígang emailað tollinum í Reykjavík breytta tilkynningu en þeir hjá tollinum þar senda ekki þessa tilkynningu áfram til Kefló. Samskip lofar að hringja í tollinn og athuga málið og láta mig vita fyrir lokun. Nú er klukkan að ganga 8 að kvöldi og ég er ekki enn farinn að heyra neitt frá Samskipum og komutilkynningin er væntanlega enn í tvíriti hjá tollheimtumönnunum og faríseunum í Reykjavík. Á meðan megum við bara bíða.
Á morgun rennur nýr dagur, vonum bara það besta, kannski aðgerðir vörubílstjóra á Reykjanesbrautinni valdi því að tollurinn í Reykjavík kemur þessu blaði ekki á réttan stað, með tölvupósti?!
Bestu kveðjur
Einar Sv, Erian og familí
Um bloggið
Uþþuþvuzz!
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 1035
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ekki alltof sniðugt að heyra .... hmm
getur þú ekki sent mér línu einar í mailið hjá mér ...
þegar ég sendi þá slysat það bara tilbaka ...
kveðjur, i
ingi 2.4.2008 kl. 22:08
thetta er bara ad verda óbærilega spennandi framhaldssaga.. " Leyndardómar Tollstjórans i Reykjavík..." fjandinn sjálfur...ekki dílandi vid svona vitleysinga gangi ykkur vel.
María Guðmundsdóttir, 3.4.2008 kl. 06:14
Já, verður gaman að sjá hvað gerist í dag, eða gerist ekki, 7 dagar liðnir síðan gámurinn kom til landsins. Ég hendi inn fréttum um leið og eitthvað spennó gerist!
Einar Sveinn 3.4.2008 kl. 07:10
Biðum með spenningi, þetta er eins og versta spennusaga....not for real. Kram Þórunn
Þórunn Erlingsdóttir-Larsson 3.4.2008 kl. 08:17
'Eg segi bara eins og hinir,spennandi gámasaga á Islandi.Vonandi fer þetta að koma,það er allt svo lengi í vöfum hér,eintóm bréfaskrif. Kveðjur í kotið .Bæ mamma.
mamma 3.4.2008 kl. 08:53
Loksins er þetta á leiðinni hingað til Suðurnes!
ENNN "það gerist ekki i dag", segir toll-gæslu-deildastjórinn.
Þetta á að vera kominn á morgun, vona ég.
Erian simsvarakonan 3.4.2008 kl. 13:39
prufa
Pabbi 3.4.2008 kl. 19:04
Önnur prufa. Þetta er að verða brandari ársins,ótrúlegt. Vonum það besta á morgun,kveðja
Pabbi 3.4.2008 kl. 23:01
Já er þetta ekki í bókinni Einar Sveinn, gámurinn og hin leyndadómsfulli tollheimmtumaður? Stundum held ég að þessir háu herrar kunni bara ekki á tölvu. Oft er sagt ja þetta kom svona úr tölvunni það er eins og engin mati draslinu inn á tölvurnar, bara allt tölvunum að kenna.
Krossa putta fyrir ykkur og vona að þetta skili sér í dag Sissú
Sissú 4.4.2008 kl. 10:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.