Góða helgi!

Bara kominn laugardagur, nammidagur hjá krökkunum, soccer Saturday hjá mér og vinna hjá Erian. Hún vinnur 2-2-3 vaktakerfi, alltaf frá 13-19 og á einmitt vaktir þessa helgina, gámahelgina!

Haldiði að gámsgreyið hafi ekki bara dúkkað upp hér í gær um kaffileytið og voðalega var hann farinn að sakna okkar, eða við hans alla vega.  Tollurunum tókst sem sagt loksins að koma tilkynningunni frá A (Reykjavík) til B (Keflavík) eftir 3 daga hark, sennilega bara eitthvað vesen á þessum tölvum hjá þeimLoL 

Svo mátti ég hendast upp á toll hér við Leifstöð, fylla út eitthvað E-8 og svo tilkynnti fýlustrumpurinn þar mér að það vantaði innihaldslista, við hefðum látið hann hafa listann síðan við fluttum út.  Ég sagðist bara redda þessu eftir helgi en eitthvað er manni að misskilja því ég á ekki innihaldslista síðan við fluttum út, bara þennan sem ég gerði núna.  Svo á mánudaginn fer ég bara með þennan aftur, þá á hann þetta drasl í tvíriti.

Hvað um það, hér voru bæði pabbi og Aron ,sonur Jóhönnu hans pabba, fram að kvöldmat að hamast við að bera úr gámnum.  Reyndum að hlífa þeim gamla við stigunum og burði en það gekk ekki alltaf vel, hann er svo þrjóskur!  Það er svona þegar maður er kominn á 7 tugsaldur þá á maður nú ekki að djöflast upp og niður stiga með kassa og annað hafurtask, svo við reyndum að láta kallinn rífa niður úr gámnum og svo hentum við þessu upp.  Aron var sannarlega betri en enginn í þessu, hentist hér um með drasl eins og spretthlaupari og blés ekki úr nös.  Ekki má gleyma krökkunum, þau hlupu hér upp og niður með smotterí og munaði sannarlega um það, alltaf leiðinlegast þetta smádrasl.

Við fórum langleiðina með að tæma þetta í gær en það eru enn nokkrir kassar eftir, þvottavélin, frystiskápur, sófi og annað miður skemmtilegt að lyfta, stefnan tekin á að henda restinni inn í dag.  En maður minn, plássið er lítið hér á bæ, verður púsl að koma þessu öllu fyrir hér innan dyra.

Jæja, manni er ekki til setunnar boðið, best að byrja að djöflast og henda inn eins og nokkrum tonnum af bókumGrin

Góða helgi,

Einar Sveinn og familí


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: María Guðmundsdóttir

til hamingju med  ad vera loks búin ad fá dótid. hlýtur ad vera ædislegt thrátt fyrir plássleysid. 

María Guðmundsdóttir, 5.4.2008 kl. 09:35

2 identicon

Blessuð og sæl. Jæja þá er dótið loksins komið,til hamingju með það.Þá er eftir að púsla öllu saman,ekki er plássið svo mikið. 'Eg segi bara góða helgi og gangi ykkur vel að koma dótinu fyrir.Kveðjur í bæinn,Mamma.

mamma 6.4.2008 kl. 10:22

3 identicon

Það er greinilega  þrjóskan sem gildir i flestum málum.  Grattis  Erlungur o Erla.

Erlingur 6.4.2008 kl. 10:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Uþþuþvuzz!

Höfundur

Einar Sveinn Guðmundsson
Einar Sveinn Guðmundsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • golf og grill með kennurum 033
  • 101_0132
  • 17.júní 2004
  • 17.júní 2004
  • 562284 473572602656489 100000112607813 2014421 611042547 n

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 1035

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband