Laugardagur og lífið gengur sinn vanagang.

Já það er orðið langt síðan ég bloggaði síðast, tími til kominn að mann drullist í nýtt blogg segja sumir en aðrir dauðfegnir að héðan sjáist ekki stafur!

Af okkur er annars allt meinhægt að frétta, vinnuhelgi hjá Erian en ég og krakkarnir bara í rólegheitunum heima á meðan.

Guðmundur Örn varð 11 ára 17.mars.  Þá var ég staddur í Danaveldi og missti af veislunni hér heima en um síðustu helgi var hér mini-afmæli, Gummi hafði boðið bekkjarbræðrum sínum í veislu, var reyndar fámennt en góðmennt. Gummi er ekki vinamargur en á eina 2 trausta vini úr sínum bekk en mest sækir hann félagsskap í Elmar bróður sinn og eru þeir mestu mátar og báðir dálitlir heimalingar.  Mest um vert var að Gummi fékk 2 veislur og var ánægður með sitt, vantaði bara að hafa frændsystkinin frá Danmörku í veislunni!

Alexandra er dugleg í skólanum og á föstudaginn skilaði hún sinni fyrstu alvöru ritgerð.  Sú fjallaði um Titanic, bíómyndina altso en þessi mynd er ein af uppáhaldsmyndum dömunnar.  Annars er hún frekar sátt með sitt, saknar Evu frænku voða mikið því þær voru orðnar ansi nánar og góðar vinkonur úti í Dk.  Alexandra er ekkert of framfærin, soldið lík pabba sínum með það, ekkert að trana sér fram og er hlédræg en ofsalega dugleg í öllu sem hún tekur sér fyrir hendur, bæði í skóla og hér heima.  Hún er ofsalega flink orðin að teikna, alger snillingur á því sviði þó ég segi sjálfur frá.

Elli sprelli er alltaf í stuði en hefurrólegt yfirbragð og er yfirvegaður.  Hann er duglegur í skólanum, alltaf að verða betri og betri í lestri og nokkuð glúrinn í reikningi líka.  Honum finnst gaman að leika með Gumma stóra bróður en hann á líka sína vini úr bekknum sínum.  Elmar þykir líkur pabba sínum í útliti en mér finnst hann samt töluvert blandaður, sé nú ekki alveg að hann sé alveg eins og ég. 

Fjörkálfurinn á heimilinu, fyrir utan hundinn Lólu, er hún Elísa.  Hún er alger skellibjalla og svolítið ákveðin!  Hún er á leikskólanum og unir sér vel, er þar frá 9-16 alla daga.  Hún er mikil leikskólastelpa og undi sér t.d. mjög vel á leikskólanum sem hún var á í Danmörku.  Henni finnst mest gaman að leika með dótið hennar Alexöndru systur sinnar, Alexandra er nú ekki alltaf ánægð með það og stundum er rifist og grenjað yfir draslinu eins og vera ber hjá systkinum.

Við erum komin í fastar skorður með okkar líf í bili, Erian vinnur í Fríhöfn á vöktum frá 1 til 7.  Ég er í kennslunni bara eins og venjulega og líkar það bærilega.  Við erum sem sagt svona að komast í venjulega rútínu eftir umskiptin.  Það var mikið átak og erfitt að flytja heim aftur frá Danmörku eftir allt of stuttan tíma, kannski ég bloggi eitthvað um það seinna, af hverju við tókum ákvörðun um að fara heim á þeim tímapunkti.  En í örstuttu þá mátum við okkar mál og aðstæður þannig í ársbyrjun að vænlegast væri fyrir okkur að fara heim.  Við erum nokkuð sátt við þá ákvörðun en söknum Merkurinnar samt að mörgu leyti en meira um þetta síðar.

Jæja, þá er ég nú búinn að blogga eitthvað svo ekki hægt að segja að síðan sé alveg steindauð!

Bestu kveðjur nær og fjær og góða helgi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Blessuð og sæl öllsömul.Altaf gaman að sjá myndir af krökkunum.Skil vel að þið sakni góða veðursins í D.K. og Maríu familíu,það var svo mikill samgangur hjá ykkur,svo hafið þið María alltaf verið góðir vinir. En gaman að lesa blogg frá þér,hélt að þú værir hættur. Bestu kveðjur í kotið.Kvitt kvitt.

mamma 20.4.2008 kl. 07:47

2 Smámynd: María Guðmundsdóttir

Jæja jæja  Skemmtilegur pistill um krakkana  theirra er sko saknad hérna megin skal ég segja thér en já,svona er thad eins og thú segir,adstædurnar bjóda stundum bara uppá lausnir og thad STRAX og thá verdur ad taka ákvardanir á stadnum bara. Hugsudum svo mikid til ykkar i gøngunni í skóginum,thad vantadi svo "hina" fjølskylduna med i ferdina  en svona er thad.

Eigid gódan sunnudag og svo vinnuviku bara..  kvedja frá Harlev.

María Guðmundsdóttir, 20.4.2008 kl. 08:07

3 identicon

Takk fyrir  bloggið. Gaman að sjá að krakkarnir una sér í leik og starfi. Takk fyrir komuna í gær.Eigið góða viku framundan. Bestu kveðjur

Pabbi 20.4.2008 kl. 14:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Uþþuþvuzz!

Höfundur

Einar Sveinn Guðmundsson
Einar Sveinn Guðmundsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • golf og grill með kennurum 033
  • 101_0132
  • 17.júní 2004
  • 17.júní 2004
  • 562284 473572602656489 100000112607813 2014421 611042547 n

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband