Gleðilegt sumar

Þá er sumarið skollið á með öllum sínum þunga, gleðilegt sumar allir nær og fjær!

vor á Seyðis

Þessi mynd var tekin á Seyðis í fyrra vor, 29. eða 30.apríl.  Við fórum þessa helgi og settum niður legsteininn á leiði Einars Sveins Frímann og veðrið var alveg frábært eins og sést á myndinni.  Hvergi fallegra á Íslandi í góðu sumarveðri en á gamla góða Seyðisfirði, fallegur staður.

Ég var að vinna í dag, unnum af okkur morgundaginn svo ég er í fríi til mánudags.  Reyndar er slappleiki í gangi hjá okkur Elísu þessa dagana, bæði búin að ná okkur í þetta fína vorkvef, held að stelpan sé nú að jafna sig en ég geng á íbúeni og nefúða, alveg drullustíflaður af þessum fjanda.

Maður er ekki fyrr kominn inn úr dyrum þá rýkur Erian út, hún er að vinna en í fríi um helgina, sem betur fer.  Elmar er að fara í afmæli hjá bekkjarbróður sínum en við hin ætlum að kíkja aðeins á afa Gumma.  Afi er að fara í miklar framkvæmdir á baðinu hjá sér, ætum aðeins að kikka og sjá hvort hann sé nú að gera þetta almennilega!

Annars allt gott héðan.  Set hérna með tvær mjög svo gamlar myndir sem ég fékk í vikunni og skannaði inn í tölvu hjá mér.  Önnur er af langafa mínum honum Páli Sigurðssyni og konu hans og langömmu minni Jónu Sigurbjörgu Guðmundsdóttur.

Páll Sigurðsson og Jóna Sigurbjörg, langafi og langamma

Þessi heiðurshjón voru foreldrar afa Einars Sveins "skalla" Pálssonar.  Hin myndin er svo íðilfögur fermingarmynd af undirrituðum!

Einar Sveinn ferming

Kveðjur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gleðilegt sumar kæra fjölskylda. Þetta er flott mynd af Seyðó,hann er alltaf fallegastur í góðu veðri.Fin myndin af þér líka,ég á eina svona.Kveðjur í bæinn.Mamma.

mamma 24.4.2008 kl. 16:33

2 identicon

Takk fyrir bloggið og gleðilegt sumar. Já falleg mynd af Seyðisfirði. Alltaf fallegt þar,sérstaklega í svona veðri. Og góð mynd af þessum unga manni. Bestu kveðjur úr Njarðvík

Pabbi 25.4.2008 kl. 12:37

3 Smámynd: María Guðmundsdóttir

Gledilegt sumar sømuleidis en flott fermingarmynd "youve got balls" ad setja fermingarmynd af sjálfum thér á netid ekki thad..hún er skárri en mínar..

Seydis klikkar ekki á fallegum sumardegi..fæ alveg nosalgíu vid ad sjá myndir thadan og vildi gjarnan geta skroppid eins og eina viku i fjørdinn fallega 

Eigid bara góda helgi..knus og krammar i bæinn thinn

María Guðmundsdóttir, 26.4.2008 kl. 10:28

4 identicon

Já æ þú ert nú bara sætastur á þessari mynd. Varstu hættur að halda upp á frænku þarna? nei bara djók, ég var að skoða gamla myndir úr Vestdalnum í denn og get ennþá brosað af hvað þinn var alltaf hrifinn af minni. Ég ætla nú að fara skanna inn gamlar myndir aftur þegar ég kem heim frá Evert.

                                                            Sumarkveðjur til ykkar Sissú

Sissú 26.4.2008 kl. 22:19

5 identicon

Hæ Sissú, væri gaman að sjá meira af gömlum myndum frá þér, t.d. þessar teknar í Vestdal, ég bíð spenntur alla vega.  Hvurslags er þetta, ég hætti aldrei neitt að halda uppá uppáhaldsfrænku, hvernig dettur þér svona vitleysa í hug 

Bestu kveðjur til ykkar, Einar Sv

Einar Sveinn 27.4.2008 kl. 10:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Uþþuþvuzz!

Höfundur

Einar Sveinn Guðmundsson
Einar Sveinn Guðmundsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • golf og grill með kennurum 033
  • 101_0132
  • 17.júní 2004
  • 17.júní 2004
  • 562284 473572602656489 100000112607813 2014421 611042547 n

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 1035

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband