Sunnudagur, 27. apríl 2008
Í vikulokin
eða réttara sagt, í vikubyrjun. Annars finnst mér ný vika alltaf hefast á mánudegi en ekki sunnudegi svo ég hef það bara vikulokin.
Við höfum haft það náðugt hér meira og minna síðan á fimmtudag. Reyndar vorum við bæði í vinnu á sumardaginn fyrsta, ég vann fram undir hádegið (unnum af okkur föstudaginn sem átti að vera samstarfsdagur og nemendur í fríi en við tókum þennan dag í staðinn á fimmtudag) og Erian fór svo í sína vinnu um eitt leytið. Svo við fengum langa helgi sem nú er að renna sitt skeið.
Ekki höfum við nú gert merkilega hluti þessa helgina, verslað á föstudeginum, nammidagur og fótbolti hjá mér á laugardegi og í dag er það heimanám hjá krökkunum og slík skemmtilegheit. Við hjónin vorum reyndar grand á því á föstudaginn, pöntuðum okkur tælenskan mat, sóttum og borðuðum hér heima en krakkarnir fengu "bara" pylsur en voru reyndar alveg sátt við SS-pullurnar.
Talandi um heimanám barnanna þá er ég alveg kominn á þá skoðun að það á að eiga sér stað að mestu leyti í skólanum en ekki heima. Já, sumir gætu nú orðið hneykslaðir á kennaranum að segja svona en er ekki eðlilegra að krakkarnir klári sinn vinnudag í skólanum frekar en að koma heim og halda svo áfram með vinnudaginn, hafa þetta samfelldan vinnudag eins og hjá flestu fólki, þessi börn eru jú í skyldunámi?
Það er líka vitað mál að aðstaða foreldra er afar mismunandi, sumir eiga mjög auðvelt með að aðstoða börn sín, eru heimavinnandi eða vinna hálfan dag, svo eiga sumir bara eitt barn á meðan aðrir eru með fleiri á skóla aldri, sumir eiga börn með sérþarfir og svo framvegis.
Alla vega veit ég að á sumum heimilum er það þannig að foreldrar vinna til a.m.k. 5 á daginn, sumir lengur og þá á eftir að elda matinn og í leiðinni á að sinna heimanáminu eða þá að það er gert eftir kvöldmat þegar allir eru þreyttir og lúnir eftir amstur dagsins.
Oft verða þessar "gæðastundir" að martröð. Þetta eiga að vera stundir þar sem foreldri og barn eiga góða stund yfir náminu, saman, en þetta er bara alls ekki svona á öllum heimilum og aðstæður barna og foreldra misgóðar.
Því vil ég sjá að skólarnir felli heimanám inn í stundatöflur nemenda, þar sé því sinnt með aðstoð kennara, allt nema heimalestur. Þetta vil ég sjá alla vega allt yngsta- og miðstigið.
Á okkar heimili eru þetta oft erfiðar stundir þegar setið er við heimanám, reyndar er Alexandra mjög sjálfstæð og við þurfum lítið að hjálpa henni en strákarnir eru ekki eins spenntir fyrir þessu og stundum þarf að taka þetta með "töngum" hjá þeim með miklu röfli. Við erum reyndar heppin að Erian vinnur vaktir og svo er ég oftast kominn heim um eða upp úr 4 svo okkar aðstæður eru ágætar.
Alexandra er alltaf að teikna, hér eru tvö nýleg dæmi. Alla vega finnst mér hún rosalega flink að teikna en ekki að marka mig, ég get nú varla skrifað nafnið mitt svo það skiljist, hefði átt að verða læknir miðað við skriftina!
Erian liggur enn undir feldi hvað varðar skólamál næsta vetur en er orðin spennt fyrir ljósmyndanámi sem hægt er að stunda í skóla í Reykjavík. Það er eins árs grunnnám, kvöld og helgarnám en svo er í framhaldinu hægt að taka 3 annir í þessum skóla í dagskóla, vona að þetta gangi upp hjá henni.
Jæja, læt þetta duga í vikulokin, veð úr einu í annað alveg stefnulaust. Næsta vika bíður handan við hornið og það besta við næstu viku er að það er 1.maí á fimmtudaginn sem þýðir frí hjá mér.
Bestu kveðjur
ps. hér er bongóblíða, alla vega svona séð út um gluggann
Um bloggið
Uþþuþvuzz!
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 1035
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæ öllsömul.Alveg er ég sammála þér með þennan heimalærdóm,þó ég sé ekki með börn lengur.En mér finnst þetta svolítð mikið lagt á krakkana,að taka vinnunna með sér heim.'Eg held að það væru ekki allir ánægðir með það. Bestu kveðjur.Egið góðan sunnudag.bæ bæ.
mamma 27.4.2008 kl. 14:59
Sammála thessu med heimanámid. Ég hafdi ágætis tima i thad heima..en nú er breytt ástand og oft er verid ad sinna thessu hérna klukkan 9 á kvøldin! en sem betur fer er ekki jafnmikid heimanám og var á Islandi
Flottar teikningar hjá Alexøndru hún er BARA flink.
Gott ad Erian er búin ad finna útur thessu med skólann
Hér er lika stutt vika..vinna mán.thridj.midv.dag og svo HELGI fruss..hvad thad er gott..
Gott ad gott er vedur heima....allavega gluggavedur
Bidjum ad heilsa i bæinn, knus og krammar
María Guðmundsdóttir, 27.4.2008 kl. 15:01
Takk fyrir bloggið. Tek undir þetta með heimanámið,það á að vinnast í skólanum. Já fínar myndir hjá stelpunni. Gott að Erian fær botn í námið. Hér er verið að flísaleggja og alles. Bestu kveðjur úr Njarðvík. Ps. til hamingju með umspilið.
Pabbi 27.4.2008 kl. 17:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.