Skreið....til Nígeríu?

030

Lóla stækkar og stækkar og verður orðin fullvaxin áður en við vitum af.  Þetta er eins og að vera með smábarn að vera með svona hvolp, það er leikið og djöflast en þess á milli er sofið út í eitt.  Fórum t.d. á föstudagskvöld eða eftir kvöldmat í smá göngutúr með dömuna og hún var svo þreytt eftir það að hún svaf bara alveg til að verða 8 morguninn eftir.  Annars er hún vön að vekja mann um 5 leytið til að pissa og svo er ræs aftur ekki seinna en 8 og þá verður maður bara vessgú að rífa  sig upp á taðgatinu og sinna hundinum, annars er bara vælt og skælt og fiktað í öllu og hitt og þetta nagað.  Já, sumir skilja ekkert hvernig maður nennir að standa í þessu og stundum skilur maður það ekki sjálfur en hundurinn á eftir að róast þegar frá líður og ærslin minnka.  Við bara erum orðin svo vön að vera með hund að víð gátum ekki hugsað okkur hundslausa tilveru.

Annars hefur þetta nú verið með rólegri helgum hjá okkur, úti hefur verið súld og rigning með köflum og bara svona veður til að hanga inni í rólegheitum og hafa það huggó.  Annars bara notó hjá okkur, góður matur, alls kyns snakk og nammigúmmelaði, fótbolti og bíó, heilt yfir bara fínasta helgi en ekki sama veðurfarið og í nágrannalöndum okkar í Evrópu.

Veðrið er svo sem ágætt inn á milli hér á klakanum þó oft sé æði hvasst hér á Garðskagatánni.  Eitt sem fer hræðilega í skapið á manni eru þessar fiskifabrikkur út um allt hér, eins og þeim sé plantað allt í kring um íbúabyggðina og spúa  svo úldinni skítalykt yfir allt.  Hér rétt fyrir ofan Silfurtún er t.d. ein slík fabrikka sem sérhæfir sig í að verka skreið, þurrkar hausa og svoleiðis ógeð.  Stybbuna af þessu leggur yfir allt hér í flestum áttum að manni finnst, kannski síst í norðanátt en þá kemur bara stybba frá fabrikkunum sem eru neðar í bænum. 

hjallur1

Ég sendi bæjarstjóra tölvupóst og kvartaði undan þessum fjára, sagði að hver maður hlyti að sjá að svona fiskþurrkunarversmiðjur ættu ekkert erindi nánast inni í garði hjá manni.  Fékk bara staðfestingu um að viðkomandi hefði lesið póstinn en engin viðbrögð annars. 

það er mín tilfinning að hér í bæ ríki ekki nógu góð samstaða um góð málefni heldur sé hér hver höndin uppá móti annarri og einhver afturhaldsöfl í gangi.  Maður horfir bara til Sandgerðinga og sér að þar virðast menn vera meira samtaka um að pota sínu byggðarlagi áfram og t.d. er þar búið að rífa bræðsluna sem spúði skítalykt í sí og æ yfir allan bæ.  Þar er verið að byggja upp að manni finnst, t.d. í skólamálum, bæði leikskóla og grunnskóla og svo er verið að gera mjög stóra hluti hvað varðar öll íþróttamannvirki og íþróttaaðstöðu almennt (veit reyndar að þar seldu menn Fasteign allar fasteignir bæjarins en með því geta Sandgerðingar byggt upp alla aðstöðu í skóla- og íþróttamannvirkjamálum, ættu Garðsarar kannski að skoða þennan möguleika?).  Hér finnst manni allt einhvern veginn standa í stað.  En ég hef svo sem ekki sett mig neitt inn í þessa hluti hér, maður verður alla vega ekki var við stórar eða merkilegar framkvæmdir, t.d. í skólamálum en sú stofnun kallar á stækkun og úrbætur.

Jæja, læt þetta tuð duga að sinni, Erian að vinna og bara ég og skæruliðarnir heima og í augnablikinu er allt í rifrildi og best að drífa sig í að skakka leikinn.

Bestu kveðjur úr ylminum yndislega,

Einar Sv og co


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir bloggið.Væri nú ekki amalegt að gerast skreiðarútflytjandi,án gríns þá er þetta bara algjört ógeð. Komum heim í dag og áttum bara góða helgi. En bestu kveðjur úr Njarðvík og góða vinnuviku.

pabbi 12.5.2008 kl. 22:38

2 identicon

Blessuð og sæl.Ja ekki er þetta gott með skítalyktina algjört ógeð.Man eftir þessu frá Seyðó í gamla daga,það var ekki hægt að opna glugga stundum,hvað þá hengja út barnafötin af ykkur Maríu.Ef nógu margir hvarta þá hljóta þeir að laga þetta. Annars bara kvit kvitt.Bæ bæ.

mamma 13.5.2008 kl. 14:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Uþþuþvuzz!

Höfundur

Einar Sveinn Guðmundsson
Einar Sveinn Guðmundsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • golf og grill með kennurum 033
  • 101_0132
  • 17.júní 2004
  • 17.júní 2004
  • 562284 473572602656489 100000112607813 2014421 611042547 n

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 1035

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband