Fimmtudagur, 22. maí 2008
Allt gott bara, er það ekki!
Langt liðið á þessa viku, Júróbullið í kvöld og allir svaka spenntir. Ekki mikill aðdáandi sjálfur en samt, gaman að sjá íslenska lagið og svo kíkir maður á atkvæðagreiðsluna í það minnsta.
Ég hef sent fleirum bréf en bæjarstjóra vegna skreiðarhjallanna hér í nágrenninu, t.d. sendi ég póst á formann umhverfisnefndar hér í bæ (en sá aðili svarar ekki bréfi mínu fremur en ágætur bæjarstjóri, ekki enn alla vega). Ég ákvað því að senda Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja póst og þeir svöruðu að bragði og á þá leið að þeir vissu af þessu máli og væru búnir að setja sig í samband við fyrirtækið sem um ræðir. Fyrirtækið heitir Nesfiskur og þeir lofa að ekki verði hengdur upp fiskur aftur til þurrkunar í þessa hjalla og við verðum bara að þola það að bíða eftir að ógeðið þorni nægjanlega svo rífa megi niður aftur, svo ætti maður að vera frjáls frá þessu eftir það. Vonum það besta, læt heyra frá mér aftur ef vandamálið verður eitthvað viðvarandi hér.
Að öðru. Styttist í annan endann á skólagöngu barnanna þetta árið og allir farnir að hlakka til sumarsins. Þau hafa verið dugleg að koma heim með gripi úr smíði og handavinnu og hér eru tvö stykki frá Alexöndru (set eitthvað frá strákunum næst, á eftir að taka mynd af þeirra dóti).
Bara ansi gott hjá stelpunni, hún er handlagin og hefur það sennilega frá móður sinni, ekki frá mér alla vega.
Horfði á leikinn í gær, mikið drama og ég hálf vorkenndi Terry hjá Chelski þegar hann rann á bossann og skaut framhjá, hann mun seint gleyma því þegar hann klúðraði evrópubikarnum fyrir sitt lið. Annars hélt ég með Chelsea, fannst nú nóg að Man U hafði unnið enska titilinn en svona er þetta, Mannsararnir bara vel að þessu komnir. Mínir menn í Leeds spila svo á sunnudag úrslitaleik á Wembley um sæti í næstu deild fyrir ofan og ekki þarf að orðlengja neitt frekar að ég verð alveg límdur í sófann eftir hádegi á sunnudag og vonast til að mínir menn vinni sigur að sjálfsögðu.
Læt að lokum aðra vísu, frumsamda eftir sjálfan mig eins og Eiríkur Fjalar myndi segja, flakka. Hún er eins og sú síðasta, argasti leirburður og hnoð en gaman að hafa svona vísnahorn finnst mér, aðeins að krydda þetta hérna
Nú til fjandans farðu til
fífl þú kannt að veraÞér ég sendi andans yl
yfir haf og frera.
Kveðjur bestar,
Einar Sv og familí í Júróvísjón fílíng.
Um bloggið
Uþþuþvuzz!
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 1035
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
flott handverkid hjá Alexøndru...hún hefur thetta auddad frá mér saudurmanstu ekki hvad allt er fullt af handavinnu hérna hjá mér??? nei sumir eru fljótari ad gleyma en adrir
en eigid gott kvøld og allt i botn bara!
María Guðmundsdóttir, 22.5.2008 kl. 18:59
Þetta er flott hjá Alexöndru, gaman að sjá að þau geri eitthvað nýtilegt ekki einhvern poka og prjóna svo þvottapoka puff tuff einsog í denn. En ég hef nú lúmskt gaman af þessum leirburði þínum, sko mér finnst þetta flott. Svo bara brosa út í bæði og glápa á Júró á laugardaginn, minn kall fer alltaf að veiða þegar söngvakeppnin er hann er svo mikill fúli múli. Til hamingju með hana mömmu þína á morgun.
Knús í kotið Sissú partý sjúka
Sissú 22.5.2008 kl. 23:02
Já, takk fyrir komplímentið á leirburðinn Sissú, en já, það er bara gaman að sitja með sveittan skallann og reyna að berja saman ferskeytlu, kemur ekki af sjálfu sér hjá mér, er ekki skáld af neinni náð.
Kveðjur í kotið til þín og ykkar.
Einar Sveinn 25.5.2008 kl. 15:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.