Sauður.....

Varla hægt að gera annað en að viðurkenna opinberlega að maður er alger sauður og þykja varla stórfréttir.  Alla vega hlýtur maður að flokkast undir að vera sauður þegar í afrekalistann bætist að vera bensínlaus á Reykjanesbrautinni, hvaða sauður fer á Brautina með tóman tank, nema kannski ég...?!

Við hjónin fórum í bæinn á þriðjudag, Erian átti að mæta í viðtal í Snyrtiakademíunni eftir hádegi og við brunuðum þangað og Elísa með, vorum á stóra bílnum sem svo oft hefur verið okkur erfiður og ekki ósjaldan bilað.  Veit ekki hvað hefur ekki klikkað í þessum blessaða bíl okkar, allt frá sjálfskiptingu og yfir í tölvuheila og viðgerðir hlaupa á hundruð þúsunda, er ekki að grínast.

Á leiðinni heim verður mér litið á bensínmælinn og mér til afsökunar þá sýndi helv...beinið tæpan 1/4 og ég þóttist góður alla leið til Kefló alla vega.  Við renndum framhjá N1 í Hafnarfirði og ég var að bræða með mér hvort ég ætti ekki að renna á planið og taka bensín en ákvað að sleppa því og tanka bara í Keflavíkinni. 

Svo þegar við erum alveg að koma að álverinu í Straumsvík þá byrjar beyglan að hiksta og ég renni út í kant umsvifalaust, alveg viss að nú sé bílskrjóðurinn að bila eina ferðina enn og gott ef nýi heilinn í honum sé ekki bara farinn eins og sá gamli.  Ekki hvarflaði að mér að ég væri bensínlaus, vanur að keyra þar til bensínljósið kviknar og allt í fínu með það en nú var ekkert ljós kviknað og ég á tæpum fjórðungi á tank.

Hringdi í Adda hennar mömmu og hann brást skótt við og kom innan stundar með bensín á brúsa, svona til vara ef ske kynni að þetta væri það; ég hafði sagt honum að þetta lýsti sér svipað og bensínleysi eða þetta gæti verið heilinn, bíllinn hefði látið svona þá þegar hann fór.

Og viti menn, druslan rauk í gang og ekki laust við að manni hafi liðið eins og kjána, en samt feginn að ekkert var að nema það vantað bensínið (hver tímir líka að taka bensín nú til dags, prísarnir alveg úti á þekju þessa dagana!)

Hér rétt í þessu hristist allt og skalf og alveg ljóst að heljarinnar jarðskjálfti hefur riðið yfir.  Ég stóð nú bara inni á klósetti og var að pissa þegar allt í einu ég riða til falls en náði þó jafnvægi og datt ekki á rassgatið þarna þar sem ég stóð og meig.  En þvílík læti, skilst að á Suðurlandi sé allt á tjái og tundri innandyra í sumum húsum og jafnvel talað um skemmdir á húsum, 6,1 á Richter segir Veðurstofan.  Svo hér er allt að gerast.þ

Við Gummi ætlum í bíó í kvöld, bara tveir að sjá Indiana Jones,hann er búinn að suða lengi og er mikill bíómyndakall. 

Elmar er að halda uppá afmæli sitt með vinum sínum, fámennt en góðmennt eins og hjá Gumma og allir úti að leika núna í blíðunni.  Já, ég sagði blíðunni því úti er bara bongó á íslenskan mælikvarða, sól og gola og ég get svo svarið það að engin skítalykt finnst akkúrat núna.

Jæja, best að drífa sig í að hjálpa Erian að taka af borðinu og svona,drengingir farnir út og best að drífa í að taka aðeins til.

Kveðjur bestar,

Einar Sveinn og familí


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

ó boy..ég hef sko orðið eldsneytislaus á Brautinni. Bara svo þú vitir að svona sauðir finnast alveg

Ragnheiður , 29.5.2008 kl. 17:42

2 Smámynd: María Guðmundsdóttir

" Ég stóð nú bara inni á klósetti og var að pissa þegar allt í einu ég riða til falls en náði þó jafnvægi og datt ekki á rassgatið þarna þar sem ég stóð og meig."    gud minn gódur,ég sé thig algerlega fyrir mér á berum bossanum á gólfinu med sprænid i allar áttir!!!  Thú ert bara frábær,mættir bara blogga adeins oftar svo mann fái adeins ad flissa sko!  En heyrdu manni..mann má nú ekki spara svo vid sig bensínid ad mann komist bara hálfa leid heim   en held samt thú sért ekki einn i Saudalandi ég kiki stundum thar vid..en bara á ødrum forsendum knus og krammar i bæinn thinn,gaman ad vedrid var gott thegar Elli sprelli hélt partýid 

María Guðmundsdóttir, 29.5.2008 kl. 19:19

3 identicon

Hæ elsku kallinn,þú þarft ekkert að vera með móral út af þessu bensínleysi,þetta kemur fyrir flesta held ég.Gott að þið komust heil heim,það er fyrir mestu.Kveðjur í bæinn.BÆ bæ.

mamma 30.5.2008 kl. 08:26

4 identicon

Hæ kæra fjölskylda.Við óskum Elmari Inga til hamingju með afmælið og ykkur til hamingju með soninn.Bestu kveðjur úr Kóngsbakkanum.Bæ bæ

mamma 31.5.2008 kl. 10:15

5 identicon

Takk fyrir bloggið og myndirnar. Gaman að fá svona skemmtilegar bensínleysis og skjálftasögur. Þökkum fyrir afmæliskaffið.Bestu kveðjur úr Njarðvík.

pabbi 2.6.2008 kl. 21:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Uþþuþvuzz!

Höfundur

Einar Sveinn Guðmundsson
Einar Sveinn Guðmundsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • golf og grill með kennurum 033
  • 101_0132
  • 17.júní 2004
  • 17.júní 2004
  • 562284 473572602656489 100000112607813 2014421 611042547 n

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 1035

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband