Fimmtudagur, 12. júní 2008
Sumarfrí!
Þá er sumarfríið hafið hjá mér formlega en síðasti vinnudagur var á þriðjudaginn og allir voða fegnir að komast í frí.
Fórum á sunnudaginn uppá Skaga, vorum í samfloti með pabba og Jóhönnu og stefnan var sett á kirkjugarðinn í "heimsókn" til afa og ömmu og í farteskinu voru sumarblóm sem við settum niður.
Við fórum svo á ströndina eftir að hafa kíkt í garðinn og í kaffi á safnasvæðinu, pabbi og Jóhanna fóru reyndar beint í bæinn en við familían á Langasand.
Á Langasandi er gaman að vera í góðu veðri og við stoppuðum í alla vega góðan klukkutíma. Krakkarnir nutu sín vel í þessu umhverfi og vildu helst vera lengur á sandinum en rigning var í næsta nágrenni og við drifum okkur heim á leið eftir að hafa stoppað í 2-3 tíma í mínum gamla heimabæ Akranesi.
Akranes er fallegur staður og örugglega gott að vera með börn þarna, við gætum alveg hugsað okkur að búa þar, mun fallegra bæjarstæði og sennilega meira við að vera fyrir börn en í skítalyktinni hér.
Hvað um það. Við erum á leið í stutta ferð í bústað á Flúðum; verðum í 3 nætur. Við höfum reynt að fara á hverju ári, Kennarasambandið á töluvert af bústöðum á Flúðum og svo er félagið með fullt af bústöðum í leigu víðsvegar um land og okkur finnst gott að fara einu sinni á ári. Krakkarnir njóta sín sérstaklega vel og ekkert skemmtilegra en að busla í pottinum og sprellast um í náttúrunni. Í nágrenni Flúða er margt fallegt að sjá, Geysir, Gullfoss, Skálholt svo eitthvað sé nefnt.
Annars allt rólegt bara, Elmar Ingi orðinn 8 ára og voða sæll með það, hann stækkar og stækkar drengurinn, enginn rindill drengurinn sá!
En best að hætta, ekki mikið af okkur að frétta svo sem. Hér er veður fremur kalt að okkar mati, voru ekki nema 9 gráður áðan þegar við Erian fórum í göngu með hundinn og frekar hráslagalegt, enginn Danablíða hér.
Bestu kveðjur
Einar Sveinn og co
Um bloggið
Uþþuþvuzz!
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 1035
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
flott ad sjá ad thad er ordid huggó hjá ømmu og afa
og já Langisandur klikkar ekki,thar lék madur sér døgum saman i alls kyns leikjum. Fínn stadur til ad búa á med krakka held ég bestu kvedjur til ykkar...og psst..hér er svosem ekki blidan heldur sko
María Guðmundsdóttir, 13.6.2008 kl. 06:20
Hæ kæra fjölskylda.Takk fyrir bloggið.Já það er sko gott að vera á Skaganum með krakka.Það er sko nóg fyrir þau að gera ,eins og þú mannst kannski sjálfur.Þið voruð í öllum íþróttum sem þið komust í.Þá var líka leikið sér úti í allskonar lekjum,en það er kannski ekki í dag.Bestu kveðjur í bæinn.
mamma 15.6.2008 kl. 08:15
Takk fyrir bloggið og myndirnar
pabbi 15.6.2008 kl. 13:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.