Sunnudagur, 15. júní 2008
Af hverju fluttuð þið heim...?
Ég hef lengi ráðgert að setja niður nokkrar línur um þetta og nú er ekki verri tími en annar.
Við fórum í þessar pælingar að flytja út eftir að hafa heimsótt "sænsku" Íslendingana sumarið 2006. Við urðum eitthvað svo heilluð af sænska sumrinu, umhverfinu og bara vorum öll svo upplyft af því að vera þarna.
Man nú ekki hvort María og familía hafi verið með svipaðar pælingar á nákvæmlega sama tíma en alla vega æxlaðist þetta þannig að við vorum í samfloti með þetta, ákváðum að gera þetta í samvinnu og stefnan sett á Danmörku, Árósa nánar tiltekið því þar var gott úrval í skólamálum.
Við sáum fyrir okkur að það að setjast á skólabekk væri gott start og frábær möguleiki fyrir Erian að fara í skóla en skólinn sá yrði að vera lánshæfur hjá LÍN. Eftir langa mæðu og mikla leit gáfumst við uppá að finna lánshæft nám fyrir hana, ekkert í boði að okkur fannst og möguleikar takmarkaðir þar sem ekki hafði mín kona stúdentspróf.
Því varð það niðurstaðan að ég myndi fara á stúfana og finna nám sem væri lánshæft því það er ekki hlaupið í vinnu bara sisona án þess að þekkja mann sem þekkir mann, sérstaklega þegar maður er mállaus á dönsku, svo skóli skyldi það verða og lifað á námslánum.
Ég leitaði að námi í tölvugeiranum sem hugsanlega gæti nýst í kennslu en einnig skoðaði ég möguleika á framhaldsnámi í kennarafræðunum. Hvarf fljótlega frá frekara námi í kennslunni, þar voru skólagjöld en mér fannst alveg nóg að þurfa að taka lán fyrir framfærslu þó ég færi nú ekki að bæta skólagjöldum ofaná.
Fyrir valinu varð nám í Aarhus tekniske skole í Multimedia design, sem er hönnunarnám þar sem notast er við tölvur. Ég entist í mánuð eða svo í þessu en þá fannst mér alveg ljóst að ég hafði ekki nægan áhuga á þessu til að það væri réttlætanlegt að lifa á námslánum útá, betra væri ef Erian gæti seinna tekið námslán þegar hún fyndi eitthvað sem hún vildi læra.
Því ákvað ég að hætta í skólanum og hefja atvinnuleit, þetta er í lok september. Á þessum tímapunkti var ég ekki í sérlega góðu jafnvægi, hafði reyndar ekki verið það lengi heima heldur en það uppgötvaði ég nokkru seinna þegar ég fór að skoða þau mál, fannst öll okkar plön á leið í vaskinn þar sem ég væri að klikka á skólanum, strákarnir voru enn heima og enginn skóli byrjaður hjá þeim og allt óljóst með þau mál. Nú þetta hafði auðvitað áhrif á okkar hjónaband og hafði sennilega gert lengur en ég og við áttuðum okkur á og mikil þreyta og leiðindi í gangi.
Ég fór því heim í byrjun október og við blasti upplausn hjónabandsins. Á Íslandi var ég í mánuð, vann sem afleysingakennari í Sandgerði og bjó hjá pabba og Jóhönnu í góðu yfirlæti.
Ég hafði áætlað að fara út aftur í lok nóvember, þá átti Erian að fara í litla aðgerð á spítala og mátti sig ekki hreyfa í nokkra daga og ég hafði boðist til að hugsa um börnin á meðan hún jafnaði sig. Ég ákvað reyndar að flýta ferð minni út, ætlaði að nota tímann og leita mér að vinnu, ákveðinn í að vera sem næst mínum börnum.
Málin þróuðust fljótlega þannig að saman gekk með okkur hjónum, sem betur fer, en ég þorði ekki að sækja um vinnu neins staðar fyrr en aðgerðin væri afstaðin. Ég hóf því atvinnuleit í byrjun desember, skráði mig á atvinnumiðlanir, sótti um fjöldann allan af störfum en fékk engin viðbrögð.
Í lok desember fáum við svo bréf frá kommúnunni í Aarhus þar sem okkur er tilkynnt að við séum búin að missa leigubætur þar sem ég hafði verið skráður á Íslandi, því hækkaði leigan um 3 þúsund danskar einn, tveir og þrír. Þetta voru bara mistök af okkar eða minni hálfu, ég gleymdi alveg að tilkynna flutning minn til kommúnunnar og því leit út eins og öll familían hefði flutt og þar að auki var bara ég skráður fyrir húsinu hjá HD ejendomme sem leigði okkur.
Við vorum komin í bobba, peningar sem við upphaflega höfðum áætlað í þetta voru búnir, kominn tími á að fá innkomu inn á heimilið, ég atvinnulaus og ekkert búið að gerast í atvinnumálum í heilan mánuð.
Ofan þetta bættist að enn voru skólamálin hjá drengjunum ófrágengin, alla vega hjá Elmari en Gummi hafði fengið inni í skólanum hennar Alexöndru, Frydenlundskole. Elmar var í Næshojskole, án nokkurst stuðnings og átti að vera þar þar til framtíðarúrræði fyndist.
Við lögðum þetta þannig niður fyrir okkur hvort við værum tilbúin til að bíða lengur þar til ég fengi vinnu, vissum sem var að ég fengi auðvitað vinnu á endanum en vissum bara ekki hversu lengi ég yrði að bíða. Við vorum í sjálfu sér tilbúin til að éta út meira af okkar húsi sem við seldum heima en svo spurðum við okkur að því hvort við myndum þola fleiri áföll ef þau myndu koma upp, við höfðum upplifað þennan stutta tíma svolítið þannig því ofan á vandræði með skóla drengjanna og svo okkar erfiða tíma sem hjón bættist t.d. það að okkar næstu nágrannar eru og voru nágrannar frá helvíti, sérstaklega kellingin sem er og var helv... meri. Við vorum ekki viss um að við myndum þola fleiri ágjafir og fannst öruggast að snúa heim í öryggið þar, ég gat fengið vinnu strax í Fellaskóla og varð úr að ég þáði það en Erian og börn kæmu heim um páska.
Við vissum alveg að það tekur á að flytjast á milli landa, aðlagast og allt sem því fylgir en einhvern veginn varð þetta allt saman of mikið fyrir okkur, að þessu sinni alla vega.
Þar með var þetta farið í vaskinn, við búin að gefast upp miklu fyrr en við ætluðum, fórum heim, alls ekki bólusett gagnvart Danmörku og söknum margs, sérstaklega veðurs, umhverfist og auðvitað frændsystkina á Rödlundvegi 307.
Þannig að í stuttu máli þá var þetta ekki að gera sig fyrir okkur, ekki rétta planið og kannski vorum við hjónin ekki alveg tilbúin á þessum tímapunkti að gera svona breytingar.
Nú búum við í smákompu í skítalyktinni af skreiðarhjöllunum hér rétt hjá, og já, ekki frá því að við söknum Danmerkur oft á tíðum. Við náuðum aldrei að upplifa það sem við vorum einna helst að sækjast eftir en það er tími saman sem fjölskylda og njóta alls þess besta sem þetta svæði hefur uppá að bjóða fyrir fjölskyldu eins og okkar. Við vitum ekki hvert okkar næsta skref verður en alla vega er í forgangi að Erian ætlar að mennta sig.
jæja, vona að þetta skýri málið fyrir einhverjum ef þið hafið ekki heyrt þessa versjón af ferðasögunni áður.
Bestu kveðjur,
Einar Sv og co
Um bloggið
Uþþuþvuzz!
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 1035
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Takk fyrir þessa opinskáu ferðasögu,þetta var þungt að lesa, leiðinlegt þegar hlutir ganga á móti, ég óska þess að þið finnið ykkar leið hérna i lifinu. Lifið gétur stundum verið barátta. Látið kærleikan sigra. Margir kramar frá Þórunni.
Þórunn Erlingsdóttir Larsson 16.6.2008 kl. 04:55
Takk fyrir það Þórunn, já, þýðir ekki að gefast upp þó á móti blási, lífið er ekki alltaf dans á rósum eins og einhver sagði.
Bestu kveðjur til ykkar allra í landi Gústavs.
Einar Sveinn 16.6.2008 kl. 09:32
"ykkur verdur eitthvad til" eins og amma Magga sagdi alltaf. Kannski var thetta ekki ykkar og eitthvad annad og betra býdur. Hver veit. kvedja frá Harlevinu
María Guðmundsdóttir, 16.6.2008 kl. 14:37
Það gengur bara betur næst. Ykkar tími mun koma
Kveðja Sissú
Sissú 16.6.2008 kl. 21:01
Takk fyrir bloggið.Var nú aðeins kunnugur málinu,en tek undir með Maríu,Þórunni og Sissú. Gleðilega þjóðhátíð og bestu kveðjur
pabbi 17.6.2008 kl. 12:40
'Eg segi eins og pabbi þinn.'Eg er kunnug þessu máli.Það var leiðinlegt að það gekk ekki upp,en eins og amma Magga sagði svo oft,ykkur legst eitthvað til,kannski bara betra.Ykkar tími mun koma,eins og einhver sagði.Gangi ykkur sem allra best ,elsku fjölskylda.Kærar kveðjur í bæinn.Bæ bæ
mamma 18.6.2008 kl. 06:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.