Í fréttum er þetta helst...

Gengi krónunnar aldrei lægra í manna minnum og ætlar þetta engan endi að taka; danska krónan kostar mann nú 17 íslenskar krónur hvorki meira né minna.  Já, skerðing þeirra á námslánum í Danaveldi og víðar heldur enn áfram, eins gott að sumir séu komnir með fasta vinnu og þurfa ekki að treysta á þessa lús sem námslán eru.

Nú ísbjörn númer 2 var skotinn hér við land í gær, ekki fræðilegur að bjarga honum segja fróðir menn en djöfull finnst mér þetta pínlegt að við Íslendingar getum ekki reddað einu ísbjarnargreyi úr þessum hremmingum sem það er að koma hingað til lands, nei, við bara plöffum þá niður og stoppum svo upp.

Svo var sagt frá því í fréttum á rúv áðan að íslensk ungmenni byrja allra ungmenna fyrst að stunda kynlíf, stelpur í 10.bekk byrja alla vega miklu fyrr heldur en jafnaldrar þeirra í hinum vestræna heimi (minnir að stelpur hafi verið tilteknar í fréttinni en ekki strákar). 

Annað sem kom fram er að íslensk ungmenni eru sjálfstæðari en önnur vestræn ungmenni, eyða meiri tíma með vinum og kunningjum og líður betur í skólanum, mun betur en t.d. finnsku ungmennunum sem þó standa sig krakka best í skóla.  Gott að börnunum líður vel í skóla en ætli það sé ekki bara vegna þess að þangað fara þau til að slappa af og hitta vinina, svona félagsmiðstöðvarfílingur í því að fara í skólann en minna um sjálfan lærdóm?  Finnarnir fíla ekki skólann,þar þarf að púla og ná árangri en ætli þess þurfi nokkuð hér á Íslandi, blessuð börnin taka sig nú bara á þegar þau koma í fjölbraut, tekur því ekki að stressa sig yfir þessum lærdómi fyrr en í fyrsta lagi þá.

Úr allt annarri átt.  Of feit óperusöngkona snýr nú til baka til vinnu eftir harða megrun, tekur við hlutverki sínu í konunglegu óperunni í London eftir 4 ára fjarveru vegna þessarar ofurmegrunar.  Af hverju fór manneskjan ekki á danska kúrinn?, hefði verið mætt til vinnu á nó tæm, en 4 ár bara í vaskinn út af feitabolluvanda er nú tú möts.

Jæja, að lokum vil ég nefna að mitt ástkæra Skagalið í fótboltanum getur ekki blautan skít í þetta sumarið með "besta" þjálfara landsins fyrr og síðar í brúnni, sjálfan Gauja Þórðar.  Liðið spilar arfaslakan, leiðinlegan og hugmyndasnauðan fótbolta og gekk nú ruglið í spilamennskunni svo langt í leik á móti Keflavík fyrr í sumar að stillt var upp með eina 7 varnarmenn en samt tapaðist leikurinn 3-1. 

Liðið situr næst neðst að ég held í deildinni og var að tapa áðan í bikarnum fyrir HK (Handknattleiksfélag Kópavogs, segi og skrifa handknattleiksfélag) sem er bæ ðe vei í neðsta sæti Landsbankadeildarinnar.  En, skiptir ekki öllu, enska sísonið byrjar eftir mánuð og þar verða mínir menn í Leeds í góðum málum og við munum sko rústa gömlu 3.deildinni!

Kveðjur bestar,

Einar Sv


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já þetta er nú meiri andskotinn hvað allt er að fara til fjandans hér á Fróni.

Þetta kyndir nú undir listagyðjunni hjá mér, svo maður málar SKRATTANN á alla veggi sem eru í nágreninu. Enn kannski verður maður frægur fyrir það á endanum.

Bolti spolti segi ég nú bara og slekk á imbanum þegar þessir hasa kroppar fara sprikla, maður gæti bara gert einhverja gloríu þegar svo fáklæddir gæjar eru að glenna sig ha ha.

  Knús á ykkur     Sissú  Listmálari

Sissú 19.6.2008 kl. 16:28

2 Smámynd: María Guðmundsdóttir

já eitthvad eru their slakir á skaganum thetta árid...sem og ádur svosem..gott ad alltaf sé hægt ad hugga sig vid Leedsarana i THRIDJU DEILD  en jújú,vonandi gengur theim vel greyjunum...svona svipad og spursurunum ....not...

en vonandi er gaman í bústadnum, er heimfør á morgun? kvedja i bæinn

María Guðmundsdóttir, 19.6.2008 kl. 16:52

3 identicon

Takk fyrir bloggið. Velkomin heim úr bústaðnum. Já þessi ísbjarnarblús er ótrúlegur og héldu svo að þeir hefðu séð för eftir einn á hveravöllum,en var þá bara eftir hest. Já Skaginn er frekar slappur í boltanum um þessar mundir,en var nú talinn ósanngjarn sigur hjá HK. Annars allt gott héðan. Bestu kveðjur úr Njarðvík

pabbi 21.6.2008 kl. 15:40

4 identicon

Já hér virðist allt vera á niðurleið,svo segir forsætisráherrann fólki bara að spara og spara,það á semsagt ekkert að gera hjá ríkisstjórninni.Hvað á fólk svo að spara,ég bara spyr,margt fólk með svo lág laun að þau duga ekki mánuðinn.Svona er þetta nú.Bestu kveðjur í kotið.Bæ bæ.Heyrumst.

mamma 22.6.2008 kl. 08:47

5 identicon

Hæ bara nokkrar línur. Er ekkert meira í fréttum,þessar eru orðnar svo gamlar.Langar að heyra frá ykkur.Bestu kveðjur mamma.

mamma 25.6.2008 kl. 08:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Uþþuþvuzz!

Höfundur

Einar Sveinn Guðmundsson
Einar Sveinn Guðmundsson
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • golf og grill með kennurum 033
  • 101_0132
  • 17.júní 2004
  • 17.júní 2004
  • 562284 473572602656489 100000112607813 2014421 611042547 n

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband