Miðvikudagur, 25. júní 2008
Nei, ekkert að frétta, sama gutl í sama nóa
Það er bara ósköp lítið af okkur að frétta nema þá helst allt gott eða þar um bil.
Erum nýbúin að vera 3 nætur í bústað á Flúðum í sumarhúsi sem Kennarasamband Íslands á, glænýtt 70 fm hús, frábært hús alveg hreint.
Staðurinn er yndislegur, yfirleitt gott veður, gróið svæði og stutt í margar perlur Íslands eins og Laugarvatn, Skálholt, Geysi, Gullfoss og hver veit hvað.
Annars fórum við ekki mikið um svæðið í þetta sinn, eyddum mestum okkar tíma í rólegheitum í bústaðnum, t.d. í pottinum.
Við höfum farið svo oft á Flúðir og tekið þennan hring um svæðið 1-2 sinnum svo við héldum okkur bara "heima við" í þetta sinn. Reyndar fórum við í Skálholt, áttum erindi í apótekið á Laugarási og kíktum í Skálholt í leiðinni.
Í Skálholti er lítið safn í kjallaranum þar sem m.a. er að finna steinkistu Páls Jónssonar biskups sem lést 1211. Kistu þessa gróf upp úr kirkjugólfinu Kristján nokkur Eldjárn í kringum 1950 og þykir kistan einn merkasti fornleifafundur landsins fyrr og síðar. Einnig voru þarna nokkrir eldgamlir legsteinar gamalla biskupa, t.d. Hannesar Finnssonar og voru þeir frá því um 16-17 hundruð. Við hlið skálholts eru svo rústir sem verið er að vinna í og úr kjallara kirkjunnar liggja göng til rústanna, æfagömul að sjálfsögðu.
Ég hef voðalega gaman af öllu svona, því eldra því betra fyrir minn smekk og mér fannst merkilegt að sjá þessa ævafornu steinkistu sem er í merkilega góðu ásigkomulagi. Þess má geta að í kistunni voru bein séra Páls og vita menn fyrir víst að þetta var þessi maður því um þessa kistu er rækilega fjallað í eldgamalli skruddu sem til er um Skálholtsstað.
Annars er Erian að vinna og ég í sumarfríi, já ekki að spyrja að þessum kennurum, alltaf í fríi.
Fórum á sumarhátíð leikskólans hér í hádeginu og var það alveg frábært. Í boði var andlitsmálun, hoppukastalar, grillaðar pylsur/pulsur, sápukúludót handa öllum og svo auðvitað gott veður og jú, kaffi handa eldra liðinu. Krakkarnir skemmtu sér mjög vel, nema kannski Gummi, fannst hann vera heldur gamall að hanga þarna með þessum smábörnum og tilkynnti hann mér að þetta gengi ekki, hann væri jú unglingur innan tveggja ára og ætti að fermast eftir 3 ár, hvað væri eiginlega í gangi að bjóða uppá svona smábarnasamkomu fyrir hann!
Við fengum góðan gest í gær en það var hann Margeir Sigurðsson Bowentæknir með meiru og var frábært að sjá hann. Margeir býr nú í Köben með sinni fjölskyldu þar sem þau blómstra en hann er alltaf á fartinni milli Íslands og Danmerkur, vinnur við sitt fag bæði hér heima og svo í Dk. Frábær náungi hann Margeir og gaman að fá hann í heimsókn.
Bestu kveðjur,
Einar Sveinn og familí
Um bloggið
Uþþuþvuzz!
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Takk fyrir bloggið og myndirnar.Já það er nú flott að vera í svona góðum bústað og gott að slappa af,bara nauðsynlegt. Já þó að nafni minn sé nú ekki ánægður með þetta smábarnastand.Það hefur verið gaman að spjalla við Margeir. Allt gott hérna megin,var að koma úr hjólatúr,bara hressandi. Bestu kveðjur á liðið.
pabbi 25.6.2008 kl. 21:56
ps Meinti semsagt sama gutl í sama nóa hér
pabbi 25.6.2008 kl. 21:59
kvitt kvitt
kvedja frá harlev.
María Guðmundsdóttir, 26.6.2008 kl. 04:27
Bara kvitt kvitt,fyrir bloggið.Það var gaman að hafa Lólu í nokkra daga,frekar tómlegt þegar hún fór.Skil Gumma vel að nenna ekki þessum smábarnaleikjum,hann er jú orðin táningur eða að verða það.Bestu kveðjur.
mamma 27.6.2008 kl. 12:35
Flottur bústaður, kveðjur á ykkur öll. Kram Þórunn
Þórunn Erlingsdóttir Larsson 28.6.2008 kl. 08:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.