Föstudagur, 11. júlí 2008
11.júlí
11.júlí í dag og þessi pæja á afmæli, til hamingju með daginn frænka, mágkona og systir, hefur ekkert breyst frá því þessar voru teknar!!
Ég hef legið í bloggleti síðustu vikur, bara ekki haft mig í að setja nokkuð á blað enda ýmislegt í gangi þessa dagana.
Hér fyrir sléttri viku hringd frændi minn og nafni Einar Sveinn Jónsson og var staddur eins og strandaglópur inn á bílastæði Samkaupa! Spurði sveinninn hvort ég ætti nokkuð tök á að sækja hann og splæsa í eins og einn bolla af eðalkaffi. Kappinn var á leið til Boston daginn eftir, bara stutt stopp hér á klakanum til að redda passamálum svo hann kæmist nú heilu og höldnu til þeirra Bush og félaga í ðe júnæted steits
Við nafnar vorum góðir vinir í denn, eða hann var svo almennilegur að leyfa litla frænda að djöflast í kringum sig þegar við vorum pollar á Seyðó.
Einar Sveinn "stóri" (ég var oftast kallaður sá litli þegar við vorum saman, svona til að skilja okkur að) er 2 árum eldri en ég og ég leit mjög upp til hans þegar ég var að alast upp sem ungur drengur í firðinum fagra.
Eitt og annað af því sem ég apaði eftir nafna mínum hefur haldist við mig og nægir að nefna að ég held með Leeds af því að nafni hélt með þeim og ég hlustaði á alla þá tónlist sem frændi minn hlustaði á, nægir þar að nefna Bob Marley en ég hlusta mikið á hann enn í dag sem og gott reggae yfirhöfuð. Held ég hafi líka stigið mín fyrstu skref á fótboltavellinum í fylgd nafna míns og frænda, fékk að æfa með strákunum sem voru eldri en ég, maður var jú eins og frímerki fast í botninum á frænda! Ég er þakklátur frænda að hann nennti að leyfa mér að vera með, betri fyrirmynd er ekki hægt að hafa og ég verð ævarandi þakklátur honum að ég er Leedsari en ekki eitthvað annað
Það var svakalega gaman að sjá framan í nafna eftir langan tíma, við höfum ekki verið nógu duglegir að viðhalda vinskapnum en kannski bætum við bara úr því héðan í frá, væri gaman að kíkja í eins og eina Þýskalandsheimsókn við tækifæri.
Að öðru.
Við erum búin að velta skólamálum Erian fyrir okkur fram og til baka, það er kominn tími á að hún mennti sig og hún hefur tekið þá ákvörðun að læra snyrtifræði.
Erian sótti um í skóla í Kópavogi, Snyrtiakademíunni en fékk afsvar, fær ekki skólavist nema taka eitt ár í fjölbraut fyrst. Þótti henni þetta súrt í broti enda er málið að þeir í akademíunni vilja að hún taki áfanga í íslensku, stærðfræði og eitthvað sem kallast Lol (lífefna og lífeðlisfræði held ég það heiti), auk annarra greina, nám upp á eitt ár.
Því fór mín kona á stúfana og lá beinast við athuga slíkt nám í Danmörku. Í stuttu máli þá gerðust hlutir mjög hratt, hún sendi fyrirspurn á skóla í Köben sem heitir CIDESCO sem er viðurkenndur á alþjóðavísu og þykir bara nokkuð gott að hafa próf frá þeim í þessum geira. Nokkrum dögum eftir að hafa sett sig í samband við skólann kom bara boð um viðtal, hvort hún gæti skroppið til Köben og kíkt á skólann og snakkað aðeins við þá þarna. Hún dreif sig bara strax af stað og er nýlega komin úr stuttri Köbenreisu.
Hún heim með pappíra upp á að henni hefði verið boðin skólavist, einungis beðið eftir því að hún greiddi part af skólagjöldum til staðfestingar.
Nú hefur hún gert það og það er ákveðið að mín kona fer í CIDESCO skólann í haust, og það bara alein því við hin ætlum að vera heima, alla vega fyrsta kastið. Við erum búin að gæla við það að fara öll núna í haust en eftir miklar vangaveltur þá urðum við ásátt um að hún færi bara ein til að byrja með, sjáum svo til með framhaldið í rólegheitum.
Fyrirvarinn er mjög stuttur og ég bara treysti mér ekki alveg strax í þessa þeytivindu sem að svona flutningur er, til þess er of lítill fyrirvari til að era hlutina skipulega og yfirvegað. Einnig tókum við í dæmið að það eru örfáir hlutir fjárhagslega sem þarf að laga aðeins til að auðveldara sé að fara af stað í flutning með hele familíen, skammtímaskuldir sem þarf að losa um því annars yrði þetta andskoti erfitt til að byrja með.
En við ætlum bara að hafa þetta opið, sjá hvernig þetta gengur, ég hef 3 mánaða uppsagnarfrest í minni vinnu þannig að það er ekkert útilokað að við förum út á einhverjum tímapunkti í vetur öll eða þá næsta sumar eftir að skóla lýkur hér.
Þetta verður auðvitað enginn dans á rósum en við látum það ganga. Við vorum lengi vel að gæla við það að hún myndi byrja seinna í náminu en Erian er tilbúin núna og sameiginlega ákváðum við að þetta væri skást núna í stöðunni.
Erian er búin að senda inn umsóknir um húsnæði á svona kollegí eins og það er kallað en þar er hægt að fá leigt fyrir rúmar 2 þúsund danskar, reyndar er hún á biðlista en vonandi gengur þetta upp bara.
Svo, við bara ímyndum okkur að hún sé farin á salt til Grænlands, 3 mánaða túr og ég er heima á meðan og gæti bús og barna
En, orðið gott að sinni,
Kveðjur bestar,
Einar Sveinn og familí
Um bloggið
Uþþuþvuzz!
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Takk fyrir kvedjuna og thessar ægilega finu myndir af mér
ligg nú hér á meltunni eftir afmælispizzurnar..já er litid betri en krakkarnir thegar kemur ad thvi ad velja i matinn sko
en svona er thad bara.
Vonandi gengur thetta plan bara upp hjá ykkur hjónakornum og Erian verdur eflaust ánægd med skólann, hentar henni eflaust vel thetta nám.
Thú spjarar thig med bú og børnin...en verdur nú eflaust ekkert eins og ad drekka vatn ad vera einstædur fadir med 4 stykki
en thid látid thetta ganga, allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi. Kemur bara út um áramót
thá getum vid farid ad hafa fjølskyldugrill eda whatnot
hafid thad gott alles, knus á familiuna thina og audvitad Lólu líka
María Guðmundsdóttir, 11.7.2008 kl. 17:34
Já, áramót sándar ágætlega, við alla vega gerum bara það sem okkur þykir henta best fyrir alla aðilia í familíunni hverju sinni, í bili er það svona en allt er opið með framhaldið, þetta eru jú 18 mánuðir í allt og það er ekki á dagskrá að vera aðskilin allan þann tíma i það minnsta.
Einar Sveinn 11.7.2008 kl. 17:57
Takk fyrir bloggið. Já vonandi gengur þetta bara vel hjá ykkur,bara góðar óskir frá okkur Jóhönnu. Látið bara tímann vinna með ykkur eins og gamla sagði svo oft. Bestu kveðjur úr rigningunni í Njarðvík.
pabbi 12.7.2008 kl. 12:58
hæ svenni minn flott hjá erien að fara í skólan ef þú þarft að hjálp að halda þá er ég hér ástar kveðjur til þín ella maja
ella maja 13.7.2008 kl. 18:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.