Miðvikudagur, 16. júlí 2008
Góða veðrið
Þessi mynd var reyndar tekin í júní en veðrið undanfarið hefur verið frábært, reyndar einhverjir rigningardagar en það var nú nauðsynlegt að fá smá rigningu.
Krakkarnir eru alla vega búnir að vera duglegir að vera úti, strákarnir mikið í tennis en stelpurnar leika sér nú mikið saman, eru með dúkkurnar sínar úti og svo er Alexandra duglega að hjóla og Elísa hjólar með á litla þríhjólinu sínu.
Meira að segja Elmar Ingi hjólar nú eins og vitlaus maður, hann hefur hingað til lítið vilja koma nálægt hjólreiðum en nú er hann kominn á bragðið og alltaf úti að hjóla.
Annars er bara frekar rólegt á þessu heimili. Fer út með hundinn tvisvar á dag, stundum niður í fjöru og þá er sko fjör hjá tíkinni, hljóp út í sjó um daginn og synti eins og selur.
Erian er byrjuð að undirbúa skólaævintýrið í Köben, búin að sækja um námslán og borga staðfestingargjald í skólann. Nú er bara verið að leita að herbergi til leigu, hún getur jafnvel fengið herbergi til bráðabirgða á þessu gistiheimili hér http://www.lavilla.dk/, eigum enn eftir að heyra aftur frá konunni sem rekur þetta uppá að vita hvað hún vill leigja herbergið á. En þetta yrði til bráðabirgða á meðan Erian finnur sér varanlegt húsnæði, t.d. á einhverju kollegíinu.
Aðeins að fótbolta. Skagamenn halda áfram að spila eins og fáráðlingar, endalaus varnarkerfi sem Guðjón Þórðar stillir uppí, jafnvel gegn minni spámönnum eins og Grindjánavík er lagt upp með 5 í vörn. En ekki vinnast leikir og staðan orðin erfið og einhver skítamórall í kringum þetta allt. Ég er eiginlega kominn á þá skoðun að tími Guðjóns hafi verið liðinn fyrir löngu, jafnvel fyrir nokkrum árum og mistök að fá hann aftur; eðlilegra og skemmtilegra hefði verið að leyfa boltatvíbbunum Arnari og Bjarka að halda áfram með eftir árangur þeirra síðla sumars 2006, þá gerði liðið góða hluti og spilaði skemmtilegan bolta undir stjórn tvíbbana.
Reynismenn í Sandgerði eru líka mitt lið og ekki er hærra risið á þeim en á mínum mönnum á Skaganum. Ég botna ekki í þessum þjálfara sem þar er, hvernig hann stillir upp sínu liði og eitthvað eru menn farnir að ókyrrast vegna gengi liðsins. í gær tapaðist leikur gegn ÍR, samt spilaði liðið miklu betur en í síðasta leik sem ég sá gegn Gróttu.
Í gær óðu Reynismenn í færum en fóru illa að ráði sínu og í stöðunni 1-1 gáfu þeir hreinlega tvær vítaspyrnur með nokkurra mínútna millibili, sami maður að brjóta mjög klaufalega af sér eftir klafs í teig úr hornspyrnu. Áhorfendur voru reyndar flestir á að þetta hefðu ekki verið víti, hvorugt en blákalt þá held ég að dómarinn hafi bara haft rétt fyrir sér.
Einn fyrrum Reynismaður, Hafsteinn nokkur Helgason, sagði mér í gær að 2 leikmenn sem oftast væru í byrjunarliði hefðu ekki náð á bekkinn í þessum leik, þetta voru þeir Stefán Arnarson og Óli Ívar, báðir góðir og traustir leikmenn. Hafsteinn sagði ástæðu þjálfarans vera, eða svo heyrði hann, að þessir menn hefðu verið eitthvað slakir í upphitun í leiknum þar á undan, ekki tekið hana nógu alvarlega og því væri þeim refsað með þessum hætti. Mikið dómadags rugl, sjaldan heyrt fáránlegri ástæðu fyrir því að menn væru settir út úr liði og bara út úr hóp.
Hvað um það, Reynismenn í botnbaráttu og verða að fara að hala inn stig, sjáum hvað setur á föstudag, þá er næsti leikur og það á heimavelli, ætli maður kíki ekki aðeins á það, alltaf gaman að fara á völlinn.
Blíðu kveðjur af Suðurnesjum,
Um bloggið
Uþþuþvuzz!
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Alltaf gaman að kikja við hjá ykkur hérna, sendu Erian góðar skólaóskir frá okkur og gangi þetta allt vel hjá ykkur.
Baráttukveðjur (i fótboltan)
Kramar Þórunn
Þórunn Erlingsdóttir Larsson 16.7.2008 kl. 19:25
gott ad einhverjir fá blíduna...ekki er hún hér svo eins gott ad thad séud thid
En já,ekki er gangur i Reynismønnum né Skagamønnum, fruss bara..eins og væntingarnar voru miklar fyrir bædi lid...tala nú ekki um Skagann med Gauja Thórdar vid stjórnvølinn...en já,kannski er hann bara ad verda útbrunninn kallinn,hver veit.
Hafid thad gott Gardbúar og njótid sumars
knus og krammar hédan frá Dk.
María Guðmundsdóttir, 17.7.2008 kl. 19:11
Takk fyrir bloggið elskulegur.Já veðrið leikur við ykkur en á gætt veður hérna á Seyðis í dag.Já ekki björgulegt í boltanum hjá Skaganum og Reynir. Gott að krakkarnir una sér úti í góða veðrinu. En bestu kveðjur héðan,erum á leiðinni út í Skálanes.
pabbi 19.7.2008 kl. 14:02
Hæ minn kæri.Mikið er gott að krökkunum kemur svona vel saman og dugleg að leika sér. 'eg er nú ekkert inn í fótboltanum,en veit þó að Skagamönnum gengur ekki vel,kanski er Guðjón búin á því eftir öll þessi ár.Annars bara kvitt kvitt.Bestu kveðjur í kotið,Bæ bæ.
mamma 20.7.2008 kl. 08:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.