Sunnudagur, 20. júlí 2008
Sunnudagur til sælu!?
Það hefur verið frekar rólegt hér á bæ um helgina, sólríkt þangað til í dag en fremur kalt samt nema í góðu skjóli.
Fórum smá rúnt í gær öll fjölskyldan og Lóla með auðvitað. Keyrðum fyrst inn í Keflavík og keyptum okkur ís með dýfu en ókum svo sem leið lá í átt að Sandgerði og stoppuðum aðeins í Rockville þar sem menn og hundur fengu sér frískt loft.
Já, það var frekar napurt þarna á heiðinni svo við stoppuðum stutt og drifum okkur í hlýjuna í bílnum.
Síðan fórum við aðeins út á Hvalsnes en þar er fallegt um að litast og gott útsýni til allra átta. Áður en heim var haldið keyrðum við aðeins um Sandgerðisbæ og við hjónin erum sammála um að bærinn sé betur skipulagður en Garðurinn og fallegri ef hægt er að tala um fallegt þegar þessir staðir eru annars vegar! Alla vega eru fiskverkunarstöðvar Sandgerðinga allar á einum og sama stað í bænum eða við höfnina og þar í grennd.
Hér í Garði liggja þessar verksmiðjur eins og hráviði um allan bæ eins og sumir vita af eldri skrifum hér, tjaldað umhverfis bæinn öllum til ama, leiðinda og óyndisþefs.
Við höfum verið laus við skítalyktina síðan á vordögum enda Baldvin Njálsson búinn að rífa niður sína skreið. En viti menn, við Erian fórum í göngutúr með Lólu í dag í niðurdrepandi veðri, sunnan eða suðvestan strekkingur og dimmt yfir öllu, hálfgert þunglyndisveður og fór að rigna á okkur á heimleiðinni. Og einmitt á leiðinn heim með vindinn í fangið barst þessi líka ferlega skítalykt að vitum okkar; veit ekki hvort helv.. hann Baldvin er aftur kominn með skreið á hjallana en óþefurinn var ferlegur.
Í vor skrifaði ég bæjarstjóra bréf útaf þessu og fékk aldrei nein svör en í pirringi mínum setti ég saman þessa ferskeytlu hér, minnir að ég hafi nú ekki sett hana hér áður:
Baldvin Njálsson aftur er
úldinn fisk að verka,
leggur yfir skaga og sker
skítafýlu sterka.
Já, det er dejligt í Garður, furða mig á því að maður skuli velja sér svona stað til að búa á og í sannleika sagt þá sé ég okkur nú ekki skjóta rótum hér.
Annars allir í góðum gír hér, afmæli hjá Elísu á þriðjudag, verður 5 ára daman og hlakkar mikið til. Blogga kannski aftur þá í tilefni dagsins en þangað til, góðar stundir og kveðjur bestar.
Um bloggið
Uþþuþvuzz!
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já skitafylan er ekki sú skemmtilegasta fylan, vonandi á þetta eftir að batna. Góðar sumarkveðjur frá sumarvinnandi nema i skólafrii. Kramar frá Þórunni.
Þórunn Erlingsdóttir Larsson 20.7.2008 kl. 20:26
ja madur getur tholad ýmislegt...en ad skýtafýlan liggi yfir bænum lon og don...onei...ekki fólki bjódandi bara. ég man vid vorum stundum ad gantast med hvort thessi fýla væri úr Gardi eda Sandó...hehe...en held thad liggi nú ljóst fyrir...
En vid heyrumst á morgun, pakkinn fer i póst i dag svo hann nær vist ekki á réttum tima en svona er thad...minns ekki alltaf med allt á nógu gódum fyrirvara...en hann kemur ad lokum og vonandi verdur hún bara glød med innihaldid. En hringi auddad á morgun knus og krammar á linuna hédan frá Harlevinu
María Guðmundsdóttir, 21.7.2008 kl. 07:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.