Sunnudagur, 3. ágúst 2008
Verslunarmannahelgi
3.ágúst í dag, sunnudagur og rólegt hér á bæ að vanda.
Við fórum ekkert þessa verslunarmannahelgi fremur en áður, höfum aldrei lagst í ferðalög þessa helgi, einhvern veginn með þá tilfinningu að þetta sé ein versta helgi ársins til að vera á ferðinni, er meira fyrir rólegheitin en ys og þys eins og er á svona helgi.
Við gerðum heiðarlega tilraun til að tjalda í garðinum okkar á föstudaginn en eftir klukkutíma puð þá bara pökkuðum við draslinu saman og gáfumst upp. Þetta bara vildi ekki gera sig, við erum svo sem ekki vanir tjaldarar en einhvern veginn fannst okkur að það vantaði einn fullorðinn í viðbót til að græja þetta,helst einhvern sem hefur vit á svona í þokkabót!
í gær örkuðum við svo í IKEA, nýja verslun í Hafnarfirði, eða er það Garðabær, hef bara ekki hugmynd hvort er!?
Þetta var bara eins og að vera kominn í IKEA í Aarhus, alveg nákvæmlega eins bygging, sama teikning og alles. Við vorum að leita okkur að fataskáp því það eru engir fataskápar í höllinni. Fundum eitt kvikindi sem okkur leist á en reyndar eru hurðarnar á þetta ferlíki ekki til í augnablikinu svo við þurftum að láta panta þær fyrir okkur. Fáum sem sé skápinn sendan fyrst í næstu viku en hurðarnar seinna, sækjum þær þá bara þegar þar að kemur. Verður nú lúxus að geta sett fötin í almennilega fataskáp, alger munaður.
Í dag er svona hefðbundinn sunnudagur. Frænka Erian frá Filippseyjum er að koma um miðjan dag, er sú að fara að vinna á Heilsugæslu Suðurnesja sem hjúkka. Við erum búin að dunda okkur við að fara með drasl fyrir hana í íbúðina sem hún fékk á vellinum, lítil stúdíóíbúð í einni hermannablokkinni.
Erian búin að panta flugið til Köben, fer laugardaginn 30.ágúst svo það styttist í þessu. Sjálfur byrja ég að vinna 15.ágúst sem reyndar er föstudagur svo maður byrjar á einum degi og svo helgarfrí, ekki slæmt það.
Jæja, læt þetta duga að sinni, vona að allir séu í stuði á þessari mestu sukkhelgi ársins, liggur við að annar hver maður á klakanum sé að búsa og er það svo sem í fínu lagi, ef fólk bara fer vel með veigarnar.
Kveðjur bestar
Um bloggið
Uþþuþvuzz!
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já IKEA stendur alltaf fyrir sinu með góðu drasli á góðu verði.
Núna fer að styttast i skólana. Krakkarnir byrja 20/8 og ég 25/8, hlakkar bara til, er búin að vera vinna i nærri allt sumar, svo það verður gott að komast i bækurnar aftur.
Engin verslunarmannahelg hérna, við höfum sukkarahelgar eins og Valborgsmessoafton(30 april) og miðsumarhelgina.
Njótið vel af það sem er eftir af friinu. Kramar Þórunn
Þórunn Erlingsdóttir Larsson 4.8.2008 kl. 06:30
hahahahaha...oh hvad ég kannast vid thetta med tjaldid en thad er lausn..og thad er ekki einn fullordinn i vidbót...segi thér thad bara seinna i simann....
En já, rólegheitasunnudagur var thad nú ekki hjá mér..í vinnunni i átta timana..en fint nok..er nú i fríi í dag og hér byrja krakkarnir i skólanum næsta mánudag..læt vera gledina hjá theim yfir thvi verdur erfitt ad byrja á rútínunni aftur fyrir bædi thau og Neville lika.
En bestu kvedjur i Gardinn..hafid thad sem best..knus og krammar hédan
María Guðmundsdóttir, 4.8.2008 kl. 06:59
Já Þórunn, Ikea klikkar ekki, gott DRASL á góðu verði En, bara njóttu bókanna, það jafnast ekkert á við góða bók.
Hvað segirðu María, eru krakkarnir ekki yfirspenntir að byrja aftur í skólanum?! En með tjaldið, hvernig í djöflinum á mann svo að koma þessu helv í pokann aftur, er fullflókið allt saman fyrir minn steikta haus, en bíð spenntur eftir leiðbeiningunum í símann.
Einar Sveinn 4.8.2008 kl. 10:05
Blessuð og sæl.Til hamingju með nýja tjaldið,vonandi gengur bara betur næst,þegar systir er búin að segja þér leyndarmálið með tjaldið. Kveðjur í bæinn.Bæ bæ.
mamma 4.8.2008 kl. 14:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.