Laugardagur, 23. ágúst 2008
Loksins nokkrar línur héðan....
Þá er sumarið búið, eða svo gott sem, skólarnir búnir að opna sínar stofur og allt að komast í eðlilegt horf eftir sumarfrí.
Kannski er það svo að enginn nennir að kikka við á þessari síðu lengur þar sem óhóflega langt er á milli blogga en ég hef reyndar ærna ástæðu fyrir bloggletinni. Þannig er málum á þessari tölvu háttað að ég er með þráðlaust lyklaborð og mús og ég get svarið það að lyklaborðið er að gera mig snældu vitlausan. Skiptir engu hvort ég er nýbúinn að skipta um batterí á þessu drasli það er alltaf þannig að maður þarf að svoleiðis berja á þetta til að fá út úr þessu einhverja stafi á skjáinn. Sem sagt, er að spá í að kaupa mér bara gamaldags lyklaborð bráðlega sem er ekkert þráðlaust dóterí, nenni bara ekki að vera með svona djönk.
Þann 21.ágúst hefði amma Magga orðið níræð og í tilefni þess örkuðum við Einar Valur, pabbi og Jóhanna uppá Skaga og settum niður nýjan legstein á leiði afa og ömmu. Heiðurinn af þessu á Jóhanna sem sá til þess að legsteinn var keyptur og settur í staðinn fyrir gamla krossinn. Veðrið var nú ekki það besta, rigndi töluvert á okkur en enginn er verri þó hann vökni eða hvað?!
Enn rignir. Fór á völlinn í dag, Reynir gegn Egilsstaðabúum og ég verð að viðurkenna að ég fór heim löngu áður en flautað var til leiksloka þar eð ég var orðinn rennblautur,kaldur og illa haldinn eftir að hafa staðið þarna í einn og hálfan tíma. Staðan var jöfn 2-2 þegar ég lét mig hverfa og 20 mín eftir; Reynismenn léku þá á móti hvössum vindi og regnið barði á þeim líka og þar að auki höfðu þeir ekki komist út úr eigin vítateig allan hálfleikinn. Ég sá fram á að Hattarmenn myndu nú örugglega setja fleiri á Reynismenn miðað við veður og því best að drífa sig heim í þurr og hlý föt. En viti menn, eins og þruma úr langt í frá heiðskýru lofti komust Reynismenn loks út úr eigin vítateig þegar 5 mín voru eftir og skoruðu sigurmarkið, en ég missti auðvitað af því og var það bara hið besta mál, gríðar mikilvægur sigur hjá Reyni sem eru að berjast við að halda sér í deildinni.
Nenni nú ekki að blogga nein ósköp um handboltann, það er allt á hvolfi hér á landi og rúmlega það og er það bara hið besta mál. Maður verður snemma á fótum á sunnudagsmorgni og mikið djö.. væri það ljúft að landa bara gullinu, fyrstir Íslendinga til að vinna ól-gull. Vonum það besta, strákarnir eiga alveg eins að geta unnið Fransmenn eins og alla hina, því ekki?
Að lokum þetta. Erian fer eftir viku og það eru blendnar tilfinningar í gangi með það. Við erum að skoða möguleikann á að sameina familíuna í Dk um áramótin, eigum alveg möguleika á að sækja um makalán hjá LÍN frá áramótum. Ég vonast til að geta farið í stutta heimsókn til Erian í Köben í lok október en þá er löng helgi í skólanum hjá mér. Svo eru líkur á að ég mæti í viðtal í skóla þar í borg sem heitir Copenhagen international school, og þá til viðtals vegna hugsanlegs starfs þar. Þeir auglýstu í vor eftir aðstoðarkennurum og boðuðum mig til viðtals 13.ágúst síðastliðinn. Það voru allt tímasetningar sem ekki hentuðu mér en þeir vilja fá mig í viðtal ef ég er á ferðinni, þá er það frá ef ske kynni að aftur losnaði starf þarna. Sjáum hvað setur, það er ekkert voða sniðugt að vera aðskilin í of langan tíma, sé það fyrir mér að þetta þolist nú fram til áramóta en eftir það yrði það strembið fyrir alla aðila.
En nú nenni ég ekki að skrifa meira á þessu bjévaða lyklaborði, ég er alveg að verða vitlaus á að henda þessu hérna inn og ekki smuga að ég nenni að lesa þetta yfir til að leiðrétta stafsetningar og innsláttarvillur og hana nú, sagði hænan.
Kveðjur bestar úr rigningunni.
Um bloggið
Uþþuþvuzz!
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
já blessadur fardu og fjárfestu i nýju lyklabordi thetta gengur ekki..engar fréttir i fleiri vikur.
Fallegur legsteinninn hjá ømmu og afa og fallega gert af Jóhønnu ad standa fyrir thessu.
Vonandi gengur thetta bara upp med sameininguna um áramót,okkur thætti thad nú ekkert leidinlegt hérna megin ad fá ykkur øll yfir aftur bara en hafid thad gott Gardbúar, knus og kram á ykkur.
María Guðmundsdóttir, 23.8.2008 kl. 21:02
Takk fyrir bloggið og ferðina á Skagann. Var bara góð þótt hann rigndi svolítið. Vonum að þetta fari allt á besta veg hjá ykkur varðandi DK. Gott hjá Reyni að sigra í dag,en verra að Leeds náði bara jöfnu. Bestu kveðjur úr Njarðvík og áfram ÍSLAND.
pabbi 23.8.2008 kl. 21:18
Hæ kaera fjølskylda og takk fyrir sidast.Her høfum vid tad fint i rigningunni. Hlakka til ad sja ykkur aftur.Bestu kvedjur,mamma.
mamma 24.8.2008 kl. 07:44
Loksins segi ég, búin að biða eftir fréttum. Þetta litur allt vel út fyrirfjölskyldu ykkar og á eftir að ganga vel, þið eruð dugleg, bara halda út. Og i þessu eru islendingar komnir með OS silvur og var þetta bara frábært hjá þeim. Bið spennt eftir næsta bloggi.
Kramar Þórunn
Þórunn Erlingsdóttir Larsson 24.8.2008 kl. 17:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.