Föstudagur, 29. ágúst 2008
Klukk-vesen
Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina:
- Sementsverksmiðjan á Akranesi
- ÁTVR-lager á Stuðlahálsi
- Vopnafjarðarskóli
- Grunnskólinn í Sandgerði
Það var svakalega gaman að vinna í Sementinu, fín vinna á vöktum en ég hef hangið lengst á þessu í Sandgerði, búinn að vera þar nær sleitulaust síðan 96.
Fjórar bíómyndir sem ég held upp á
- Star wars trílógían, gömlu myndirnar.
- The fugitive með Harrison Ford
- End of days með Swarzenegger
- Who´s Harry Crumb með John Candy
þetta eru alla vega myndir sem ég get horft á oftar en einu sinni en ég var bara með þessar í huganum, er að gleyma auðvitað fullt af frábærum myndum, þetta er svo mikið sem maður hefur séð.
Fjórir staðir sem ég hef búið á
- Seyðisfjörður
- Akranes
- Sandgerði
- Garður
Akranes stendur uppúr í minningunni en það var líka frábært að búa á Seyðis sem krakki.
Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar
- Roots
- Cheers
- House
- Frasier
Allt frábærir þættir, Roots fjölluðu um Kunta Kinte sem var hnepptur í þrældóm ef einhver man ekki eftir þessum frábæru þáttum.
Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum
- Svíþjóð
- Leeds á Englandi
- Finnland
- Danmörk
Allt frábærir staðir en Finnland kom rosalega á óvart og ég mæli með Helsinki fyrir þá sem myndu aldrei láta sér detta í hug að kikka þangað, svaka flott borg.
Fjórar síður sem ég skoða daglega fyrir utan blogg- mbl.is
- 245.is
- newsnow.co.uk
- fotbolti.net
Fernt sem ég held uppá í mat
- reyktur lambahryggur
- hangikjöt
- steiktur fiskur
- fiskibollur heimagerðar eins og amma Magga gerði þær
Hér í eina tíð voru pulsur/pylsur mitt uppáhald, fékk ekkert nema pulsur hjá ömmu Ellu ef ég bara bað um það!!!!
Fjórar bækur sem ég hef lesið oftar en einu sinni
- Þar sem Djöflaeyjan rís
- Jónas Hallgrímsson ævisaga
- Gísla saga Súrssonar
- Híbýli vindanna
ég les auðvitað Gísla sögu og Djöflaeyjuna með krökkunum í skólanum, aðrar sem ég les á hverju ári með þeim eru t.d. Laxdæla saga, Englar alheimsins, Gauragangur og Kjalnesinga saga. Allt eru þetta frábærar sögur.
Þekki eiginlega enga bloggara en skora á Sissú að koma með þetta á sinni síðu, koma svo Sissú, þér finnst svona svo skemmtilegt
Um bloggið
Uþþuþvuzz!
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
En vonandi hafid thid thad sem best i Gardinum, knus á ykkur øll hédan
María Guðmundsdóttir, 29.8.2008 kl. 17:33
biddu, biddu...hvar er ´grillað kjúlla´ala Erian hér?!
María Erian Guðmundsdóttir, 30.8.2008 kl. 09:30
Já Einar Sveinn ég bara elska svona
eða ekki. En ég geri þetta á miðvikudaginn, læt ekki mitt eftir liggja. Kveðja á ykkur Sissú
Sissú 31.8.2008 kl. 21:46
Hva...er ekki að fara og blogga meira?
Skrítinn hvað sumir nenna ekki að kvitta hér hjá þér
.
Ég elska þig og við heyrumst á morgun...sofðu vel
María Erian Guðmundsdóttir, 3.9.2008 kl. 22:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.