Föstudagur, 29. ágúst 2008
Klukk-vesen
Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina:
- Sementsverksmiðjan á Akranesi
- ÁTVR-lager á Stuðlahálsi
- Vopnafjarðarskóli
- Grunnskólinn í Sandgerði
Það var svakalega gaman að vinna í Sementinu, fín vinna á vöktum en ég hef hangið lengst á þessu í Sandgerði, búinn að vera þar nær sleitulaust síðan 96.
Fjórar bíómyndir sem ég held upp á
- Star wars trílógían, gömlu myndirnar.
- The fugitive með Harrison Ford
- End of days með Swarzenegger
- Who´s Harry Crumb með John Candy
þetta eru alla vega myndir sem ég get horft á oftar en einu sinni en ég var bara með þessar í huganum, er að gleyma auðvitað fullt af frábærum myndum, þetta er svo mikið sem maður hefur séð.
Fjórir staðir sem ég hef búið á
- Seyðisfjörður
- Akranes
- Sandgerði
- Garður
Akranes stendur uppúr í minningunni en það var líka frábært að búa á Seyðis sem krakki.
Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar
- Roots
- Cheers
- House
- Frasier
Allt frábærir þættir, Roots fjölluðu um Kunta Kinte sem var hnepptur í þrældóm ef einhver man ekki eftir þessum frábæru þáttum.
Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum
- Svíþjóð
- Leeds á Englandi
- Finnland
- Danmörk
Allt frábærir staðir en Finnland kom rosalega á óvart og ég mæli með Helsinki fyrir þá sem myndu aldrei láta sér detta í hug að kikka þangað, svaka flott borg.
Fjórar síður sem ég skoða daglega fyrir utan blogg- mbl.is
- 245.is
- newsnow.co.uk
- fotbolti.net
Fernt sem ég held uppá í mat
- reyktur lambahryggur
- hangikjöt
- steiktur fiskur
- fiskibollur heimagerðar eins og amma Magga gerði þær
Hér í eina tíð voru pulsur/pylsur mitt uppáhald, fékk ekkert nema pulsur hjá ömmu Ellu ef ég bara bað um það!!!!
Fjórar bækur sem ég hef lesið oftar en einu sinni
- Þar sem Djöflaeyjan rís
- Jónas Hallgrímsson ævisaga
- Gísla saga Súrssonar
- Híbýli vindanna
ég les auðvitað Gísla sögu og Djöflaeyjuna með krökkunum í skólanum, aðrar sem ég les á hverju ári með þeim eru t.d. Laxdæla saga, Englar alheimsins, Gauragangur og Kjalnesinga saga. Allt eru þetta frábærar sögur.
Þekki eiginlega enga bloggara en skora á Sissú að koma með þetta á sinni síðu, koma svo Sissú, þér finnst svona svo skemmtilegt
Um bloggið
Uþþuþvuzz!
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
nei ødruvísi mér ádur brá haldidi ekki ad hann hafi svarad "klukkinu"... sko til, thetta er ekki svo leidinlegt bara gaman ad thessu, sjá hvad fólk hefur misjafnan smekk og sonna.
En vonandi hafid thid thad sem best i Gardinum, knus á ykkur øll hédan
María Guðmundsdóttir, 29.8.2008 kl. 17:33
biddu, biddu...hvar er ´grillað kjúlla´ala Erian hér?!
María Erian Guðmundsdóttir, 30.8.2008 kl. 09:30
Já Einar Sveinn ég bara elska svona eða ekki. En ég geri þetta á miðvikudaginn, læt ekki mitt eftir liggja. Kveðja á ykkur Sissú
Sissú 31.8.2008 kl. 21:46
Hva...er ekki að fara og blogga meira?
Skrítinn hvað sumir nenna ekki að kvitta hér hjá þér .
Ég elska þig og við heyrumst á morgun...sofðu vel
María Erian Guðmundsdóttir, 3.9.2008 kl. 22:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.