Nennissuiggi

Já, ég er eiginlega ekki að nenna þessu bloggi, ekki í bili alla vega, ég spjalla jú við þessa 4 sem lesa bloggið nánast daglega á einn eða annan hátt.

Málið er nú líka að dagurinn er yfirleitt einhvern veginn svona hjá mér eftir að Erian fór út.

Vakna um hálf sjö, viðra hundinn, láta tíkina pissa og kúka.  Laga kaffi, legg á borð fyrir krakkana, ræsi með harðri hendi, sjá um að allir pissi, tannbursti og klæði sig. 

Les Fréttablaðið á toilettinu, græja sund og íþróttapoka, tek til nesti og út í bíl með allt heila klabbi og skúbba krökkunum svo í skóla og leikskóla.

Vinna til 4, yfirleitt, þar sem maður argast í annarra manna misskemmtilegum börnum.

Sæki Elísu á leikskóla, viðra hundinn, tek jafnvel stuttan göngutúr með tíkina, ef ég nenni og veður leyfir.

Matarstand, elda og leggja á borð, setja liðið í bað, reka í rúm um 9 og lesa í sögubókinni.

Loksins um hálf tíu er friður og ró og maður hefur alveg rúman klukkutíma útaf fyrir sig og þá bara nenni ég ekki að blogga, lái mér hver sem vill.

Lauma kannski inn helgarbloggi eina og eina helgi ef svo ólíklega vildi til að ég væri í stuði, en ef ekki þá bara spjöllumst við á msn eða hringjum.

Bestu kveðjur og takk til þeirra sem nennt hafa að kikka við,

Einar Sveinn, yfir og út.

Ps, Erian, ég elska þig, sakna þín robboslega mikið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: María Guðmundsdóttir

skiljanlega mikid ad gera á stóru heimili ,en skilyrdislaust ad setja helgarblogg thad fylgir bara og alveg sama thótt madur spjallist á msn og sima,thad er ekki thad sama einhvernveginn.

En hafid thad gott og vonandi nærdu ad hvíla thig um helgina

María Guðmundsdóttir, 6.9.2008 kl. 05:52

2 identicon

Takk fyrir bloggið og komuna í dag. Næ því ekki hvernig þú kemst yfir þetta allt sem þú þarft að sinna. En bara bestu óskir og kveðjur úr Njarðvíkinni

pabbi 6.9.2008 kl. 23:49

3 Smámynd: María Erian Guðmundsdóttir

Hæ beib, eg skil rosalega vel að þú hefur ekki mikin tima til að blogga reglulega. En það sem þú skrifar næst verður vel metið . Þú ert rosa duglegur og mundu hvað ég sagði við þig  dag..."positive in...negative out."

Ég elska þig, beib

María Erian Guðmundsdóttir, 7.9.2008 kl. 09:37

4 identicon

Þú átt að eyða tima þinum i börnin og sjálfan þig. Þú hefur þetta af og færð svo hamingjusama konu sem hefur rætt drauma sina með þinni hjálð, géri aðrir betur. Kramar.

Þórunn Erlingsdóttir Larsson 7.9.2008 kl. 19:50

5 identicon

Les tegar tu skrifar um helgina tá Haltu áfram med dugnatin, tu ert nu bara godur pabbi

Godar kvedjur Ella HJ

Elin Erlingsdottir 9.9.2008 kl. 10:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Uþþuþvuzz!

Höfundur

Einar Sveinn Guðmundsson
Einar Sveinn Guðmundsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • golf og grill með kennurum 033
  • 101_0132
  • 17.júní 2004
  • 17.júní 2004
  • 562284 473572602656489 100000112607813 2014421 611042547 n

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband