Lofaði Erian að blogga!

Ég lofaði Erian að blogga smá eftir helgina, hún var jú hjá okkur þessa helgi en flaug úr hreiðrinu aftur á mánudaginn og er hennar afar sárt saknað.

En helgin var frábær og við vorum bara eins og ástfangnir unglingar hérna, say no more...hjónin á ströndinni með hundinn

Það var á þriðjudagskvöld að mig minnir að við vorum að spjalla á netinu og ég var eitthvað í bríaríi að kikka á icelandair og viti menn, fann þar bara ódýra ferð fyrir elskuna mína heim um helgina.

Krakkarnir fengu ekkert að vita, Erian lenti um miðnætti á föstudag svo börnin vöknuðu bara upp við það á laugardagsmorgni að mamma væri komin heim.  Svipurinn á þeim var óborganlegur, þau áttu ekki orð og trúðu ekki sínum eigin augum, Elísa gat bara stunið upp "mamma", "mamma".

Við höfðum það svakalega kósí hérna fram á mánudag, boðið uppá lambalæri á laugardegi og ýsu á sunnudeginum, svo það var veisla.

Eins og ég sagði þá nutum við hjónin þess vel að vera saman og við finnum svo vel hvað þetta er ekki óskastaða að vera svona aðskilin, hvorki fyrir okkur hvað þá börnin.  Svo nú er bara undirbúningur að hefjast í þá veru að sameinast í janúar, ég þarf að selja eitt og annað af húsgögnum og losna við hitt og þetta auk þess þarf ég víst að rífa allt af baðherberginu og henda því og skipta um allt.  Hér er nebblega raki á baðinu, ónýtar flísar og listar með baðkari og allt á kafi í vatni þarna undir baðkarinu og komin stæk fúkkalykt.  Svo nú er bara að bretta upp ermar, sækja um makalán hjá lín, græja baðherbergið og selja búslóðina, eða mest af henni alla vega, setja á 2 bretti eða svo, finna íbúð í Köben, segja upp vinnunni og svo bara auf wiedersehen thank you very much!

Svo ef ykkur vantar eitthvað til heimilisins, eða 7 manna bíl þá bara vera í bandi, fáið þetta á spott prís hjá mérTounge

En frábær helgi að baki og hversdagurinn heilsar með þvílíku skítaveðri að ma ma ma bara áttar sig ekki á þessu.  24 dagar þar til Erian kemur aftur og þá verður lengra stopp, alveg heilir 9 dagar og maður er farinn að telja niður.

Við söknum þín ástin mín, hlökkum til að sjá þig 10. okt.

Kveðjur bestar,

Einar Sveinn og ungarnir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: María Guðmundsdóttir

 kósý kósý. Gaman ad thid fengud svona notalega helgi øll saman. Verdur nóg ad gera hjá thér ad græja det hele hédan i frá og framad áramótum,en thú reddar thvi,enda eflaust spenntur ad sameina fjølskylduna Gangi thér vel i thessu øllu og vonandi verdur timinn fljótur ad lida bara framad oktober. Knus og krammar frá Harlevinu

María Guðmundsdóttir, 17.9.2008 kl. 06:25

2 identicon

Æðislegt að géta gert svona surprise fyrir liðið. Þið eruð svo dugleg og bara æði að fá að upplifa ástina að nyju. Njótið þess vel. Margir kramar frá Þórunni

Þórunn Erlingsdóttir Larsson 17.9.2008 kl. 08:14

3 identicon

Takk fyrir bloggið.

Mahal kita.

Erian 18.9.2008 kl. 20:37

4 identicon

Takk fyrir bloggið. Bara frábært að Erian skyldi koma svona óvænt í heimsókn og þið áttuð góða daga saman flölskyldan. En bara gangi ykkur allt í haginn með bestu óskum úr Njarðvík.

Pabbi 19.9.2008 kl. 23:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Uþþuþvuzz!

Höfundur

Einar Sveinn Guðmundsson
Einar Sveinn Guðmundsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • golf og grill með kennurum 033
  • 101_0132
  • 17.júní 2004
  • 17.júní 2004
  • 562284 473572602656489 100000112607813 2014421 611042547 n

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband