Sunnudagur-mér leiðist

Sunnudagur til sælu sagði einhver en ég get ekki að því gert að ég er farinn að bíða bara eftir vinnuvikunni. 

Já, það er nú þannig að þá líður tíminn hratt því í vinnunni er nóg að gera og maður kemur heim útúrtaugaður og hálf geðveikur og þá er nú gott að eiga yndisleg og róleg börn heima sem eru eins og hugur manns.

Helgarnar eru eitthvað svo tómlegar þegar Erian er ekki hér, ég bara nýt þess ekki að vera í helgarfríi eins og þegar hún er heima en þetta venst nú örugglega eins og allt vont sem að venst. 

Það er ekki það að það er nóg að sýsla og stússast.  Krakkarnir þurfa auðvitað sína athygli og það þarf að sinna þeirra þörfum en auk þess þessa helgi þá stendur til að flytja múttu í hennar nýju híbýli hér steinsnar frá.  Svo sunnudagurinn fer að hluta í það, restina af honum eyði ég í heimanám með börnunum og kikka á einhvern fótbolta líka ef tími vinnst til, það er jú Man Jú-Chelsea í dag og það er alltaf ágætt að kíkja á þessi kúkalið.

Ég hafði í raun nóg fyrir stafni í gær líka.  Baðherbergið hjá okkur er í skralli, þar hefur lekið vatn inn á milli flísa og meðfram þéttilistum á baðkari árum saman og allt í raka þarna undir.  Ég þarf því að henda öllu út og láta laga 2 veggi hjá mér sem eru að grotna niður.  Ég byrjaði aðeins að rústa þessu niður í gær, hér er staðan á þessu í dag:

IMG_3680

Fallegt, ekki satt!  Ég hef sem sagt nóg að gera í þessu næstu daga og vikur, verð að græja þetta sem fyrst.

Svo komu hér pabbi og Jóhanna í kaffi í gær, færðu krökkunum ís sem þau voru alsæl með.

Svo var ég mjög sáttur við fótbolta helgarinnar því mínir menn í Leeds unnu 3 leikinn í röð og hafa nú ekki tapað í 7 síðustu leikjum og erum þarna alveg við toppinn, þetta verður okkar ár!

Nú Reynismenn, en ég hef alltaf sterkar taugar til þeirra þó Skaginn sé auðvitað alltaf mitt lið hér á landi, unnu ótrúlegan sigur á ÍR í lokaumferð 2.deildar og þessi sigur bjargaði Reyni frá falli í 3.deild.  Sigur Reynis enn merkilegri þar sem ÍR hafði ekki tapað leik í öllu mótinu og urðu meistarar með fáheyrðum yfirburðum, bravó Reynismenn svo bara að byggja á þessu næsta síson.

Þannig að ég ætti nú ekki að vera að kvarta, fullt að gera og helgin fljót að líða, veðrið reyndar hörmung dag eftir dag.  Erian verður komin heim áður en maður veit af, 19 dagar í að við fáum hana heim í 9 daga heimsóknHeart

En læt þetta duga að sinni, flutningarnir bíða og svo þarf ég að hreinsa flísaógeðið úr baðkarinu svo blessuð börnin fái sitt sunnudagsbað.

Kveðjur bestar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: María Guðmundsdóttir

já thetta hlýtur ad vera soldid einmanalegt,thrátt fyrir børnin fjøgur  thad er bara ekki thad sama og hafa "partnerinn" til ad eyda helginni med. Vonandi lídur tíminn bara fljótt hjá ykkur, gangi ykkur vel i flutningunum..er á leid á vøllinn med Frimanni..ætlann setji eitt i dag sem framherji?? hvur veit...voda spenntur allavega  verd med info seinna i dag,heyrumst

María Guðmundsdóttir, 21.9.2008 kl. 09:45

2 identicon

Já hver var að segja manni að lifið væri létt, Það sem ekki drepur okkur herðir okkur....já nóg er til að plokka af i þeim dúr. "Keep going" allt er betra með húmor i för. Margir kramar Þórunn

Þórunn Erlingsdóttir Larsson 21.9.2008 kl. 10:24

3 Smámynd: María Erian Guðmundsdóttir

Jiiii, ég þekkti ekki baðið. En duglegur þú , ástin, ef ég væri heima þá hjálpa ég þér...þú veist það alveg

Ég er lika farin að telja dagana...er eitthvað sem þig langar i? More BB naríur?....hehehe ( privat djók)

Kossar til ykkar

María Erian Guðmundsdóttir, 21.9.2008 kl. 11:50

4 identicon

Takk ástin mín en ég er að verða vel byrgur af BB naríum  Það er alveg nóg að fá þig heim, annað vantar mig ekki

Einar Sveinn 21.9.2008 kl. 14:55

5 identicon

kúkalid ? nei thakka thér fyrir  eina kúkalidid er Leeds

Eva :-) 22.9.2008 kl. 12:26

6 identicon

Takk fyrir bloggið . Já þetta er flott bað,en verður bara betra. Já segðu það Eva,hver er að tala um kúkalið,ehe. Já tíminn líður hratt, svo konan þín verður komin áður en þú veist. En bara bestu kveðjur úr Njarðvík og sjáumst á morgun.

Pabbi 22.9.2008 kl. 18:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Uþþuþvuzz!

Höfundur

Einar Sveinn Guðmundsson
Einar Sveinn Guðmundsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • golf og grill með kennurum 033
  • 101_0132
  • 17.júní 2004
  • 17.júní 2004
  • 562284 473572602656489 100000112607813 2014421 611042547 n

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband