Sunnudagur, 5. október 2008
Smá blogg
Sunnudagur og rétt að hripa nokkrar línur.
Úti rignir, gott að fá hana eftir snjókomuna og frostið í vikunni sem leið, en í gær var þessi brakandi blíða líka, bara sól og fuglar sungu í heiði og krakkarnir heillengi úti við í gær að leika sér.
Nú situm við hinsvegar yfir heimanámi, tekur nú fljótt af að afgreiða Elmars heimanám og Alexandra er svo sjálfstæð að hún gerir sitt bara á eigin spýtur en við Gummi þurfum að puða yfir þessu á annan klukkutíma. Nú liggur greyið kallinn yfir einhverri orðflokkagreiningu, greina orðflokk, kyn, tölu og fall og mesta furða hvað hann getur bara sjálfur í þessu.
Sjálfur er ég með feitan bunka í töskunni af stafsetningaræfingum og öðru góðgæti sem ég þarf að fara yfir, er bara engan veginn að nenna því. En, dríf mig í þetta eftir hádegi, þegar heimanámi barnanna er lokið.
Enginn smiður mættur hjá okkur enn, svo við búum við það að gera þarfir okkar í þvílíkri fúkkalykt að það liggur við að það líði yfir mann á kamrinum. Reyndar lofaði hann að koma eftir helgi og ég ætla sko rétt að vona að hann standi við það.
Nú líður að því að Erian komi til okkar í frí og við erum sko farin að hlakka til að fá hana til okkar. Stoppar alveg 10 daga og við ætlum bara að njóta þessara daga, saman sem fjölskylda á ný.
Næsta vika handan við hornið og vonandi verður þessi vika betri í íslensku efnahagslífi en sú síðasta og krónan bara verður að rétta sig af, annars er t.d. afar erfitt fyrir námsmenn eins og Erian að hreinlega lifa af á þessum blessuðu lánum. En ég hef fulla trú á að þetta lagist og verður komið réttara ról á þessi mál þegar við förum til Köben í janúar, það bara verður að gerast.
En læt þetta duga að sinni, heimilisverkin bíða sem og skólavinna.
Kveðjur bestar
Einar Sveinn og börn
Um bloggið
Uþþuþvuzz!
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Knús til ykkar i Gardinum já og vona ad gud gefi ad krónan fari ad styrkjast..madur ordin pinu leidur á ad éta úr nefinu á sér
María Guðmundsdóttir, 5.10.2008 kl. 12:27
Vid vonum thad besta fyrir alla, hrikalegt med svona peningavesen. Heppin ad madur eigi ekkert sem er inná banka. Vonandi verdur allt i fina brádlega. Kramar Torunn
Torunn Erlingsdottir- Larsson 5.10.2008 kl. 14:36
Takk fyrir bloggið. Nóg að gera í heimanámi og heimilisverkum eins og gefur að skilja. Já þessi peningamál þjóðarinnar hljóta að skýrast ekki seinna en á morgun og vonum það besta. En bara góða viku framundan og bestu kveðjur úr Njarðvík
Pabbi 5.10.2008 kl. 18:02
Knús til ykkar, ástin mín
Ég tal dagana.
Erian 6.10.2008 kl. 20:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.