Í Köben í 5 daga

Flaug til Köben í gær miðvikudag en fer heim aftur á mánudaginn.

Þannig eru mál vaxin að það er haustfrí í skólanum hjá mér, og reyndar krökkunum mínum líka í Gerðaskóla, svo ég skellti mér til Erian í heimsókn en amma Beta er heima að passa börn og hund.  Gott að eiga svona góða ömmu sem er tilbúin að koma og sjá um heimilið í heila 5 daga á meðan pabbinn skellir sér í heimsókn til mömmunnar.

Hvað um það, ég lenti hér um 6 leytið í gærkvöld og vélin meira að segja 20 mín á undan áætlun.  Ekki það skemmtilegasta sem maður gerir að fljúga, verkur í afturenda og svo líka í fótum eftir að hafa setið þarna eins og síld í tunnu í hátt í 3 tíma. 

Á vellinum beið mín ástkæra eiginkona og við tókum metróinn beint heim þar sem Erian býr, það tekur ekki nema 5 mín að fara frá flugvellinum og heim til hennar á Amager.

Margeir kom svo hér um 8 leytið og við félagarnir skelltum okkur í bæinn á kaffihús.  Erian og Hafdís, kona Margeirs, ætluðu með en svo þurfti Erian að læra fyrir próf, sem var í morgun, og Hafdís var eitthvað hrædd við kuldann og var bara heima.  En við fórum þá bara tveir í staðinn og fórum fyrst á Kóngsins Nytorv og kíktum á Hvids vinstue og drukkum kók (kaffið er víst ódrekkandi þarna).  Mig hefur lengi langað að kíkja á Hvítan því þarna sat Jónas Hallgrímsson skáld löngum stundum og drakk sinn öl fyrir einum 170-180 árum síðan.  Húsið er byggt 16 hundruð og súrkál og staðurinn nánast eins og hann var þegar Jónas og fleiri íslenskir stúdentar voru þarna á ferð árum áður.

Við röltum svo í rólegheitunum niður á Nýhöfn og fundum þar kaffihús sem bauð upp á þetta líka fína cappucino og þar sátum við drykklanga stund. 

Svo röltum við uppá Strikið og inná Nörreport þaðan sem við tókum metróinn aftur heim í heiðardalinn.

Gaman að kíkja hér í bæinn á miðvikudagskvöldi, sitja úti og drekka kaffi og það í lok október, þetta vantar alveg heima. 

Í dag er Erian í skólanum en ég er bara að gaufa hérna einn heima og bíð eftir að hún komi heim.  Svo á morgun fer ég í viðtal í skóla hér í bæ, Copenhagen international school.  Það er ekkert laust starf þarna núna en ef ske kynni þá er viðtalið frá og ég get bara sent inn umsóknina; ég sótti um þarna í sumar en dró þá umsókn til baka en við ákváðum að vera í sambandi og þeir vilja hitta mig alla vega svo maður vona bara að eitthvað komi út úr þessu fyrr en seinna.

Veðrið hér er yndislegt, 10 stiga hiti og logn og fínt að spássera úti.  Við hjónin tökum örugglega eitthvað labb á eftir og svo spókum við okkur í borginni á morgun og alla helgina væntanlega.

En kveðjur bestar frá Köben,

Einar Sveinn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir bloggið.Já dálítill munur á veðri,hér spáir vitlausu veðri í kvöld og nótt.En Hafið það bara sem best og gangi þér vel á morgun.Bestu kveðjur til ykkar og Margeirs og family.

pabbi 23.10.2008 kl. 17:37

2 Smámynd: María Guðmundsdóttir

vonandi eigidi bara notalega helgi hjónin, og hvernig gekk svo á safninu flotta?? Eins spennó og okkur fannst i gær??  Skiladu kvedju á frúnna, vid verdum svo i bandi.

KREIST og krammar hédan;-)

María Guðmundsdóttir, 25.10.2008 kl. 15:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Uþþuþvuzz!

Höfundur

Einar Sveinn Guðmundsson
Einar Sveinn Guðmundsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • golf og grill með kennurum 033
  • 101_0132
  • 17.júní 2004
  • 17.júní 2004
  • 562284 473572602656489 100000112607813 2014421 611042547 n

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband