Sunnudagur, 2. nóvember 2008
Kominn heim í heiðardalinn!
Tæp vika síðan ég kom heim frá Köben og það var ekki auðvelt að segja bless á Kastrup, men sodan er livet.
Köben er borg sem heillar, ekki spurning, allt eitthvað svo innan handar þarna, virkar ekki á mann sem stór borg og andrúmsloftið er létt og hressandi ala danskt andrúmsloft.
Við hjónin áttum frábæra daga saman, alveg 5 heila og nýttum þá í að njóta samvista hvort við annað, kíktum mörgum sinnum í bæinn og þá aðallega á kaffihús og ráp á Strikinu. Reyndar allt svo dýrt þar sem krónan íslenska er jú ónýt en við leyfðum okkur að borða saman, m.a. á frábærum ítölskum stað niður á Nýhöfn.
Við heimsóttum auðvitað Margeir og familí sem hafa reynst Erian mjög vel þennan tíma sem hún hefur verið þar, yndislegt fólk þar á ferð. Þau búa steinsnar frá House of colors í stórri og fallegri íbúð niður við Amagerströnd.
Eftir þessa heimsókn þá líst mér bara vel á að fara þara með alla familíuna, lestarkerfið þarna er frábært, sérstaklega metrókerfið sem kemur þér niður í miðbæ á innan við 5 mínútum ef þú býrð á stað þar sem stutt er í metróinn.
Vinnuviðtalið gekk vel, vona að þeim konum hafi litist vel á mig, ekkert laust í augnablikinu eins og ég vissi en við ætlum að halda kontakti og þær sögðu mér að það vantaði reglulega í afleysingar, svo puttar og tær í kross.
Ég hef sent fyrirspurnir um vinnu á þó nokkra staði og bíð bara eftir því hvort einhver viðbrögð komi við slíku; mest er ég að skoða vinnu sem tengist börnum á einn eða annan máta enda það sem ég hef unnið við síðustu 13 ár eða svo. En maður skoðar allt, aðalmálið er að fá innkomu sem fyrst, allt í lagi þó það verði afleysingajobb, við höfum jú námslánin hennar Erian en við verðum að fá einhverja innkomu líka frá mér.
Íbúðin er frátekin, okkar altso, því Hanna Stína og Elvar sonur hennar virðast harðákveðin að leigja af okkur og erum við sæl og glöð að fá fólk sem maður þekkir til. Sjálf erum við búin að semja við Margeir að fá að vera í einni af íbúðunum hans í House of colors fyrsta mánuðinn, svona á meðan við náum áttum og vinnumál mín skírast eitthvað. Enn reynast Margeir og familí vinir í raun og erum við afar þakklát þeim fyrir allt sem þau hafa gert fyrir okkur í þessu brölti.
Annars teljum við niður til jóla því þá kemur Erian heim þvi við höldum jólin hér heima og svo bara skellum við okkur út strax um áramót. Reyndar er það á plani að Erian komi eina helgarheimsókn hér í nóvember, annars sjáumst við ekkert í 9 vikur og það er meira en við hreinlega þolum. Auðvitað dýrt að vera að koma svona í heimsókn en hverrar krónu virði.
Annars gengur lífið sinn vanagang. Ég er búinn að versla svona það mesta í baðherbergið og nú í vikunni er meiningi að leggja flísar á gólf og setja upp sturtuklefann. Get bara ekki lýst því hvað það verður gott að geta baðað sig hér heima aftur eftir nokkrar vikur án alls nema klósetts! En dýrt er dæmi og miklu dýrara en okkar áætlun hljóðaði uppá, mest um munar viðgerð á veggjum og það efni sem ég setti á þá.
Svona í lokin þá langar mig að biðja þá sem koma hér við og lesa að skrifa í athugasemdir, ég er forvitinn að vita hverjir lesa; það er svona skemmtilegra að kannast aðeins við hópinn sem kikkar hér við.
En kveðjur bestar frá okkur hér, mér og börnum.
Um bloggið
Uþþuþvuzz!
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gaman að lesa bloggið þitt. Mig hlakka til að sjá hvernig baðherbergið lita út þegar allt er tilbúið.
Halik halik!
María Erian Guðmundsdóttir, 2.11.2008 kl. 16:59
ég les ekkert, rýk bara hér i gegn á bloggrúntinum en já,brádum koma blessud jólin og allt thad og thid i køben ádur en thú veist af. hefdi bara verid elegant ef thid hefdud komid fyrir jól hrædd um ad minns verdi ponsu "ked af det" thegar unglingarnir verda flognir á klaka...en "sådan er det" eins og thú segir .
hafid thad gott i Gardinum og njótid sturtubotnsins i botn thegar hann kemur!!
María Guðmundsdóttir, 2.11.2008 kl. 17:08
hæ svenni minn gott að allt gengur vel og að þú komist til þinnar heitt elskuðu ég þarf að láta þig fá heimilisfang í köben þar sem er leikskóli kanski er þar um vinnu að ræða bæ bæ ella maja
ella maja 2.11.2008 kl. 17:29
Takk fyrir bloggið. Já vonandi gengur bara allt ykkur í haginn með förina til Dk. Verður allt annað þegar baðið verður búið,þótt dýrt sé,kostar alltaf meira en maður býst við. Já Margeir og fjölskylda eru ykkur bara betri en enginn eins og Bjarni Fel orðar það svo skemmtilega. En bara bestu kveður úr Njarðvík og sjáumst í vikunni
Pabbi 2.11.2008 kl. 22:52
Tad er audvitad ég Púllarinn sem Kíkji oft á tessa Leeds Fan Sidu ... Hahaha :D Hafid tid tad bara gott í Skíta kuldanum osfv.
Bjarki 4.11.2008 kl. 15:56
Gaman að vita Bjarki að þú kíkir hér, hér er aldrei skítakuldi eins og þú veist, bara rok stundum, en þó ekki oft =( Já, þarf að blogga meira Leedsblogg, bara fyrir þig =)
Einar Sveinn 4.11.2008 kl. 18:03
haha já endilega bloggadu meira leedsblogg :)
Bjarki 5.11.2008 kl. 05:43
Hæ,hæ,ég kíki reglulega á bloggið hjá Erian,og þegar hún hefur ekki bloggað í smá tíma,kíki ég á þína síðu :) Þetta hljómar allt voða spennandi hjá ykkur,og ég skil ykkur rosalega vel að vilja flytja út
kv. Hanna Rún
Hanna Rún Viðarsdóttir 5.11.2008 kl. 15:18
já ég kíkjí líka, af og til :)
eva 5.11.2008 kl. 17:49
Eg kem her reglulega, talvan er bara buin ad vera bilud tannig ad madur skrifar ekki mikid, lyklabordid ekki komid i lag eins og sest. Knus a ykkur og vonandi bara faerdu vinnu sem fyrst tarna uti
Sissu 8.11.2008 kl. 07:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.