Erlingur Gissurarson

Erlingur heitinn og ég

Í dag var Erlingur Gissurarson borinn til grafar.  Mig langaði að minnast hans með nokkrum orðum og um leið votta öllu okkar fólki út í Svíþjóð okkar dýpstu samúð.

Erlingur var giftur Erlu frænku minni og ég man fyrst eftir að hafa séð hann á Seyðisfirði árið 1975, minnir að það hafi verið árið þegar þau fluttu til Íslands eftir að Erlingur hafði verið að mennta sig í Gautaborg í nokkur ár.

Fljótlega fluttu Erlingur og Erla á Skagann, held það hafi verið 1976, og mín fjölskylda flutti svo á Skagann seinna sama ár og eftir það tókust náin kynni milli okkar og barna þeirra sem hafa haldist alla tíð síðan.

Erlingur var stríðinn maður að mér fannst og stundum var ég ekki viss hvort hann væri að fílfast í mér eða honum væri mikil alvara í því sem hann var að segja.  En þá kom þetta glott á kallinn og maður vissi að hann var að gantast.  Seinna áttaði ég mig á hvernig húmor Erlingur hafði, stríðinn húmor sem nálgaðist að vera kaldhæðinn á köflum, húmor sem fellur mér einkar vel að skapi og kannski ekki ólíkur mínum eiginn.

Erlingur var duglegur man ég að drífa krakkana í alls kyns hluti eins og golf, skíði og hitt og þetta sem honum datt í hug.  Ég man eftir að hafa fengið að fljóta með honum og krökkum hans á skíði og við Ingi spiluðum svolítið golf á tímabili en Erlingur hafði fengið þá bakteríu.  Ég á meira að segja tvær myndir af mér uppá Leynisvelli með driverinn í mikilli sveiflu, myndir sem Erlingur tók og færði mér seinna.

Seinni árin hafa Erlingur og Erla líka sýnt mér og minni fjölskyldu mikla ræktarsemi og meðal annars buðu þau hjón okkur að koma til sín sumarið 2006 með alla krakkana þar sem við gistum hjá þeim í eina 10 daga í litlu íbúðinni þeirra í bílskúrnum, held að Erlingur hafi innréttað það allt saman sjálfur og byggt svo nýjan skúr við við hliðina á húsinu.  Þau hjón vildu allt fyrir okkur gera og við okkur var stjanað á alla lund, sama má segja um þau systkinin Þórunni og Ingimar, endalaust tilbúin að fara með okkur hitt og þetta og allt fyrir okkur gera.  Fyrir þetta erum við afar þakklát og ferðin til Svíþjóðar var frábær í alla staði og lifir með okkur alla tíð.

Erlingur var frændrækinn hvað varðar okkar eigin fjölskyldu, bakaríisfamilíuna og ekki er langt síðan hann hringdi í mig til að rukka inn ættarmót bakaríisfamilíunnar sem til stóð að halda í Danaveldi í sumar sem leið, en því miður varð ekkert af undirbúningi hvað það varðar og því fórst það allt fyrir.  En Erlingur var greinilega manna áhugasamastur um þetta og lýsir vel hans hug til fólksins hennar Erlu.

Ég vil með þessum orðum kveðja þennan höfðingja sem Erlingur var, hans er sárt saknað.

Missir Erlu og afkomenda þeirra Erlings í Svíþjóð er mikill en minning um góðan mann lifir.

Elsku Erla og fjölskylda, okkar hugur er hjá ykkur á þessum erfiðu tímum.

Einar Sveinn, Erian og börn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk Einar minn. Kramar Tórunn

Torunn Larsson 13.11.2008 kl. 20:33

2 Smámynd: María Guðmundsdóttir

fallegur pistill um gódan mann. kvedja hédan.

María Guðmundsdóttir, 14.11.2008 kl. 07:38

3 Smámynd: María Erian Guðmundsdóttir

Ég er rosalega heppin að hafa fengið tækifæri til að hitta hann, borða með honum og kynnast fallegu fjölskyldunni hans.

Já, fallegur pistill um góðan mann. Takk fyrir þetta, ástin mín.

María Erian Guðmundsdóttir, 14.11.2008 kl. 18:20

4 identicon

þetta er fallega skrifað svenni minn kveðjur til ykkar í sviþjoð og til þín svenni minn vona að allt gangi upp hja þér kveðja ella maja

ella maja 14.11.2008 kl. 20:04

5 identicon

Takk. Kramar Erla

Erla Hilmarsdottir 15.11.2008 kl. 13:49

6 identicon

kramar til þín og fjölskyldunnar.

-Ingimar

Ingimar 15.11.2008 kl. 14:06

7 identicon

Takk vinurinn Ella Hj

Elin E 18.11.2008 kl. 08:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Uþþuþvuzz!

Höfundur

Einar Sveinn Guðmundsson
Einar Sveinn Guðmundsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • golf og grill með kennurum 033
  • 101_0132
  • 17.júní 2004
  • 17.júní 2004
  • 562284 473572602656489 100000112607813 2014421 611042547 n

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband