"Einstæður" faðir í 4 mánuði, því tímabili loks að ljúka=)

18.desember í dag og nú sér loks fyrir endann á tímabili mínu sem "einstæður" faðir; Erian er væntanleg til landsins á morgun í jólafrí og svo förum við öll sömul út þann 30.desember.

Þessir 4 mánuðir hafa verið mér lærdómsríkir og vafalaust líka fyrir Erian.  Það fer nú ekki mikið fyrir okkar börnum og þau eru yfirhöfuð í rólegri kantinum, eins og pabbinn=).  En, það reynir oft á að vera einn með 4 börn, þau geta víst rifist og slegist eins og hundur og köttur eins og önnur börn.  En að lang mestu leyti hefur þetta allt gengið vel og slysalaust hjá okkur síðustu mánuðina.

Ég segi fyrir mína parta þá hef ég fengið að upplifa þá hluti sem áður hvíldu kannski nánast eingöngu á Erian.  Ég stóð alltaf í þeirri meiningu að verkaskiptingin væri í fínu lagi eins og hún var en sé það núna að ég hefði mátt leggja mun meira af mörkum.  T.d. þetta þvottavesen, það er alveg hellings tími sem fer í að sinna honum fyrir utan all hitt eins og bara að fæða og klæða börnin, sjá um að þau baði sig og ekki má nú gleyma heimanáminu og öllu þríferíi.  Alla vega þá sé ég eftir þessa mánuði að það að reka stórt heimili farsællega byggist á góðri samvinnu beggja aðila, mannsins og konunnar og það er víst að svo mun það vera hér eftir á þessu heimili.

4 mánaða aðskilnaður hefur reynst okkur öllum erfiður og tíminn oft lengi að líða; börnin auðvitað saknað mömmu sinnar og við auðvitaða saknað hvors annars.  En reynslan er dýrmæt og ég er viss um að hún kemur til með að hafa góð áhrif á okkar hjónaband ef litið er til framtíðar.

Skólinn að renna í jólafrí og litlu jólin á morgun, minn síðasti vinnudagur í bili í Grunnskólanum í Sandgerði.  Það eru auðvitað blendnar tilfinningar að hætta svona á miðju skólaári en tilhlökkunin yfir því að sameina fjölskylduna á ný er ofar öllu öðru.  Ný ævintýri bíða handan við hornið en maður kveður gömlu vinnufélagana á morgun og sennilega mun maður sakna þeirra flestra.

En sem sagt, Erian kemur heim á morgun og þá getur jólaundirbúningur farið að hefjast hér á þessu heimili af fullri alvöru og viti.  Ég hef ekki verið í miklu jólaskapi það sem af er desember en það verður væntanlega breyting þar á nú um helgina.

Læt þetta duga í bili, kveðjur bestar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: María Guðmundsdóttir

til hamingju med thad  og já,thad er ekki gert med hangandi hendi ad sjá um heimili med fjórum børnum..og hundi! svo thetta hefur greinilega verid ágætis reynsla á margan hátt fyrir thig og ja´ykkur bædi.

Vonandi kemur thá jólandinn bara med Erian á morgun,hver veit,hann á kannski pantad flug thá lika svo taka bara spennandi hlutir vid, og nú komid thid i nánd vid okkur..allavega thónokkud nær svo heppin thid  ekki nema lestarferd til gamla góda Harlev....

Hafid thad gott og góda helgi. Bid ad heilsa i skólann...thá fáu sem ég thekki thar  kvedja i kotid og knús á krakkana

María Guðmundsdóttir, 18.12.2008 kl. 18:01

2 identicon

Takk fyrir bloggið. Já þetta er búin að vera mikil og góð reynsla hjá þér í heimilishaldi og gleymdu ekki að þú ert búinn að gera upp baðherbergið á þessum tíma. Já nú tekur bara spennandi tími við. Gangi ykkur bara allt í haginn minn kæri og til hamingju að fá konuna heim. Bestu kveðjur úr Njarðvík

Pabbi 18.12.2008 kl. 19:57

3 identicon

Það er nú full mikið sagt pabbi að ég hafi gert upp baðherbergið, held að réttara sé að segja að þú hafir gert það=) En já, það verður gott að fá elskuna sína heim á morgun, get ekki beðið.

Einar Sveinn 18.12.2008 kl. 20:21

4 identicon

Hæ Svenni minn gaman að fá konuna heim ertu búinn að pakka öllu en þú duglegur hvað með bílinn mamma þín sagði að hann væri eithvað bilaður hvað ætlar þú að gera við hann ég er bara að forvitnast bæ Ella

Elin Maria 19.12.2008 kl. 19:42

5 identicon

Hæ Ella, nei, ég er ekki búinn að pakka, fer í það strax eftir hátíðarnar.  Ég ætlaði að selja bílinn fyrir lítið en það fór í honum vatnsdæla, eða hún er alveg við það að fara, pisslekur meðfram henni en ég get alveg keyrt bílinn, bara bæti vatni og frostlegi á hann reglulega. 

Einar Sveinn 19.12.2008 kl. 20:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Uþþuþvuzz!

Höfundur

Einar Sveinn Guðmundsson
Einar Sveinn Guðmundsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • golf og grill með kennurum 033
  • 101_0132
  • 17.júní 2004
  • 17.júní 2004
  • 562284 473572602656489 100000112607813 2014421 611042547 n

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband