Laugardagur, 27. desember 2008
Jól 2008
Þá er jólahátíðin um garð gengin, eða svo til og við erum bara á fullu gasi hér að pakka niður og gera okkur klár fyrir Kaupmannahafnarferð.
Hér var auðvitað mikið um að vera á aðfangadag, pakkarnir teknir í nefið og Lóla fór ekki í jólaköttinn eins og sjá má að ofan en hún var nú ekki sátt að vera í þessari múnderingu, skiljanlega kannski.
Hér eru Elmar og Elísa, tilbúin í jólapakkana.
Allir klárir og svo var bara farið í pakkaflóðið, tók nú ekki langan tíma að rífa utan af heila gallaríinu.
Svo er hér ein úr afmælinu hjá Alexöndru, og kakan var sko ekkert slor.
En sem sagt, við höfum átt frekar skrýtin jól þannig lagað, ferðalagið og flutningurinn til Köben hefur hangið yfir okkur yfir hátíðina en við förum á þriðjudag og eyðum áramótum með vinum okkar í Danmörku, Margeiri Sigurðssyni og fjölskyldu hans.
Svo er bara næsta ár bókað í Köben eða þar til Erian er búin að ljúka sínu námi, hvað við tekur þegar hún útskrifast veit enginn, kannski komum við bara heim um næstu áramót og kannski ekki, sjáum hvað setur.
Þegar til Danmerkur er komið þá verð ég með emailið einarsveinn@hotmail.co.uk ef einhver ætlar að hafa samband eða þarf að ná í mig. Annars stefni ég að því að henda inn bloggfærslum við tækifæri, svona þegar andinn kemur yfir mann.
Bestu jóla-og áramótakveðjur til ykkar allra sem lesið og einnig þeirra sem ekki lesa en við þekkjum engu að síður=)
Einar Sveinn, Erian og börn.
Um bloggið
Uþþuþvuzz!
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
flottar myndir gangi ykkur vel ad klára og i ferdalaginu á thridjudag.
kvedja hédan frá okkur øllum ( ømmu og afa lika) i Harlev
María Guðmundsdóttir, 28.12.2008 kl. 23:40
Hæ Svenni minn við óskum ykkur góðra ferða í danaveldi vona að allt fari vel og gleðilegt nýtt á til ykkar góða ferð kveðja Ella Maja og fjsk
Elin Maria 29.12.2008 kl. 06:01
Góða ferð elsku vinur og gangi ykkur vel. Ég sé ykkur kannski í köben næsta sumar þegar mín fer í vinkonu ferðalagið knús á línuna Sissú
Sissú 29.12.2008 kl. 21:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.