Sunnudagur, 11. janúar 2009
11.janúar
Þá er nýja árið komið á full fart og hlutirnir smám saman byrjaðir að rúlla hjá okkur.
Erian heldur auðvitað sínu striki, allaf á fullu í skólanum en við hin erum svona að fóta okkur í nýju umhverfi.
Gummi og Alexandra byrjuðu í sínum skóla á miðvikudaginn, eru í Sundbyøster skole. Gummi er í móttökubekk fyrir eldri nemendur en Alexandra fyrir yngri hóp. Þau eru mjög sátt með þessa daga sem eru liðnir og líst bara vel á sig. Reyndar svolítið nýtt fyrir okkur sveitamennina að fara í skólann því þau taka metróinn hérna rétt hjá um hálf átta og hoppa út á Amagerbro, þar þurfa þau svo að taka strætó A5 og hoppa úr honum einhverjum 4 stoppustöðvum síðar, stutt ferðalag en tekur smá tíma að venjast. Þau fóru alein heim úr skólanum á föstudaginn, tóku strætó og lest og skiluðu sér alla leið heim svo þau koma til með að læra inn á þetta á nó tæm.
Elmar bíður enn eftir skólaplássi en mér leist ekki á blikuna á föstudaginn þegar hér kom í pósti bréf frá skóla í Bronshoj sem er töluvert frá okkur og ekki smuga fyrir guttann að koma sér einum til og frá skóla. Ég fer í það á morgun að hringja hægri vinstri og kvarta, þetta er eitthvað sem við tökum ekki í mál, það er skóli hér rétt hjá sem er með móttökubekk fyrir hans aldur og mér er bara alveg sama þeir segi að þar sé fullt, hann hlýtur að komast þar inn, bara berja í borðið.
Elísa er byrjuð í leikskóla, skóla sem okkur líst vel á að flestu leyti nema tvennu: Hann er of langt í burtu og stopular strætóferðir (ég hef verið að hjóla með hana þangað fram og til baka og það tekur nú bara 20 mín á hjóli aðra leið, um 2 km að fara þetta), hitt er svo að þeir opna ekki fyrr en kl hálf átta á meðan flestir aðrir leikskólar opna hálf sjö. Þetta veldur mér veseni uppá atvinnuleit því flestar vinnur byrja annað hvort 7 eða 8 en það er reyndar möguleiki að Erian geti græjað stelpuna í leikskólann áður en hún fer sjálf en samt er þetta ekki alveg kjörið uppá plan morgunsins. Já, þetta ekki eins og í sveitinni, meira mál að koma öllum á sinn stað og koma sér svo sjálfur á þann stað sem maður á að fara á vonandi sem fyrst.
Ég hef sent út mikið af fyrirspurnum um vinnu en hingað til ekkert jákvætt gerst hvað það varðar en um leið og krakkarnir eru komnir allir með sína rútínu þá get ég einbeitt mér betur að vinnumálum.
Sama má segja með húsnæði, við erum að leita en ekkert komið upp ennþá sem gæti hentað, höfum reyndar sent út fyrirspurnir vegna nokkurra íbúða en ekki fengi nein svör; kannski bauninn sé hræddur við að leigja "fætækum" íslenskum námsmönnum! Annars höfum við það gott bara þar sem við erum og engin pressa að finna strax annað húsnæði, ekki mikið að gera hér á gistiheimilinu um þessar mundir.
Fórum smá rúnt í bæinn á laugardaginn, tókum stemninguna á Strikinu og löbbuðum niður að skólanum hennar Erian. Þar lentum við í einhverri mótmælagöngu sem tengist ástandinu á Gaza, veit ekki hvort þetta voru stuðningsmenn Ísraela eða Palestínumanna en þetta virtist allt fara friðsamlega fram og mér fannst lögreglumennirnir fleiri en mótmælendurnir! Svo sá ég í fréttunum þegar við komum heim að lögreglan hefði handtekið fullt af fólki svo eitthvað hefur hitnað í kolunum eftir að við skildum við þetta lið!! Já, bara gaman að þessu.
Í gærkvöldi var okkur svo boðið í heimabakaða pizzu hjá Hafdísi og Margeiri og vorum þar til að verða miðnætti í góðu yfirlæti, það munar öllu að hafa þau hérna í nánast næsta húsi og krakkarnir okkar og þeirra ná vel saman.
Veðrið hefur verið ágætt, var kalt hérna fyrstu dagana svo hlýnaði. Svo kalt aftur í dag og þessar hitasveiflur hafa eitthvað farið illa í mig, var kominn með tæpar 38 áðan og fullu af kvefi.
En læt þetta duga í bili, bestu kveðjur á Klakann sem og til "Svíanna"
Einar Sveinn, Erian og börn
Um bloggið
Uþþuþvuzz!
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
já thetta smellur allt saman ad lokum. Duglegir krakkarnir ad skella sér svona fljótt ein heim. Vonandi færdu bara vinnu sem fyrst svo thid thurfid ekki ad éta úr nefinu á ykkur thad verdur leidinlegt til lengdar.
kvedja i kotid
María Guðmundsdóttir, 12.1.2009 kl. 14:10
Takk fyrir kveðjurnar Einar minn, óska ykkur alls goðs og vonandi fer allt vel með skóla og dagheimilispláss. Margir kramar frá Sviunum....
Þórunn Erlingsdóttir Larsson 12.1.2009 kl. 14:24
Takk fyrir bloggið. Krakkarnir dugleg að fara ein svona fljótt.Þið takið nú ekki í mál að Elmar þurfi að sækja skóla langt í burtu. Getið þið ekki komið Elísu í leikskóla nær og sem opnar fyrr. En bara vonum að allt smelli saman að lokum. Bestu kveðjur úr Njarðvík.
Pabbi 12.1.2009 kl. 21:33
Ps. Farðu nú varlega ef þú ert veikur. En bara góðan bata. Knús á liðið.
Pabbi 12.1.2009 kl. 21:40
Flott hvað krakkarnir eru að spjara sig, ekki er ég viss um að maður þyrði þessu sjálfur. En þetta kemur allt með kalda vatninu,
knús í hús frá okkur í Grafarholtinu Sissú
Sissú 12.1.2009 kl. 23:26
Hæ Svenni minn vonandi gengur allt vel vona að þú fáir vinnu sem fyrst ef þið viljið skoða myndir af ömmu stráknum mínum þá er slóðin hagbardur.barnaland.is ástar kveðjur frá okkur Ella Maja og co
Eggert Jens 13.1.2009 kl. 19:30
Takk fyrir kvittið öll sömul, og Ella, ég kíkti á myndirnar, myndardrengur og bara aftur til hamingju með prinsinn, skilaðu kveðjur frá okkur til foreldranna, nú verður nóg að gera í ömmustandi=)
Einar Sveinn 14.1.2009 kl. 15:00
Vá já þetta verður svolítið púls svona til að byrja með,sérstaklega þegar maður er vanur að vera á bíl og skutlast um allan bæ,já eða vanur að geta gengið í skóla, vinnu og annað slíkt. En þetta hlýtur að venjast fljótlega Bið kærlega að heilsa
kv. Hanna Rún
Hanna Rún 16.1.2009 kl. 13:13
Gaman að heyra fréttirnar, vona að þetta gangi og gangi vel.
kveðjur, Ink
Ingi 17.1.2009 kl. 20:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.