Flutt!

Þá erum við flutt af Badensgade 2 og á Edvard Thomsensvej 19 sem er rétt hjá verslunarmiðstöðinni Fields, ef einhverjir kannast við það fyrirbæri.

Við erum ekki komin með netið en Erian er með svona "pung" frá 3G sem við notum til að kikka á email og svona, þannig að maður er ekki eins mikið á netinu og áður þvi það er dýrt að nota "punginn".  Veit ekki hvenær við fáum netið hér heim, plús síma og sjónvarp, í augnablikinu höfum við bara ekki efni á því að hafa slíkan lúxus.  En við erum reyndar heppin með sjónvarpið, það er ekki búið að loka ennþá hjá þeim sem bjuggu hér á undan okkur svo við getum ennþá horft á sjónvarp.

Íbúðin telst vera um 100 fermetrar, 2 herbergi og svo stofa og borðstofa plús eldhús, baðherbergi og geymsla niðri.  Okkur lá á að flytja því einmitt á fimmtudag fylltist gistihúsið hjá Margeiri, allar íbúðir pantaðar og svoleiðis er það víst út febrúar og megnið af mars.  Svo við vorum heppin að vera búin að finna íbúð en við tókum við henni í fremur ógeðfelldu ástandi; þeir sem hér bjuggu voru keðjureykingamenn og lyktin hér óþolandi.  Mennirnir máluðu ekki og ef við hefðum farið fram á það við eigandann að láta mála þá hefðum við ekki getað flutt inn fyrr en eftir einhverja daga, daga sem við eiginlega höfðum ekki því okkur lá á.  Samkomulag varð því um að við þurfum ekki að skila af okkur nýmálaðri íbúð þegar við flytjum út til að fá trygginguna endurgreidda en við málum þetta í rólegheitum þegar við eigum pening fyrir málningu.

Krakkarnir eru að byrja í vikufríi í skólanum og voða ánægð með að fá svona langt frí.  Þeim gengur öllum glimrandi vel í skólanum, eru ánægð og það er það sem skiptir mestu máli.  Elísa er líka sátt með sig á sínum leikskólan en staðsetning hans veldur okkur vandræðum því það er erfitt aðkomast þangað á morgnana, stopular strætóferðir.  Reyndar vorum við bara heppin að fá pláss því hér í borg eru vist langir biðlistar á alla leikskóla.

Ég sæki um vinnu í gríð og erg, erg og gríð en ekkert komið út úr því ennþá.  Fór í viðal um daginn, 10 sem voru boðaðir í viðtal en umsækjendur voru 160, já, segi og skrifa 160.  Svo ég var bara heppinn að fá viðtalið en auðvitað var einhver bauni ráðinn í starfið.

Á morgun á ég reyndar að mæta til "vinnu" frá 9-15 á leikskóla uppá Kastrupvej.  Þetta er leikskóli sem vantar vikar fólk, fólk sem er tilbúði að koma með litlum fyrirvara og stjórinn þarna vildi að ég kæmi einn dag bara svona til að "skoða" mig, athuga hvort þeim líst á gripinn.  En þetta er reyndar fremur lítill leikskóli svo ekki eins mikill möguleiki á íhlaupum eins og á stórum leikskólum þar sem alltaf vantar einhverja. 

Þannig að mér sýnist að það sé þolinmæðisvinna að finna vinnu og hér hefur harðnað á dalnum sem og annars staðar.  Bara í síðustu viku misstu 900 manns vinnuna hér í Danmörku á einum og sama deginum svo það er þröngt í búi.

Að síðustu þá læt ég fylgja nokkrar myndir teknar áðan hér heima.  Eins og þið sjáið þá er fátt um fína drætti hvað varðar húsgögn, rúm og fleira en maður verður bara að sætta sig við þetta þar til við förum að fá einhverja innkomu að viti.

Lóla veiktist illa á mánudagskvöld, byrjaði að æla og drulla og hélt engu niðri.  Á fimmtudaginn þótti mér einsýnt að hún myndi ekki hrista þetta af sér, var alveg hætt að drekka og borða og var eins og aumingi.  Því brunaði ég til dýralæknis, fékk einhver lyf og átti að hafa samband daginn eftir ef hún ekki lagaðist.  Ekki lagaðist hundurinn svo ég varð að fara aftur á föstudaginn og skildi ég hundinn eftir hjá dýra.  Þar fékk hún næringu í æð, teknar röntgenmyndir og fl.  Sótti svo tíkina um 5 leytið og fékk fullt af lyfjum, spes dósamat og guð veit hvað.  Þetta virðist vera að gera sig því strax á laugardaginn var hundurinn farinn að hessast og í dag er hún bara að verða lík sjálfri sér aftur.  En dýrt er drottins orðið því þessar heimsóknir kostuðu okkur formúgu en svona er þetta bara, hundurinn er partur af familíunni og var lasinn svo maður hugsar sig ekki um tvisvar þegar svona stendu á, þó það kosti mann næstum aleiguna.  Fyrir mestu að Lóla er að jafna sig og að verða ansi spræk.

Læt þetta duga í bili,

Kveðjur bestar,

Einar Sveinn, Erian og börn

 

IMG_4280

"Sófinn", rúmið okkar Erian, krakkarnir að horfa á sjónvarpið í stofunni.

 

IMG_4282

Séð úr stofunni inn i borðrkókinn, herbergin á vinstri hönd og þarna má sjá tölvuna á flotta "tölvuborðinu" sem er pappakassinn utan af tölvunni.

 

IMG_4288.

Á þessari loftdýnu sofa börnin öll fjögur.

 

IMG_4292

Tekið af svölunum hjá okkur.

 

IMG_4294

Önnur tekin af svölunum.

 

IMG_4295

Lóla, öll að hressast eftir veikindin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir bloggið og myndirnar. Gaman að frétta af ykkur og vita að krökkunum gengur vel í skólanum. Gott að Lóla er að jafna sig. Það er að sjá að grasið sé farið að grænka. Vonandi rætist úr með vinnu. Bara allt gott héðan. Bestu kveðjur héðan og knús á línuna.

Pabbi 8.2.2009 kl. 15:44

2 identicon

jæja já þetta er örugglega frekar erfitt tímabil hjá ykkur,vonandi færðu vinnu sem fyrst Einar Sveinn.  Maður er svo góður vanur hérna á Íslandi.  Flott að krökkunum gengur vel og líður vel,það er fyrir öllu  Já og auðvitað gott að Lóla greyið náði að jafna sig   En við sjáum ykkur nú næstu mánaðarmót,gaman,gaman, hafið það gott:)

kv. Hanna Rún

Hanna Rún 8.2.2009 kl. 17:23

3 identicon

Þetta er allt að gerast hjá ykkur synist mér, bara hafa þolinmæði með vinnuhlutan.

Góðar kveðjur frá okkur öllum.

Þin frænka Þórunn

Þórunn Larsson 9.2.2009 kl. 17:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Uþþuþvuzz!

Höfundur

Einar Sveinn Guðmundsson
Einar Sveinn Guðmundsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • golf og grill með kennurum 033
  • 101_0132
  • 17.júní 2004
  • 17.júní 2004
  • 562284 473572602656489 100000112607813 2014421 611042547 n

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband