Sunnudagur, 8. mars 2009
Skothelt vesti!?
Var í Bilka og fjárfesti í einu svona, ekki annað hægt á þeirri vargöld sem hér ríkir
En án gríns þá er frekar dapurt ástand í borginni, "bandekrig" í fullum gangi, rokkarar á móti invandrörum, eða Hells Angels plebbar að drepa innflytjendur og svo öfugt. Þessar klíkur eru víst að berjast um dópmarkaðinn hér í borg.
Upp á síðkastið hefur það gerst að saklausir borgarar hafa verið skotnir og einhverjir drepnir, það er nýtt en nú fara menn mannavilt eða þá ráðast inn á kaffihús og hefja handahófskennda skothríð.
Síðustu helgi voru 2 drepnir, þar af einn á kaffihúsi hér á Amager og það í götu rétt hjá Lergravsparken þar sem við bjuggum á gistiheimili Margeirs.
Hér er samfélagið auðvitað í uppnámi og mikið um þetta talað, sérstaklega í blöðum og útvarpi. Á Norðurbrú loka verslanir fyrir myrkur og fólk þorir ekki út úr húsi að kvöldi til. Einn Færeyingur var þar staddur í síðustu viku, var á leið á tónleika og leitaði að bílastæði. Tveir ungir drengir, af erlendum uppruna, komu á reiðhjóli, héldu að þessi Færeyingur væri í rokkaragengi og hófu bara skothríð á bíl hans. Færeyingurinn slasaðist lífshættulega en er úr lífshættu. En sem sé, nú er mottóið hjá þessu liði orðið að skjóta fyrst og spyrja svo.
Við búum langt frá Norðurbrú en erum á Amager og þar var jú einn drepinn um daginn. Okkar nágrannar hljóma kunnuglega sumir. Ég brá mér út á svalir að kvöldi laugardags síðustu helgar og heyri þá mælt á ástkæra móðurmálinu: "Þegiðu Kári, þú ert nú meira helvítis fíflið." Kannski nær að segja að þetta hafi verið öskrað því óhljóðin bárust úr nærliggjandi blokk sem er þó töluvert frá okkur. Nú í okkar blokk má sjá á dyrabjöllu nöfn tveggja íslenskra manna, hef ekki rekist á piltana, en ágætt að vita að maður er í góðum félagsskap hérna hverfinu.
Annars gengur lífið orðið sinn vanagang. Ég er í afleysingum á leikskóla uppá Kastrupvej, hef verið að fá 2-3 daga í viku þar síðan 9.febrúar. Á viðtal á þriðjudaginn í leikskóla í Gentofte, þar vantar afleysingamann líka og væri helv gott að hafa 2 skóla til að leysa af í, þá nær maður ansi mörgum dögum held ég í hverri viku. Það er bara mjög erfitt að komast að hérna í vinnu, ég fékk t.d. þakkarbréf um daginn vegna stöðu sem ég sótti um og voru umsækjendur 336!!! Hef ekki séð svona tölur áður, alltaf verið svona frá 50-160 manns sem talað er um að hafi sótt um þessar stöður sem ég hef sótt um. Þannig að "vikar" er það eina held ég sem gefur sjéns vinnulega séð, svo er alltaf smuga að fá fasta vinnu upp úr því.
Við fjárfestum í luftmadrass í gær, svo nú er farið að fara aðeins betur um okkur en við hlökkum til að geta mublað okkur aðeins upp þegar fram líða stundir og innkoma fer að verða stöðug og töluvert hærri en hún er í dag.
Jæja, læt duga að sinni.
Bestu kveðjur frá okkur öllum á Edvard Thomsens vej.
Um bloggið
Uþþuþvuzz!
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll einar sveinn og co.Tetta er nú meira ruglid tarna hinu megin, bara skotárás eftir skotárás. Tid eigid bara ad koma aftur hér í Harlev, tá er allt oruggara hér. en annars tad er gott ad heyra ad tid erud ad Komast á fætur. Vona ad allt gangi vel tarna hinu meginn.
Bjarki Frændi 8.3.2009 kl. 16:42
Sammála Bjarka bara koma hingad til okkar aftur i rólegheitin... en ef ekki,thá væri kannski ekki vitlaust ad kaupa sér svona vesti.. og luftmatras segirdu...thetta fer nú vonandi ad vænkast uppí rúm hjá ykkur...madur hefdi getad tekid eins og eina helgi i Køben ef thad væri gisting i bodi
en hafid thad gott i the city of terror..( eins og stód á einhverjum midlinum..) og haldid ykkur bara í ykkar hverfi..eftir bestu getu allavega. Knús hédan frá Harlevinu,thar sem allt er rólegt og enginn skotinn nema á skotæfingasvædinu fyrir ofan
María Guðmundsdóttir, 8.3.2009 kl. 17:03
Já þetta er hræðilegt alltsaman, oftast virðist vera eiturlif og annað innblandað. T.d vændi, þeir eru að reyna að stela markaði frá hvort öðru. Mér finnst að þeir géta séð um þetta án þess að blanda saklausu fólki i sriðin sin. Sé annars að þetta flytur finnt hjá ykkur. Bara áskir til ykkar um meiri velgengni.
Margir kramar til ykkar allra. Þórunn
Þórunn Larsson 8.3.2009 kl. 17:30
Sæll Bjarki, já þetta er sko rugl með stóru R-i, hver veit hvað gerist þegar Erian klárar skólann, verðum sennilega ekki áfram í Köben alla vega.
Jú María, það er orðið gistingarfært með þessari fjárfestingu, ef gestirnir eru ekki fleiri en 2!!
Knús til ykkar í Sverge, bið sérstaklega vel að heilsa Erlu.
Einar Sveinn 8.3.2009 kl. 18:08
Takk fyrir bloggið. Já þetta er ekki álitlegt þegar svona bandittar eiga hlut að máli.Vonandi eruð þið örugg á ykkar svæði.hvað með krakkana á leið úr og í skólann,eru þau örugg?. Þarf að panta gistingu fyrir tvo. En bara gangi þér vel í viðtalinu á morgun. Bestu kveðjur og knús á liðið.
pabbi 9.3.2009 kl. 18:30
Nei,þarf ekki að panta gistingu,frekar rólegt á þessum árstíma hjá okkur
Einar Sveinn 10.3.2009 kl. 07:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.