Föstudagurinn langi

Upp er runninn lengsti dagur ársins, eða hvað?  Hér í denn var föstudagurinn langi alla vega afar langar að manni fannst og afar heilagur, ekkert sjónvarp, engin tölva, ekki neitt nema bara fara út og leika sér; ekki einu sinni opin sjoppa hvað þá meira.

En nú er öldin önnur, nóg að glápa í imbanum, tölvan alltaf í gangi og flestar sjoppur opnar, jafnvel heilu matvöruverslanirnar með opið í dag.  En þó föstudagurinn langi hafi ekki verið par skemmtilegur í minningunni þá saknar maður samt stundum þessa einfaldleika sem áður var, maður var bara manns gaman og börn sem fullorðnir urðu að hafa ofan af fyrir sjálfum sér, engin afþreying í boði.

Hér í Köben er komið vor með stóru Vaffi, sól og blíða og hiti þetta 15-17 gráður.  Við Erian kíktum á kaffi Norden á miðvikudaginn og rákum svo inn nefið á Hvids vinstue, fékk mér þar einn lítinn Tuborg til heiðurs skáldinu Hallgrímssyni.  Það er virkilega huggulegt að labba einn rúnt á Strikinu og kíkja á kaffihús í góða veðrinu og fylgjast með mannlífinu sem iðar.

Við ætlum bara að hafa það notalegt hér heima, göngutúrar með hundinn og svo ætlum við einn labbirúnt niður á tjörn niðri í bæ og kíkja á fuglalífið sem og mannlífið.

Næstu viku verður nóg að gera hjá mér, vinna frá þriðjudegi til föstudags á vuggestuen Emdrup søgård.  Þar er ég að vinna með krökkum sem eru á bleiualdrinum svo það eru endalausar skítableiur, mikið meira próramm en að vinna á børnehave eins og Filip sogns sem er ekki með vöggustofu.  En dagurinn er fljótur að líða á svona vinnustað enda mikið að gera og ég er þakklátur fyrir hvern dag sem ég fæ í vinnu á meðan enga fasta vinnu er að fá.

Annars er það helst í fréttum að Elísa var að missa tönn, tönn númer tvö hjá henni og er hún afar stolt af því og segist vera orðin stór núna þar sem tennurnar eru farnar að fjúka og nýjar að koma í staðinn.  Tannálfurinn kom auðvitað í heimsókn og færði dömunni 10 krónur og hún tilkynnti okkur hér snemma í gærkvöld að hún væri farin að sofa, yrði að sofna snemma svo tannálfurinn kæmi í heimsókn með pening og losaði hana við tönnina.

Jæja, nóg bull í bíli, læt fylgja hér nokkrar myndir sem við tókum í göngutúr um hverfið um daginn.

Bestu kveðjur, Einar Sveinn og familí

 

mars og apríl 09 007

Systur

 

mars og apríl 09 010

Blokkin okkar, við búum á fyrstu hæð

 

mars og apríl 09 011

Stelpurnar í rennibrautinni

 

mars og apríl 09 018

Erian með Lólu

 

mars og apríl 09 014

Elísa í splitt

 

mars og apríl 09 016

Flottur

 

mars og apríl 09 001

Gummi

 

mars og apríl 09 019

Elmar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir bloggið elskurnar. Gott að það er komið vor og hægt að vera úti í göngutúrum og svona. Allt gott héðan,bílaviðgerðum lokið og bíllinn bíður bara nýs eiganda. Var verið í flísaupprífelsi og svoleiðis í eldhúsinu í gær og í dag. Setja á nýjar flísar. Talaði áðan við náunga af Snæfellsnesi sem ætlar að skoða bílinn. Læt vita hvað kemur út úr því.Já föstudagurinn langi er svolítið öðruvísi nú til dags en var hér áður,mætti fara bil beggja,maður saknar stundum þess eins og var áður. En bara bestu páskakveðjur.

Pabbi 10.4.2009 kl. 16:03

2 identicon

Gaman að fá fréttir af ykkur. Gleðilega Páska öllsæmul.

Kærar kveðjur frá Järna

Þórunn Larsson 11.4.2009 kl. 07:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Uþþuþvuzz!

Höfundur

Einar Sveinn Guðmundsson
Einar Sveinn Guðmundsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • golf og grill með kennurum 033
  • 101_0132
  • 17.júní 2004
  • 17.júní 2004
  • 562284 473572602656489 100000112607813 2014421 611042547 n

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband