Laugardagur, 18. júlí 2009
Hvað hefur á dagana drifið?
Góð spurning, helv.. langt síðan ég bloggaði síðast, ár og dagur nánast.
Vinna: Frekar lítið að gera hjá mér í júní, ekki nema tæpir 70 tímar en júlí hefur verið skárri, 90 tímar verða það þennan mánuðinn sýnist mér. Var með fulla vinnuviku þessa vikuna og næsta vika er fullbókuð líka. Kláraði síðustu vakt í bili á Filip Sogns í gær, kvaddi liðið með pomp og prakt og leystur út með gjafabréfi frá Madas (sem ég gaf Erian auðvitað enda kellingabúð þessi Madas!) og einum kaffipoka; vinnufélögunum finnst ég drekka full mikið kaffi og ákváðu því að gefa mér einn í nesti.
Næstu viku er ég svo á Emdrup Søgård, síðasta vika þar líka en þó á ég eina vakt þann 30. júlí sem verður þá sú síðasta, eiginlega sem betur fer því mér hefur aldrei líkað sérstaklega vel á Emdrup. Hins vegar hefur verið frábært að vera á Filip Sogns og þar var manni vel tekið.
Ástæðan fyrir því að ég er að hætta vikarstörfum á þessum stöðum er sú að ég er búinn að ráða mig í rúmlega hálft starf við Vidarskolen í Gentofte. Kem til með að vinna þar alla daga frá 12-16, föst staða á SFO (skole fritids ordning) sem er svona eins og skólaselin heima; krakkarnir koma þangað þegar skóladegi lýkur og eru frá 12-16, krakkar í 1.-4.bekk og skilst mér að ég verði aðallega með guttana í 3.-4.bekk. Verður spennandi, kem til með að þjösna drengjunum út í alls kyns boltasparki og ef rignir þá má fara inn og kenna þeim að tefla (ekki föndra ég með þeim, svo mikið er víst, ekki mín deild!!)
En bara frábært að vera kominn með eitthvað fast, það er ekki hlaupið í vinnu hér því ég hef verið leitandi í 6 mánuði og fyrst núna sem eitthvað fast er í hendi. Hefði auðvitað viljað fá fleiri tíma en hugsanlega er hægt að nota mann í einhverjum afleysingum á morgnana, t.d. í stuðningskennslu, kemur í ljós síðar hvernig það verður.
Krakkarnir eru í sumarfríi, dunda sér hérna heima við og oftast dugleg að vera úti að leika. Elmar verður áfram í sínum skóla næsta haust sem og Gummi en Alexandra er byrjuð í skóla á Íslandsbryggju í dönskum bekk. Hún var hálfkvíðin að byrja en svo gekk allt vel og ég held að hún verði bara ánægð í nýja skólanum.
Erian er í sumarfríi líka frá sínum skóla en byrjar aftur síðustu vikuna í júlí. Hún er pun... sveitt í prófundirbúningi, les eins og bandóð á hverjum degi enda lokaprófin handan hornsins í ágústmánuði. Svo byrjar hún í praktík 1.september og er búinn að finna praktikplads; Exuviance held ég það heiti og er svona klinik. Hún er lukkuleg með það, kemur til með að vinna þriðjudag-föstudags frá hálf tíu til sjö og svo annan hvern laugardag en alltaf frí á mánudögum.
Við höfum því ekki tök á að gera mikið eða víðreist í sumarfríinu, ég er jú ekki í sumarfríi og það er ströggl líka peningalega séð að vera námsmaður og ég með einungis hlutastarf. Verður vonandi betra næsta sumar og við getum þá kannski leyft okkur að gera eitthvað meira í sumarfríinu.
Við höfum bara haft það náðugt í blíðunni hér heima, farið á ströndina, kíkt í bæinn og fórum svo stuttan túr til Harlev og vorum þar 5 nætur í góðu yfirlæti.
Ís í góða veðrinu.
Í Harlev var margt brallað en við notuðum tímann aðallega í að hafa það huggulegt í góðum félagsskap. Brakandi blíða fyrstu dagana og þá fórum við m.a. til Ry þar sem er vatn og skemmtileg aðstaða til að busla, synda og liggja í sólbaði.
Hér er verið að fá sér næringu eftir sprikl og boltaleik í Ryvatni.
Við heimsóttum tívolíið í Aarhus á mánudegi í ágætis veðri en þó rigndi á okkur eins og hellt væri úr fötu um miðjan daginn. En það kom ekki að sök, það stytti upp og við keyptum regnslár sem björguðu flestum fyrir horn. Vorum örugglega rúma 5 tíma í tívolí, tókum með okkur grillaðar pylsur sem við gátum svo skellt aftur á grill sem er á staðnum og hitað upp pylsur og brauð. Krakkarnir skemmtu sér konunglega, sumir djarfari en aðrir að skella sér í tækin en í stuttu máli þá var þetta frábær dagur og í fyrsta skipti sem okkar börn fara í tívolí.
Prinsessurnar í hringekjunni
Við þetta vatn fengum við okkur að borða, þetta er í tivolí nota bene og hér var hægt að sigla um á hvítum svönum.
Að síðustu langar mig að minnast á það að Elísa er útskrifuð úr leikskóla og bíður nú eftir skólabyrjun í ágúst.
Hér er ein mynd tekin við útskriftina
En sem sagt, vinna næstu viku hjá mér en svo lítur út fyrir að ég verði í fríi til 10.ágúst þegar ég hef störf við Vidarskolen (þetta er skóli sem starfar eftir hugmyndafræði Rudolf Steiner, ef einhver kannast við það). Þannig að ég fæ einhverja frídaga á næstunni.
Það eru góðar líkur á að María og co komi hér í lok mánaðar því fótboltasjúklingurinn Mikael á að keppa hér á stóru móti og vonum við sannarlega að familían geti séð sér fært að rúlla hingað niður eftir, fer víst eftir peningum eins og alltaf, krossum putta og hvað eina, alltaf gaman að hittast.
Og eitt enn áður en ég set punktinn á þetta. Ég er búinn að panta smartsíma hjá tal, á græjurnar og þarf bara að opna númerið aftur. Var með þetta í Harlev á sínum tíma svo innan tíðar er hægt að hringja í mann hér á íslenskum taxta og við getum hringt frítt heim; nauðsynlegt að vera með þetta þegar mann býr í úttlandinu.
Jæja, bestu kveðjur, hér rignir svo það verður bara næs að hanga inni í dag, held að SAS ligan sé að byrja svo kannski kíkir maður á leik í sjónvarpinu. Svo er reyndar planið að fara með gaurana á leik með FCK á Parken, jafnvel næstu helgi gegn Køge, ef fjárhagur leyfir selfølig!
Einar Sv, Erian og börn
Um bloggið
Uþþuþvuzz!
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
mikid var ad beljan bar!! og ágætt ad dekka bara heilt sumar i einu bloggi en bara frábært ad thú sért kominn med fasta vinnu,thad munar øllu og mun meira øryggi jú.
Vid stefnum ad sjálfsøgdu á ad fylgja guttanum til Køben,vart annad hægt thar sem hann thekkir nú ekki marga í thessu nýja lidi sínu..svo vonandi rætist thad bara.
En haldid bara áfram ad hafa thad gott, vid verdum i bandi.
María Guðmundsdóttir, 18.7.2009 kl. 18:05
Geri aðrir betur, heilt sumar dekkað í einni bloggfærslu! Ég blogga þá næst þegar nær dregur jólum og fer yfir restina á sumrinu og byrjun hausts
Einar Sveinn 18.7.2009 kl. 19:26
Loksins fáum við fréttir af ykkur. Má ekki gleyma okkur sem "dissum" facebook. Það er svo gaman að fá að fylgjast með.
Margir kossar og kramar til ykkar allra/ Þórunn
Þórunn Larsson 19.7.2009 kl. 16:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.