Fimmtudagur, 6. ágúst 2009
Lok lok og læs?
Ég er að spá í að loka þessu bloggi, flestir á facebook og svo er ég kominn með íslenskt símanúmer svo það er bara hægt að bjalla (4960373).
Af okkur er annars allt gott að frétta, vinnan bíður handan hornsins, byrja á nýja vinnustaðnum mánudaginn 10.ágúst. Ekki nema rúmlega 50% staða en betra en ekkert. Erian að byrja í sinni praktík og hún tekur lokapróf frá skólanum nú í lok ágúst. Svo bara sjáum við hvar við stöndum þegar hún er búin í praktík í lok febrúar. Okkur langar að vera hér áfram en það stendur og fellur með því að við bæði höfum einhverja vinnu, vinnu sem dugar til að framfleyta fjölskyldunni.
Okkur líður vel hér í Köben, erum orðin nokkuð vön borgarlífinu og kunnum bara vel að meta það. Krakkarnir hafa aðlagast nokkuð vel og við heyrum ekki á þeim að þau vilji flytja heim. Okkur óar við tilhugsuninni einni saman að flytja heim; til þessa Kríslands þar sem umræðan er endalaus neikvæð og í raun er þetta blessaða land á hausnum. Við viljum gjarnan vera hér áfram eftir að Erian lýkur námi, ef þess er þá bara nokkur kostur. Ekki svo margt sem við söknum, jú Erian saknar sinna vinkvenna og ég sakna pabba, meira er það nú varla. Krakkarnir sakna einskis þannig lagað en þau nefna það títt að þau eiga fullt af dóti í íbúðinni á Silfurtúni sem þau gjarnan vilja hafa hér!
Nóg um það. En eins og ég sagði þá er ég að hugsa um að loka þessari síðu eða alla vega hætta að blogga um óákveðinn tíma, þeir sem eitthvað vilja af mér og okkur heyra er bent á facebook eða símanúmerið hér að ofan.
Bestu kveðjur
Einar Sveinn og co
Um bloggið
Uþþuþvuzz!
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Takk fyrir bloggið.Alltaf notalegt ef einhver saknar manns. Já síminn er allt sem við þurfum til að vera í sambandi. Okkur fannst ómögulegt áður en þið fenguð íslenska númerið. En bara bestu kveðjur.
pabbi 11.8.2009 kl. 20:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.