Fimmtudagur, 1. maí 2008
1.maí og himmelfartsdag reyndar líka!
Gleðilega hátíð nær og fjær. 1.maí og allir í skrúðgöngu, ekki rétt? Eru þær við lýði ennþá, ég bara spyr? Man ekki eftir að hafa farið í skrúðgöngu á 1.maí síðan ég var gutti, hálf vonlaus fyrirbrigði þessar göngur að mér finnst.
Við fórum ekki í skrúðgöngu á þessum bæ í tilefni dagsins en ég, Erian og Elísa tókum smá rúnt út á Garðskagavita og Lóla kom með líka. Löbbuðum þar dágóða stund á ströndinni, skítakuldi en fallegt veður og hressandi að berjast á móti norðanáttinni.
Krakkarnir eru annars bara í rólegheitum að leika sér, ekkert heimanám ennþá en ég sendi email á kennarann hans Gumma og fékk svar sem ég svaraði aftur og svo kom svar númer tvö. Um margt ágæt svör en bera vott um þekkingarleysi að mínu mati, gríp aðeins niður í hvað þessi ágæti kennari hafði að segja:
a) um hvort hann hafi ekkert fengið upplýsingar frá sérkennslu skólans um Guðmund (við vorum búin að tala við það batterí og biðja um að talað yrði við kennarann og hann settur inn í stöðuna hjá Gumma) segir hann..."ég hef fengið vitneskju um stöðu sonar þíns og því fylgir hans heimavinnuáætlun að hann gerir eins og hann getur, sem ég hef sagt við hann"
b) um heimanámið fyrir fimmtudaginn segir kennarinn:...."Hvað varðar heimanámið þá var það skýrt tekið fram í tíma að krakkarnir ráða hvort þeir klára það sem þau eiga að gera fyrir fimmtudaginn á fimmtudaginn eða um helgina.
hann sem sé hefur rætt þetta allt saman við drenginn....í skólanum en ekki séð ástæðu til þess að senda neitt með honum heim eða senda okkur línu eða hringja til að sjá til þess að upplýsingarnar komist til okkar örugglega. Gummi er ekki vís með að koma svona munnlegum skilaboðum til okkar, reyndar mjög ólíklegt að hann skili svona upplýsingum hingað heim, þe upplýsingum sem gefnar eru munnlega í skólanum."
Einnig um heimanám á rauðum frídögum segir þessi ágæti maður:..."Það er hinsvegar mín skoðun að krakkarnir geti tekið tíma frá fyrir heimalærdóm líka á frídögum." Sem sé, allt í fína að hafa heimanám 1.maí, bara hollt og gott sýnist mér.
Ég svaraði þessu og sagðist alls ekki geta verið sammála svona vitleysu um heimanám á frídögum og þá kom þetta hérna:..."Hvað varðar rauðu daganna þá er það auðvita ekki svo að þau verði látin læra á frídögum sínum í framtíðinni. Þetta er heyrir algerlega til undantekninga, að svona sé gert, og þá engöngu í efstu bekkjum. En ég vonaðist að með þessu væri hægt að bæta örlítið fyrir þær 3 vikur sem fóru forgörðum áður en ég mætti."
Í fyrsta lagi er varla hægt að segja að 5.bekkur tilheyri efstu bekkjum og þar að auki á ekki að refsa þeim um helgar og á rauðum dögum þó kennarinn þeirra hafi veikst og eitthvað tapast niður í yfirferðinni, alla vega finnst mér engin þörf á þessum aldri að leggja aukavinnu á svona unga nemendur á frídögum til að vinna upp eitthvað af því kennarinn þeirra veiktist.
En, svona var það, þessi kennari er að mínu mati bara reynslulaus og enginn búinn að segja honum neitt um hvað er í lagi og viðeigandi t.d. í sambandi við heimanám.
Nýjar myndir á myndasíðunni, teknar 1.maí.
Bestu kveðjur,
Einar Sv og familí
Um bloggið
Uþþuþvuzz!
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 1035
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Blessuð og sæl kæra fjölskylda. Til hamingju með 1.mai.'Eg hef aldrei farið í svona göngu,finnst það tilganslaust. 'Eg er hissa á þessum kennara,hefur hann ekki upplýsingar um barnið,eða hvað.Vona að þetta lagist ef þú röflar nóg við hann. Bestu kveðjur í bæinn.
mamma 1.5.2008 kl. 16:34
Jú jú, hann segir það að sérkennslan hafi talað við hann svo hann hefur allar upplýsingar. Annars er þessu lokið, ég hef komið okkar skoðun á framfæri og ekkert meira um það að segja, við stjórnum þessu heimanámi hjá Gumma sem fyrr, sama hvað hver segir!
Kveðjur í Breiðholtið
Einar Sveinn 1.5.2008 kl. 17:23
Til hamingju með daginn og takk fyrir bloggið. Tek undir gönguhugleiðingarnar með þér,hef ekki tekið þátt í þeim í gegn um tíðina. Sammála um þessi heimanámsmál hjá nafna mínum. Kennarinn virðist nú frekar reynslulítill. Takk fyrir myndirnar og bestu kveðjur
Pabbi 1.5.2008 kl. 19:17
hæ hó sveitó
kennarinn greinilega úti ad aka, og ekkert i kontakti vid hvad hentar Gumma persónulega. En bara ad thid hafid yfirumsjón med thvi,thad er númer eitt svo hann fái ekki stresskast yfir heimanáminu en sorry,bara FÁRÁNLEGT ad krakkarnir eigi ad vinna upp af thvi ad kennarinn fyrrverandi var veikur,sorry,ekki theirra vandamál
María Guðmundsdóttir, 1.5.2008 kl. 21:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.