Þeir kunna að semja í Dk, eða hvað?!

Þetta þykja mér góðir samningar, hækkun sem nemur allt að 4200 dönskum krónum á mánuði (rúmar 60 þúsund íslenskar). 

Kennarar hér á landi þykjast margir hverjir voða brattir með nýgerðan samning okkar sem nær til eins árs en þar er hækkun frá 13 til 23 prósent á tímabilinu.  T.d. hækka ég um 25 þúsund 1. júní og svo um 9 þúsund þann 1.ágúst, svo er einhver launaflokkabreyting á tímabilinu og 2,5 prósenta hækkun líka.  En voðalega finnst mér þetta ræfilslegt hjá okkur miðað við þetta þarna í Danaveldi, sérstaklega þegar tekið er með í reikninginn skelfileg kjör kennara hér á landi.  Annars er erfitt að segja með þessa dönsku samninga, örugglega ekki allir sem eru að fá svona góða hækkun.

Annars allt gott af okkur að frétta.  Vinnuhelgi hjá Erian en ég og krakkarnir heima (í heimanáminu, hahaha).  Við bara tókum það rólega, skruppum aðeins til afa og Jóhönnu, svo var auðvitað þetta hefðbundna verslerí og þessháttar skemmtilegheit.

Lóla stækkar og stækkar og við erum búin að fara 2 eða 3 sinnum með hana niður í fjöru síðan á fimmtudag og leyfa henni að hlaupa þar um og skottast.  Það finnst henni ekki leiðinlegt og við hittum t.d. boxerhund þarna á laugardaginn og það er alveg nauðsynlegt fyrir lítinn hvolp að hitta aðra hunda svona á uppvaxtartímanum, þannig félagsvenst hún mun betur og verður skemmtilegri í kringum aðra hunda og ekki árásargjörn.

Heil vinnuvika framundan sem heyrir nú til undantekninga í maímánuði, reyndar ekki alveg heil því það er jarðarför í Sandgerði á miðvikudag og allar stofnanir bæjarins lokaðar frá hádegi.  Svo er bara löng helgi framundan, sjálf hvítasunnuhelgin og ekki þykir manni nú leiðinlegt að vera í fríi á mánudegi, ekki alveg skemmtilegustu dagarnir í skólanum.

Jæja, læt þetta duga í bili, ánægður með opinbera starfsemenn í Danmörku, þeir kunna að semja, alla vega miðað við okkur vesæla Íslendinga!

Bestu kveðjur,

Einar Sv og familí

 


mbl.is Samið í Danmörku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ.Já það væri munur að vera kennari í D.K. eða hvað. Hér eru öll störf sem snúa að börnum sjúkum og öldruðum einskis metið,bara ef það éru alvöru peningar í spilinu þá er nú eitthvað annað.Það er kannski ´fínt að vinna í banka eða eitthvað þannig. Vona þið hafi það gott.Bæ bæ.

mamma 6.5.2008 kl. 13:35

2 Smámynd: María Guðmundsdóttir

heyrist nú hér ad ekki sé alveg ad marka hvad er auglýst i fjølmidlum ad raunhækkun sé á laununum..er svipad hér og heima..fer vist allt eftir hvernig thetta er reiknad út..en vid audvitad daudfegin ad verkfallid er búid og nú fer Hannan i pøssun bara á morgun.

Kvedjur i bæinn,eigid góda vinnuviku    

María Guðmundsdóttir, 6.5.2008 kl. 15:03

3 identicon

Já, gott að Hanna panna fær pössun, en já, maður veit að fjölmiðlar matreiða svona tölur þannig að hæsta mögulega hækkun er sett fram en svo er fullt af fólki sem er ekki að fá neitt nálægt þessari háu tölu.  Annars er ég slappur í reikningi og veit lítið um svona reiknikúnstir en breytir því ekki að mig grunar að hér sé verið að semja um mun fleiri krónur en við erum að gera hér heima.

Bestu kveðjur,

Einar Sv

Einar Sveinn 6.5.2008 kl. 16:12

4 Smámynd: María Guðmundsdóttir

já thad efast ég reyndar ekki um  vantar allt bein i nefid á thessum stéttum heima.

María Guðmundsdóttir, 6.5.2008 kl. 16:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Uþþuþvuzz!

Höfundur

Einar Sveinn Guðmundsson
Einar Sveinn Guðmundsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • golf og grill með kennurum 033
  • 101_0132
  • 17.júní 2004
  • 17.júní 2004
  • 562284 473572602656489 100000112607813 2014421 611042547 n

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 790

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband