Vika í fermingu, fimm í flutning!

Það styttist í fermingu, einungis vika í veisluhöldin og spennan að verða óbærileg!  Nei, segi það nú ekki en mikið verður maður feginn þegar þetta er allt yfirstaðið.  Svo er bara að pakka restinni af draslinu í kassa því það eru einungis fimm vikur í flutning, þann þriðja á fimm árum og geri aðrir beturSmile. Væri nú kannski ekki mikið ef verið væri að flytja á milli staða hér á svæðinu en við erum jú að tala um að flytja milli landa og það í þriðja sinn.  Reyndar var þetta varla nokkur flutningur þarna um árið til Köben, fórum með nokkra kassa, sængur og hund og that was it!  En nú skal fara með allt hafurtaskið og með því hugarfari að setjast að til frambúðar og það má guð vita að vonandi lukkast okkur í þetta sinn að bregða búi til frambúðar.

En að öðru.  Þetta eina og hálfa ár hér á klakanum hefur nú verið svona upp og ofan, aðallega van!  Við fengum ágætis íbúð á Suðurgötu í Sandgerði, 170 fermetrar svo ekki vantar plássið.  Kofinn er kominn aðeins til ára sinna og má muna sinn fífil fegurri en okkur hefur svo sem liðið þokkalega hér.  Reyndar vantar alla fataskápa í kofann, allir gluggar virðast vera ónýtir, vottar fyrir raka á tveimur stöðum, eldhúsinnréttinguna má fljótlega taka í nefið þar sem hún er að hryngja, vatnsleiðslur orðnar stíflaðar af skít svo það tekur um 40 mínútur að renna í bað, rafmagnið furðulegt þar sem einungis önnur hver innstunga er í lagi og oft að slá út hér.  Annað í nokkuð góðu lagi, frábært útsýni t.d.  Þetta hús hefur einhvern tímann þótt flott hér í denn en þarf á andlitslyftingu að halda.

Við höfum sem sé haft nægt pláss en lítið var af því í skonsunni sem við leigðum í Köben á rúmar 10 þúsund danskar, með heilum 2 svefnhverbergjum.  Við vorum bíllaus úti og allt í fínu með það þar sem almenningssamgöngur eru góðar.  Hér fjárfestum við í gömlum skrjóð sem hefur þurft á verkstæði í einhver skipti en bíllaus getur maður ekki verið á Íslandi.  Okkur fannst viturlegra að kaupa gamla tík og eiga hana skuldlaust frekar en að borga yfir 20 þúsund af bílaláni í hverjum mánuði, enda hefðum við aldrei ráðið við svoleiðis fjárfestingu miðað við okkar efnahagsreikning; en það er líka dýrt að keyra um á druslum svo mikið er víst.  Svo seldi ég skrjóðinn þann 1.maí og er nú  sí og æ að sníkja bíl að láni hjá foreldrunum.

Ég hef unnið á mínum gamla góða vinnustað, Grunnskólanum í Sandgerði.  Ég held ég hafi verið búinn með kennarakvótann vorið 2007 og eftir þetta eina og hálfa ár þarf ekki frekari vitnanna við, ég er búinn með mína pligt hvað kennslu varðar!  Reyndar fékk ég afar erfiðan umsjónarbekk, fékk jú starfið af því að það þurfti að skipta þessum árgangi í tvennt vegna hegðunarvandkvæða.  Ég bara hef ekki orku í svona bull lengur, missi næstum trúna á mannkynið á stundum eftir dag með þessum greyjum. En vinnufélagarnir eru frábærir sem fyrr, margir hressir karlar þarna núna og aldrei verið fleiri karlar að kenna síðan ég byrjaði þarna 1996.  

Erian fór að vinna í flugstöðinni, eins og hún hafði gert árin áður en við fórum út.  Hún hafði einhvern tímann heitið sér því að vinna ekki aftur í flugstöðinni, var orðin leið á því, en hvar á fólk að vinna hér á Suðurnesjum annars staðar en í flugstöðinni?!  Hún hefur ekki verið sátt með að vera þarna, kom fljótt fram óánægja hjá henni í vinnunni, þetta var eitthvað sem hana langaði ekki til að gera.  Stærsta ástæðan fyrir því að við fórum að spá í að fara út aftur liggur í því að við höfum hvorugt verið nógu ánægð með okkar vinnu en auðvitað eru aðrir hlutir á bak við þessa ákvörðun líka, aðallega sú að okkur langar bara meir að setjast að úti en að vera hér, það er ekkert flóknara en það.

Nú nú, krökkunum hefur gengið þokkalega að aðlagast svo sem, hafa plummað sig í skólanum en þeim blöskrar öllum slæm hegðun bekkjarsystkina sinna, segja öll að svona hafi þetta ekki verið í skólunum þeirra úti.  Gummi og Elmar æfðu lengi vel sund (eina íþróttin sem þeim hugnaðist af því sem í boði er hér), Alexandra og Elísa hafa ekki verið í íþróttum né neinu tómstundastarfi.  Gummi hefur verið duglegur að stunda félagsmiðstöðina hér, spilar borðtennis við skólabræður sína og rústar þeim öllum sem einum í þeirri íþrótt, spaðaíþróttir eru hans ær og kýr.  Elísa hefur eignast eina vinkonu og gengur á með skini og skúrum í þeim vinskap, Elmar hefur ekki eignast vini hér en er samt ágætlega liðinn í skólanum af bekkjarfélögunum.

Við höfum á þessu hálfa öðru ári farið einu sinni í sumarbústað á Flúðum og þar er alltaf jafn yndislegt að vera, fengum pabba og Jóhönnu til okkar í smá heimsókn þegar við vorum þar og tókum smá golden circle með þeim sem var frábært og í góðu veðri.  Við höfum líka farið í tennishöllina í Kópavogi a.m.k. tvisvar og spilað með krökkunum, klukkutíminn kostar reyndar 4 þúsund kall.  Svo höfum við farið einu sinni í keilu í Öskjuhlíðinni og í bíó í Egilshöll að sjá Harry Potter.  Annað höfum við nú varla sýslað sem fjölskylda sem orð er á hafandi þennan tíma okkar hér.

Við hlökkum til að takast á við nýjar áskoranir, Erian ætlar sem sé aftur í nám og ég bara að leita að vinnu, krakkarnir ætla að vera aktívir í einhverju þarna úti, t.d. ætlar Gummi að skrá sig í borðtennisklúbb og vonandi tennisklúbb líka, Elísa og Elmar vilja læra á gítar en Alexandra veit ekkert hvað hún vill gera í sínum frítíma, reynum að koma henni á myndlistarnámskeið, held hún yrði góð þar. Við vitum alveg af fenginni reynslu að það tekur á að flytja og það tekur tíma að koma sér inn í málið aftur, koma sér inn í danskan rythma og venjast nýjum aðstæðum.  Ég veit vel að maður þarf að þola mótlæti oft á tíðum t.d. hvað varðar atvinnuleit en í þetta sinn er ákveðið að fara ekki á taugum þó eitthvað bjáti á, hlutunum verður mætt með jafnaðargeði og yfirvegun.

Svo verður það plús að vera laus undan þessu rausi hér um efnahagsmál og lausnir og lausnarleysi í þeim efnum, hér ráða ríkjum aðilar sem vita ekkert hvað skal gera til að koma landinu úr þessum öldudal sem það er í og í stefnir að gömlu klíkurnar, gömlu ríkisbubbarnir sem allt áttu taki völdin aftur. Engin sýnileg stefna er í gangi hvert Ísland á að halda t.d. hvað varðar peningamál.  Svo ég verð feginn að vera laus við þetta, fylgist samt eitthvað með úr fjarska en laus við að ræða þessi mál í hverjum kaffitíma og hlusta á rausið í liðinu hjá Agli í Silfrinu, furðulegt að maður skuli yfirhöfuð vera að fylgjast með þessu, öss maður má ekki við svona neikvæðni!

Jæja, er ég þá ekki bara öpp tú deit með þetta allt, kominn að nútímanum,búinn að dekka þetta stopp sem varð á blogginu frá 2009!  Læt fylgja nokkrar myndir hér neðan við, mynd af Edvard Thomsens vej þar sem við bjuggum úti og Suðurgötu 31 þar sem við búum nú og kannski fleiri ef ég finn eitthvað skemmtilegt að setja með hérna.

Edvard Thomsens vej

 

 

 

 

 

 

 

 

Edvard Thomsens vej, við bjuggum á jarðhæð þarna fyrir miðju.

Suðurgata 31

 

 

 

 

 

 

 

 

Slottið á Suðurgötu 31, hér erum við uppi.

Sumarbústaður Flúðir 2011 013

 

 

 

 

 

 

 

 

Tekin í fyrra á Selfossi, vorum á Flúðum í nokkra daga.

Sumarbústaður Flúðir 2011 138

 

 

 

 

 

 

 

 

tjaldstæðið hjá Geysi, rjómablíða.

kúlan næstum þyngri en Elísa!

 

 

 

 

 

 

 

 

fórum i Keilu þegar Gummi varð 14 ára, rosa gaman.

tennishöllin okt 2011 048

 

 

 

 

 

 

 

 

og að lokum ein úr tennishöllinni, Gummi alveg með þetta! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gaman ad lesa thetta Einar. Thid egid eftir ad géra thad gott i DM, eins og fyrr er sagt, madur verdur ad fylgja tvi sem madur trúir á. Knús og kossar til ykkar allra. Hälsar, Tórunn

Torunn Larsson 20.5.2012 kl. 18:35

2 identicon

Já takk fyrir bloggið.Fynnst þetta vera bara satt og rétt og vona bara að allt gangi ykkur í haginn. Verður mikil eftirsjá í ykkur,en þýðir ekkert að súta það.Já nú fer þetta að bresta á,ferming og flutningur. Verður búið áður en við vitum af.Veður skemmtilegra ef þú bloggar öðru hvoru. En nóg í bili.Knús héðan

pabbi 21.5.2012 kl. 20:44

3 Smámynd: María Guðmundsdóttir

Gód dekkning á sídustu árum :) vona ad thetta gangi allt upp í thetta skiptid, hef fulla trú á thvi. Og já,bara um ad gera ad stydja vel vid bakid á krøkkunum og koma theim i tómstundir/íthróttir , thá kemur thetta mun fyrr og sidur likur á leida og heimthrá ;)

María Guðmundsdóttir, 22.5.2012 kl. 06:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Uþþuþvuzz!

Höfundur

Einar Sveinn Guðmundsson
Einar Sveinn Guðmundsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • golf og grill með kennurum 033
  • 101_0132
  • 17.júní 2004
  • 17.júní 2004
  • 562284 473572602656489 100000112607813 2014421 611042547 n

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband