Að lokinni fermingu.

Þá er búið að ferma ungmennin og stressið sem því fylgdi yfirstaðið.  En ekki tekur betra við, nú skal setja fullt gas á flutningsundirbúninginn.

Eitt af því sem þarf að gera við flutning er að verða sér út um kassa og setja draslið í þá væntanlega.  Rúllaði mér inn í Byko áðan og ætlaði að kaupa nokkra flutningskassa í búnti.  Stúlkan sem ég talaði við sagðist bara eiga millistærð af kössum (þetta eru næfuþunnir kassar, engir flyttekasser eins og mann fær hjá Silvan, bara ómerkilegir pappakassar), hún hélt að stykkið væri á 300 krónur eða þar um bil.  Ég ákvað að taka 10 kvikindi og brunaði á kassann.  5000 kall sagði daman og mér krossbrá, ertu að grínast sagði ég, kostar einn svona prumpukassi 500 kr?  Hún fór eitthvað út í búð og kom að vörmu, jú jú, 500 kall á kassann!!!  Er það bara ég eða finnst ykkur þetta normal?  Afþakkaði kassana með hraði, held ég fari bara og sníki mér kassa í einhverjum verslunum.

Aftur að fermingunni.  Hér mættu 25 manns eða eitthvað nálægt því.  Veður var með besta móti, sól og blíða.  Messan í Hvalsneskirkju þar sem boðið var uppá poppaðri messugerð en maður er vanur; fór það vel í fólk, engin helgislepja yfir þessu.  Presturinn var með fína ræðu og ég hlustaði meira segja á hann með athygli!  Eitt af því sem ég hjó eftir var að maður ætti að koma fram við allt fólk af virðingu, skiptir engu hvort manni líki vel eður ei við viðkomandi.  Veislan heppnaðist vel, alltaf svo notalegt að hafa þetta bara heima fyrir.  Veitingarnar runnu ljúft niður en heljarinnar hellings afgangur auðvitað, enda fólk að detta úr skaftinu alveg fram á fermingardaginn sjálfan!  Við Íslendingar erum ekki þekktir fyrir mannasiði almennt eða tillitsemi gagnvart hvert öðru.  Eitt sem ég varð var við í Danmörku var að Danir eru okkur mikið fremri í öllu hvað þetta varðar, enginn Dani hefði látið vita daginn áður að hann kæmi ekki í veisluna, hvað þá að hann léti bara alls ekki sjá sig.  Einhverjir komu einir þegar reiknað var með maka.  En svona er þetta á Íslandi og fólki finnst þetta bara ok, kannski og án efa hefur maður verið svona ótillitsamur sjálfur í gegnum tíðina.

En það sem öllu skiptir er að krakkarnir voru himinlifandi með þetta allt saman og þetta var skemmtileg stund með góðu fólki.

Nú styttist í annan endann á skólaárinu, krakkarnir fengu sinn vitnisburð í dag og skóla slitið; ég þarf að ljúka 2 dögum í viðbót og endað verður á golfi og grilli hjá starfsfólki á fimmtudag, jafnvel tekið í bjór!

Krakkarnir stóðu sig með sóma, fengu fínar einkunnir og Gummi fékk viðurkenningu fyrir háttvísi og prúðmennsku; hlaut hann bíóferð fyrir 2 að launum og hann var ansi sáttur með þetta allt.

Jæja, læt þetta duga í bili, framundan flutningsvesen á háu stigi, ótrúlega margt sem þarf að gera þegar flutt er, hvort sem er á milli húsa eða milli landaGrin

 

401593_473574952656254_100000112607813_2014436_1330428114_n

 562284_473572602656489_100000112607813_2014421_611042547_n

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: María Guðmundsdóttir

held thetta sé alíslenskt fyrirbæri ad afboda á sidustu stundu.. hrundu 10 manns úr minni veislu daginn ádur og samdægurs! Svo situr madur med heilu fjøllin af afgøngum, og hellings peningur i thvi sem hefdi getad notast i annad. Ennnnnn, gott ad krakkarnir eru sátt og glød med daginn,thad er fyrir mestu :) góda skemmtun i pakkeríinu.. litil øfund hédan..minna skemmtilegt en margt annad,pent sagt ;) kvedja i kotid hédan.

María Guðmundsdóttir, 5.6.2012 kl. 18:58

2 identicon

Já fermingin var mjög fín,létt í kirkjunni,Bara gaman.Já það er skrítið að láta ekki vita eða á síðasta degi. Já nú tekur flutningsvesen við. Færð kassa í Nettó eða Bónus. Talar við fólkið og lætur vita að þig vanti kassa,annars pressa þeir kassana í pressu fyrir utan.Ferð ekki að kaupa þá á 500 kr stykkið. Gott að krökkunum gekk vel.En takk fyrir bloggið,verðum í bandi<3

pabbi 5.6.2012 kl. 19:08

3 identicon

Gott ad allt sé á gódri leid hjá ykkur. Sendi ykkur minar bestu kvedjur um ad allt gangi vel hjá ykkur, verdur svo gaman ad fylgjast med.

Koss og knús

Fraenka

Torunn Larsson 5.6.2012 kl. 19:12

4 identicon

Þetta verður bara gaman :) hver hefur ekki gaman af að flýtja og setja dótið í kassa ..bara til að taka þeim aftur út ? :)

Maður verður bara að vera fegin að við erum búin með ferming, og allt gekk vel :) Signed, sealed , delivered...and I´m moving on ;)

Nú hlakka ég til að ferðast aftur.

Love you!

Erian 5.6.2012 kl. 19:57

5 Smámynd: María Guðmundsdóttir

kominn timi á nýtt blogg takk :D

María Guðmundsdóttir, 16.6.2012 kl. 15:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Uþþuþvuzz!

Höfundur

Einar Sveinn Guðmundsson
Einar Sveinn Guðmundsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • golf og grill með kennurum 033
  • 101_0132
  • 17.júní 2004
  • 17.júní 2004
  • 562284 473572602656489 100000112607813 2014421 611042547 n

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband