7.desember 2008

IMG_3686
IMG_3917

Jæja, þá er baðframkvæmdum nánast lokið og hér að ofan má sjá myndir af þessu hvernig baðið var og svo hvernig það er núna, þetta hvíta á gólfinu er fúga en ég var að setja aftur fúgu á milli flísanna á gólfinu.

Annars er allt gott af okkur að frétta, jólin nálgast og ekki nema tvær vikur í jólafrí, langþráð.  Ekki er maður nú kominn í mikið jólaskap samt, það kemur sennilega þegar Erian kemur heim en hún er væntanleg þann 19.des.

Krakkarnir eru að standa sig vel í því sem þau eru að gera, bæði í skólanum, leikskólanum og svo í tónlistarskólanum.  Elmar og Alexandra spiluðu á tónleikum fyrir nokkrum vikum og stóðu sig frábærlega.  Alexandra spilaði svo á þjóðahátíð sem haldin var hér í Garði laugardaginn 22.nóvember og hún stóð sig mjög vel þar líka.  Þau eru bara orðin svakalega flink að spila á þessa trompeta sína, en stundum er nú ekkert gaman að hafa hávaðann í þessum lúðrum í eyrunum þegar verið er að æfa sig, en maður lætur það svo sem ekki trufla sig.  Sjálfur lærði ég á blokkflautu í gamla daga, kunni að lesa nótur og alles, en lagði flautunni þegar við fluttum á Skagann og hef ekki snert á hljóðfæri síðan.

Annars er manni ofarlega í huga þessa dagana ótímabært fráfall Rúna Júll,maðurinn sá var Keflvíkingur númer eitt og fráfall hans hefur stór áhrif á alla Suðurnesjamenn sem og marga aðra landsmenn.  Ég afrekaði það að koma inn hjá Rúna einu sinni en þá var Orri Harðar vinur minn að vinna í stúdíói hans og ég kom þarna að sækja félagann af Skaganum.  Orri átti ekki nógu sterk lýsingarorð til að lýsa mannkostum Rúna Júll og það sem maður les í blöðum nú og heyrir í fréttum þá eru allir samferðamenn Rúnars sammála um að hann hafi verið hreinn og klár öðlingur. 

7.desember í dag og afmælisdagur langafa míns Einars Sveins Frímann, hann hefði orðið 125 ára í dag kallinn, merkisafmæli!  Til hamingju með daginn segi ég bara.

Jæja, ætli ég láti þetta ekki duga í bili, það er yfir manni eitthvert bloggslen þessi dægrin en ég reyni að henda inn færslu við og við, ef andinn kemur yfir.

Eigið góðar stundir og ekki láta jólastressið gera útaf við ykkur.

Kveðjur bestar, Einar Sveinn og börn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: María Erian Guðmundsdóttir

Flott job hjá þér og tengdapabbi.

Og til hamingju með langafa Einar Sveinn Frímann

Kveðja héðan í skidekoldt Köben, þín frú

María Erian Guðmundsdóttir, 7.12.2008 kl. 20:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Uþþuþvuzz!

Höfundur

Einar Sveinn Guðmundsson
Einar Sveinn Guðmundsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • golf og grill með kennurum 033
  • 101_0132
  • 17.júní 2004
  • 17.júní 2004
  • 562284 473572602656489 100000112607813 2014421 611042547 n

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 821

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband