31.desember 2008

Við komumst á leiðarenda í gær áfallalaust en ferðalagið var nú samt langt og strangt og nokkuð lýjandi. Við vorum með 4 stórar töskur, ein vigtaði 50 kg við tjékk innið, hundur í búri, 4 börn, 2 fullorðnir og svo einar 7 smærri töskur í handfarangri. 

Hundurinn vældi og skældi þegar hann sá okkur á flugstöðinni svo undirtók á öllum Kastrupvelli, fólk góndi á okkur eins og við værum einhver viðundur með þetta pirrandi dýr vælandi í búrinu.  Svo vildu tollararnir sjá pappírana fyrir hundinn, hundurinn enn organdi í búrinu og ástandið pínlegt og pirrandi, og svo kom frá þeim að það þyrfti að vera búið að bólusetja hundinn mánuði áður en við komum til landsins.  Erian lét tollarana heyra það bara, hvers lags bull þetta væri, okkur hefði verið sagt að allt væri í orden og hundurinn bólusettur á réttum tíma.  Tollaragreyið hundsaðist þá til að tala við einhvern yfirmann og kom svo aftur skömmustulegur á svip og tilkynnti okkur að allt væri í lagi, bólusetja verði hunda 3 vikum áður en komið er til landsins en ekki mánuður; svo bara éttu hund tollari=)

Á flugvellinum biðu svo Margeir og öll familían eftir okkur, eitthvað sem við áttum ekki von á, bara með skilti sem á stóð velkomin heim og var nú gott að sjá þau og fá hjálp með allt draslið.

Tókum metróinn uppá Badensgade og hentum dótinu upp í ris þar sem við munum búa næstu daga og vikur kannski, svo bara labbað í rólegheitum til Margeirs og fjölskyldu þar sem beið okkar dýrindis máltíð.  Við áttum svo góða kvöldstund með þeim þar til seint í gær og voru það þreyttir, lúnir ferðalangar, en ánægðir, sem settu haus á kodda hér undir miðnætti.

Nú erum við að leggja íann til þeirra Margeirs, Hafdísar og barna og verðum við þar í mat í kvöld og fögnum nýju ári með þeim.

Við óskum öllum vinum og ættingjum gleðilegs árs og þökkum kærlega fyrir allt gamalt og gott.

Einar Sveinn, Erian og börn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: María Guðmundsdóttir

Gledilegt ár sømuleidis, kvedja til Margeirs og familie, vonandi var stud hjá ykkur i gærkvøld. Velkomin "heim" bara :-) gott thid komust heilu og høldnu á leidarenda.

Hér var bara sprengt nokkud mikid i gær,mun meira en sidast, var nú ekki mikid eins og thid kannski munid. Mikael tók vid hlutverki sprengjusérfrædings af Bjarka...svo thad var fjør á bænum.

Heyrum i ykkur sidar, knús og kram á lidid...Harlevgengid( og afi og Jóhanna)

María Guðmundsdóttir, 1.1.2009 kl. 10:09

2 identicon

'Oska ykkur alls góðs á nýju ári og i nýja landinu, núna kanski er séns á að sjá ykkur. KramarÞórunn

Þórunn Larsson 4.1.2009 kl. 11:45

3 identicon

Velkomin til Skandinavíu!

Heyrumst einhvern daginn!

 Skilaðu bestu kveðju til allra!

kveðjur og kramar , Ingimar

Ingimar 5.1.2009 kl. 17:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Uþþuþvuzz!

Höfundur

Einar Sveinn Guðmundsson
Einar Sveinn Guðmundsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • golf og grill með kennurum 033
  • 101_0132
  • 17.júní 2004
  • 17.júní 2004
  • 562284 473572602656489 100000112607813 2014421 611042547 n

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 795

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband