Janúar langt kominn

Datt í hug að setja á blað nokkrar línur um hvernig gengur hér í Köben, allt að gerast hér en ekki hvað!

Það merkilegasta sem hefur gerst er sennilega að Elísa missti sína fyrstu tönn í vikunni og ekkert lítið sem hún var grobbin yfir því.  Komu samt smá tár þegar við vorum að taka tönnina en svo breyttist það í gleðitár með meiru!

Elísa missti sína fyrstu tönn

Elmar Ingi er byrjaður í skóla í Bronshoj og líkar bara vel.  Hann er sóttur á morgnana af Taxa og keyrður heim líka, alltaf búinn um 1 leytið.  Okkur leist ekkert á þetta fyrst en sjáum svo að þetta er fínn skóli og drengnum líður vel, það er fyrir mestu.  Annað hjá okkur núna en síðast, öll börnin komin í skóla og leikskóla innan fyrstu 2 vikna okkar hér og þeim líður öllum vel í sínum skólum og leikskóla.

Við höfum verið að leita að húsnæði síðan við komum hér og í vikunni hljóp á snærið og við erum búin að festa okkur íbúð hér á Vest Amager, rétt hjá risa verslunarmiðstöðinni Fields sem er sú stærsta sinnar tegundar á Norðurlöndum.  Íbúðin er 100 fm í blokk, nýlegri og henni fylgja ýmsir nauðsynlegir hlutir eins og ísskápur, uppþvottavél, þvottavél og þurrkari, munar um minna.

stofa

Hér er mynd úr stofunni, ekki okkar húsgögn, við flytjum jú ekki inn fyrr en 1.febrúar!

elhús líka

Hér er svo elhúsið, allt nýlegt og fínt þarna.

Annars fórum við skrautlega ferð niður á Nörrebro um síðustu helgi þar sem ætlunin var að skoða íbúð, 80 fermetra.  Við tókum strætó og á leiðinni komu inn drengir, unglingspiltar í jökkum merktum Írak. Þeir voru með hávaða og læti og hálfgerð dólgslæti í bössinum, töluðu eitthvert hrognamál en ég heyrði þá amk 3 sinnum segja rasismi, samt var enginn að abbast upp á þessa kóna.  Nú við fórum úr bössinum skömmu síðar, fundum götuna sem leit mjög illa út, allt i veggjakroti og ógeði og okkur leist ekki á blikuna.  Löbbuðum því bara framhjá húsinu, upp í strætó aftur og heim.  Margeir sagði okkur svo þegar heim var komið og hann vissi hvert við höfðum farið að þarna í þessu hverfi hefðu verið skotárásir um daginn, einhverjir Arabar að drepa hvern annan, alla vega var einn skotinn til bana þarna skammt frá fyrir nokkrum dögum.  En þetta var engu að síður forvitnilegt, vissum þá alveg hvers konar hverfi við viljum ekki búa í!

Ég er að fara í viðtal hjá einhverju vikar-kompanýi í næstu viku, skrifstofa sem sér fyrirtækjum fyrir vinnuafli ef það eru forföll, þannig að maður getur verið kallaður út í vinnu með stuttum fyrirvara.  Svo á ég annað viðtal 9.feb en það er hjá svona heimili fyrir aldraða sem geta lítið bjargað sér sjálfir, þetta er líka svona vikar vinna, íhlaup.  Þannig að þetta er allt í áttina.

Gengur bara vel hjá Erian í skólanum, alla vega fékk hún námslánin afgreidd fyrir haustönn, fékk góða umsögn frá skólanum og allt klárt til að skella sér á fullum krafti í vorönnina.

En nú er laugardagur til lukku.  Við skruppum aðeins til Örestad, en það er þar sem við fengum íbúð, og skelltum okkur aðeins í Bilka.  Keyptum nú ekki mikið, vorum aðallega að sýna krökkunum umhverfið þar sem við munum búa.

En annars allt gott af okkur að frétta.

Læt fylgja að lokum nokkrar myndir teknar nú í janúar.

Kveðjur bestar, Einar Sveinn og familí

1.janúar 2009

Nýársdagur á Amagerströnd, það var skítkalt en samt voru þarna nokkrir allsberir karlar, já segi og skrifa allsberir, að baða sig í sjónum=(

 

Eyrarsundsbrúin

Þarna má sjá Eyrarsundsbrúna, stutt yfir til Sverge!

 

áramótin

Við hjónin á gamlárskvöldi.

 

þröngt á þingi í stofunni á Badensgade

Stofan okkar á Badensgade 2

 

þröngt mega sáttir sofa

Þröngt mega sáttir sofa, þau eru 3 saman í rúmi, Gummi sefur einn og sér, enda bráðum unglingur!

 

janúar 2009 090

Lóla hefur það huggulegt í Danmörkinni, upp í hjónarúmi=(

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ Svenni minn gott að þið skulu vera búin að fá góða íbúð og allt gengur vel . Við vorum í boði hjá Eina og Sollu í dag þetta var jólaboð svona í seinna lagi vegna veikinda það báðu allir að heilsa ykkur og góðar kveðjur . ástar kveðja til ykkar frá okkur Ella Maja.

Elin Maria 24.1.2009 kl. 19:07

2 identicon

Halló elskurnar. Gott að allt gengur svona vel og krakkarnir ánægðir í skólanum ,gott að Erian gerir það gott í skólanum. Verður aldeilis munur þegar þið verðið flutt í íbúðina. Vonandi gengur bara vel í framhaldinu með vinnuna.Fyrir mestu að ykkur líði vel og séuð ánægð. Allt gott héðan. Bara bestu kveðjur. Kossar og knús á línuna.

Pabbi 25.1.2009 kl. 01:04

3 identicon

Lukkuóskir með allt kærar kveðjur. Kram frá Larssonsliðinu i Sviariki

Þórunn Larsson 25.1.2009 kl. 17:09

4 identicon

Til hamingju með daginn Svenni minn kveðja Ella Maja

Elin Maria 26.1.2009 kl. 17:33

5 identicon

Allt í gúddí á Íslandinu góða, ja eða þannig hélt að ég væri í Írak á tímabili svona miðað við fréttir frá miðbænum. En gott að allt gengur ykkur í haginn. Ég veit að þetta á allt eftir að blómstra hjá ykkur og þið verðið bara ánægðari. Knús í hús og til hamingju með morgun daginn þín besta frænka Sissú

Sissú 26.1.2009 kl. 18:09

6 Smámynd: María Guðmundsdóttir

 til hamingju med daginn stóri bró  vonandi áttu gódan dag , ekki steik i matinn???

kvedja hédan frá Harlevinu

María Guðmundsdóttir, 27.1.2009 kl. 07:54

7 identicon

Hæ,hæ,gaman að lesa bloggið þitt;)  flott að krakkarnir séu komnir í skóla og íbúðin lítur vel út  Samt virðist vera voða kósý hjá ykkur á staðnum sem þið búið á núna,en kannski pínu þröngt og kannski pínu þreytandi til langs tíma

 Hafið það gott,kv. Hanna Rún

Hanna Rún 28.1.2009 kl. 09:21

8 identicon

Takk fyrir afmæliskveðjurnar, og já Hanna Rún, það er voða kósí hjá okkur hérna í 50 fermetrunum, en það er svo ískalt inná baði og í eldhúsinu, engir ofnar þar og hiti við frostmark nánast.  Við fáum örugglega víðáttubrjálæði í nýju íbúðinni, hún er helmingi stærri en sú sem við erum í núna, bestu kveðjur til þín og þinna.

Einar Sveinn 28.1.2009 kl. 13:17

9 identicon

Sæll Sveinki minn, vildi bara minna á að ég vil fá að lesa meira blogg, komið inn i febrúar sko...bara minna á.

Margir kramar til ykkar allra. Þin frænka þórunn

Þórunn Larsson 5.2.2009 kl. 20:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Uþþuþvuzz!

Höfundur

Einar Sveinn Guðmundsson
Einar Sveinn Guðmundsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • golf og grill með kennurum 033
  • 101_0132
  • 17.júní 2004
  • 17.júní 2004
  • 562284 473572602656489 100000112607813 2014421 611042547 n

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 800

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband