Skítakuldi en lífið gengur sinn gang

IMG_4348

Úti er skítakuldi síðustu daga og í gær kom smá snjór.  Gummi og Alexandra notuðu tækifærið og skruppu út að gera snjókall.

IMG_4349

Já, það er skítakuli í Köben þessa dagana, aldrei samt eins kalt eins og var í morgun, brrrrrrrrr.

Ekki nóg með að það hafi verið kalt heldur þurfti metrókerfið að klikka líka svo við lentum í algerum vandræðum, fyrst Gummi og Alxandra á leið í skólann og svo Erian á leið í sinn skóla og loks ég og Elísa á leið í leikskólann.  Eitthvað óhapp hafði orðið milli Nörreport og Kongens Nytorf þannig að stórir flöskuhálsar mynduðust. 

Krakkarnir komust í skólann en voru eitthvað of sein, Erian komst upp á Christianshavn en varð að taka leigubíl þaðan í skólann.  Við Elísa komumst hvorki lönd né strönd svo við fórum bara í Fötex uppá Amagerbro en neyddumst svo til að taka taxa heim, ekki smuga að komast í metróinn því þar niðri var haugur af fólki að bíða og ekki leist mér á það.  Svo við bara gáfum leikskólanum frí í dag og erum í rólegheitunum heima  Svona getur þetta verið í stórborginni, ef lestarkerfið klikkar þá fer allt í hakk.

Annars er það að frétta að ég var að vinna í síðustu viku heila 4 daga, mánudag til fimmtudags og rakaði inn 25 tímum.  Vandinn við þennan leikskóla er að hann er svo lítill, ekki nema 6 eða 7 starfsmenn þarna svo forföll eru ekki eins tíð eins og á stærri leikskólum.  Annars er þetta bara fjandi snúið að láta hlutina ganga upp útaf staðsetningunni á leikskólanum hennar Elísu, eiginlega passar engin vinna fyrir mig nema eitthvað sem byrjar ekki klukkan 7 eða 8 á morgnana.  Það er líka snúið fyrir Erian að fara með stelpuna því þá lendir hún i því að koma of seint í skólann.  Ofan á allt þá er greinilegur samdráttur á atvinnumarkaði hér þannig að það er ekki létt að finna vinnu og það eitthvað sem passar okkar prógrammi.  En sjáum hvað setur, ég sæki um á fullu, 2-3 umsóknir sem ég sendi út daglega en afar dræmar undirtektir.

Annars gengu þessi 4 dagar vel fyrir sig og ég held að þeim þarna á Filipo sogns leikskólanum hafi litist ágætlega á mig, alla vega nóg vel til að biðja mig að koma meira en einn dag og ég á von á að það verði hringt í mig ef einhver meldar sig veikan eða þarf frí.  Í raun þarf ég að hafa um 20-25 tíma á viku í vinnu ef vel á að vera, námslánin hennar Erian duga ekki einu sinni fyrir leigu og skólagjöldum hvað þá meira.  En við reynum að stressa okkur ekkert yfir þessu, hlutirnir taka sinn tíma og manni verður alltaf eitthvað til, sagði amma Magga.

Annars var ég að mála alla helgina, keypti ódýra málningu, heila 18 lítra og gat málað 2 umferðir á stofuna og borðstofuna svo aðeins hefur minnkað reykingafýlustybban sem hékk hér yfir.  Einnig er Erian búin að þvo gardínur sem voru skildar eftir hér svo þetta er allt í áttina.  Um leið og úr rætist með vinnu og innkoma verður stöðug þá verður sko keypt málning aftur og restin máluð, herbergin, bað, gangur og eldhús, ekki spurning.

Við höfum það bara nokkuð gott hérna á Edvard Thomsensvej, mikill munur að hafa nóg pláss en okkur vantar reyndar nánast öll húsgögn ennþá, en það kemur með tímanum.

Læt þetta gott heita að sinni, kveðjur bestar,

Ps, jibbíkæjeij,Filipo sogns leikskólinn var að hringja akkúrat núna og biðja mig að vinna í næstu viku, mánudag, þriðjudag og föstudag frá hálf tíu til fimm.  Sko,manni verður alltaf eitthvað til, 22,5 tímar í hús í næstu vikuSmile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já takk fyrir bloggið og myndirnar. Gaman að fá fréttir af ykkur. Það er ekki kuldinn hérna núna,5-6 gráður í plús á daginn. Þetta hefur verið kaos í lagi í samgöngumálunum. Lagast nú loftið í íbúðinni þegar búið verður að mála. Þarna sérðu rætist alltaf úr málunum (manni verður alltaf eitthvað til) ala MH. En bara gaman að fá fréttir af ykkur. Vonandi fáið þið síma og netið sem fyrst. En bara bestu kveðjur og knús á liðið

Pabbi 17.2.2009 kl. 18:33

2 identicon

Elsku Svenni minn gott að þú sért búin að fá smá vinnu þá liftist á manni brúnin vona að allt gangi vel KV Ella Maja

Elin Maria 17.2.2009 kl. 19:01

3 Smámynd: María Guðmundsdóttir

já thetta er allt í áttina hjá ykkur, fyrstu skrefin allavega komin.

hér er allur snjór farin og migrignir lige nu...ekki er thad nú skárra...

Kvedja hédan

María Guðmundsdóttir, 19.2.2009 kl. 18:18

4 identicon

Allt i réttu áttina, farið vel með hvort annað og hugsa jákvætt. Margir kramar hérna frá mér.

Þórunn

Þórunn Larsson 20.2.2009 kl. 16:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Uþþuþvuzz!

Höfundur

Einar Sveinn Guðmundsson
Einar Sveinn Guðmundsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • golf og grill með kennurum 033
  • 101_0132
  • 17.júní 2004
  • 17.júní 2004
  • 562284 473572602656489 100000112607813 2014421 611042547 n

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 800

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband