Hold da op

Nú er ég búinn að vera svo lengi í Danmörkinni að ég varð að hafa fyrirsögn á dönsku, orðinn svo illa sleipur í málinuTounge

Hvað um það, danskan kemur smám saman og helst þegar maður nær nokkrum dögum í vinnu.

Ég hef haft töluvert að gera síðustu daga.  Var á reynsluvöktum í hjemmeplejen í Dragør frá mánudegi til miðvikudags; vantar fólk í helgarafleysingar og ég bíð eftir að heyra nánar frá hjemmeplejen.  Starfið er skemmtilegt en krefjandi og hreinlega erfitt á köflum.  Gamla fólkið er mjög mismunandi statt, allt frá að vera ósjálfbjarga um alla hluti og yfir í að vera bara eldhresst og sjálfbjarga. 

Leist ekki of vel á þetta eftir 2 fyrstu heimsóknirnar á mánudaginn; fyrst þurfti að hjálpa manni með parkinsons, skipta um bleiu, baða, klæða, og gera kappann kláran fyrir dagsenterið.

Næsti kúnni var sænsk kona, alveg skýr í kollinum og vel lesin en með krabbamein og ósjálfbjarga.  Sú var með bleiu líka og búin að gera netta dellu og guð hjálpi mér skítalyktin í íbúðinni, lá við að maður labbaði bara rakleiðis út þegar lyktin kom æðandi í fangið, eða nasir (já já, mínar stóru lyktnæmu nasir!) 

Næstu kúnnar voru minna mál, bara skipta á rúmi, tæma hlandkoppa, smyrja brauð, gefa pillur, jógúrt og hella upp á kaffi svo eitthvað sé nefnt, jú, þurftum að ryksuga og skúra hjá einni líka. 

Dagurinn er fljótur að líða í svona vinnu en margt að muna og stundum erfitt að skilja eldgömul og tannlaus dönsk gamalmenni svo allt í allt þá er jobbið spennandi en um leið erfitt og tekur góðan tíma að venjast að komast inn í þetta.

Á morgun á ég svo að mæta á barnaheimilið Emdrup Søgård en þar vantar mann í afleysingar.  Þar gæti verið möguleiki á þó nokkrum tímum í hverri viku og vonandi að það verði bara sem mest, vantar að hafa einhverja punkta fasta í vikunni og erfitt að þeysast á milli margra vinnustaða.  Á þessum leikskóla er leikskólastjórinn karlmaður og hann treystir mér alveg til að leysa af á bæði vöggustofudeildinni og auðvitað líka á eldri deildinni; ekki málið að skipta um bleyju hjá smábörnum ef maður getur skipt um bleyju á níræðum gamalmennum, eða held ekki!

Síðustu helgi var þemadagur í skólanum hjá Gumma og Alexöndru og kíktum við í heimsókn.  Krakkarnir höfðu verið að vinna að verkefnum sem öll tengjast medborgerskab, man nú ekki hvað það heitir á íslensku en svona umfjöllun um hvað það þýðir að vera partur af einhverju samfélagi í breiðum skilningi.  Við hittum kennarana sem allir virðast elskulegir og þau eru öll mjög hrifin af krökkunum okkar, jerers børn er så sød og dejlig og eitthvað meira skjall sem ég man nú ekki í smáatriðum.  En allt gengur þrusuvel og krakkarnir eru líka mjög sáttir í skólanum.

Vorið er ekki alveg komið en hlýtur að fara að láta sjá sig innan tíðar; reyndar verið hálfgerð skítatíð hérna að mér finnst síðustu daga, ískalt og norðanræpa, bara ala Suðurnesjasumarveður!  Spáin segir að það eigi að hlýna svo ég bíð spenntur, þoli ekki þennan djöfuls kulda og vind.

Held að þetta sé að verða gott bara í bili, má ekki skrifa yfir mig hérna.

Bestu kveðjur úr kóngsins Köben,

Einar Sveinn og familí

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: María Guðmundsdóttir

já stærdin á rakkøtunum sem madur er ad skeina skiptir ekki máli...sama rassgatid undir thessu øllu svo thú rúllar upp ad vera á vøggustofunni  en gott ad thad er nóg ad gera, vonandi færdu bara eitthvad fast fljótlega.

Kvedja i kotid frá okkur hér

María Guðmundsdóttir, 26.3.2009 kl. 18:21

2 identicon

Takk fyrir fréttir! Kramar Þórunn

Þórunn Larsson 27.3.2009 kl. 09:18

3 identicon

úffípúff!!  þú ert duglegur  Bið að heilsa

 kv. Hanna Rún

Hanna Rún 27.3.2009 kl. 10:58

4 identicon

Takk fyrir bloggið.Gott að þið eruð komin í Net og símasamband. Vonandi rætist bara vel úr atvinnumálunum.Gott að gengur vel hjá krökkunum í skólanum og þau eru ánægð. Bara allt gott héðan,snjóar lítilsháttar núna,en ekki kalt. En bara bestu kveðjur og knús á liðið.

pabbi 28.3.2009 kl. 13:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Uþþuþvuzz!

Höfundur

Einar Sveinn Guðmundsson
Einar Sveinn Guðmundsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • golf og grill með kennurum 033
  • 101_0132
  • 17.júní 2004
  • 17.júní 2004
  • 562284 473572602656489 100000112607813 2014421 611042547 n

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband