Sæludagar!

Erian kom heim á föstudag og verður hérna hjá okkur þangað til á mánudag en þá fer hún aftur í skólann sinn í Köben.  Reyndar er útlit fyrir námsmenn erlendis svart þessa dagana og fólk getur ekki einu sinni millifært af íslenskum reikningum á dönsku reikningana sína.  En, þetta ástand getur varla varað að eilífu og vonandi að allt verði komið í þolanlegt lag fyrir næstu mánaðamót.

Erian var komin með flensu áður en hún lagði í hann frá Köben og kom hér stútfull af kvefi og beinverkjum.  Þetta var nú allt að lagast á sunnudeginum en þá tók ekki betra við því um nóttina vaknaði hún við verki í kvið og blóð í þvagi.  Daginn eftir fékk hún tíma á heilsugæslunni hér í Garði um hádegisbil en um morguninn fór henni að líða afar illa og um hádegisbil gat hún ekki gengið vegna verkja.

Ég brunaði því heim úr vinnu og við beint á bráðamóttökuna í Reykjanesbæ og viti menn, mín kona bara komin með þessa svakalegu þvagfærasýkingu sem leiddi alveg upp í nýru og einmitt það að þetta var komíð í nýrun varð til þess að hún var hér í keng og gat ekki gengið.

Erian fékk einhver töfraverkjalyf og lagaðist ástandið nokkuð við það og svo bara sýklalyf sem eru svona hægt og bítandi að byrja að verka og hún að lagast.  Reyndar fór hún í myndatöku á nýrum til að útiloka að þar væru nýrnasteinar og kom allt vel út úr þvi, ekkert að í nýrum sem betur fer.

Þannig að þetta er búið að vera hálf skrautleg heimsókn hingað til en vonandi að seinni hluti vikunnar verði án veikinda og sýkinga.

Annars gengur allt sinn vanagang, krakkarnir rosa ánægðir að hafa loksins mömmu hjá sér í nokkra daga og sjálur er ég himinlifandi að hafa loksins konuna mína hjá mér í nokkra daga.

Við erum svo bara að undirbúa það að flytjast öll til Köben í janúar, það skal ganga hvað sem tautar og raular, fjölskyldan á að vera sameinuð og vera saman, alltaf ef þess er nokkur kostur.

Ég fer svo til Köben í næstu viku og fer í vinnuviðtal í skóla þar í borg föstudaginn 24.okt, vona að þeir bjóði mér bara vinnu, þó ekki væri nema afleysingar til að byrja með.  Þetta er skóli sem kennir á ensku og heitir Copenhagen international school.

Stutt í helgina og við ætlum sko bara að hafa það kósí hjónakornin þennan seinnihluta heimsóknarinnar, liggja í sófanum og borða gúmmelaði og horfa á eitthvað skemmtilegt í imbanum, svo er matarboð hjá pabba framundan.

En kveðjur bestar,

Einar Sveinn, Erian og börn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sælt veri fólkið. Gott að Erian var heima þegar veikindin komu og fá helling af kærleika á meðan, hjálpar vel til i lækningunni. Hafið það yndislegt. Kramar Þórunn

Þórunn Erlingsdóttir Larsson 15.10.2008 kl. 14:56

2 identicon

Vona að viðtalið gangi vel Einar!

"Håller tummarna" eins og við segjum í landi Svía.

skilaðu kveðju, verðum að ræpa yfir skype með web-cam, svo að 

við sjáum börnin góðu.

mikil heimaverkefni, kunna allir foreldrar þessar æfingar *s*,

erfitt erfitt .... skildi bara helmingin þarna *S*

kveðjur, Ingimar

Ingimar 16.10.2008 kl. 10:28

3 identicon

Bara að kvitta fyrir innlitið, vona að Erian sé búin að ná sér

                       Knús á ykkur Sissú

Sissú 23.10.2008 kl. 07:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Uþþuþvuzz!

Höfundur

Einar Sveinn Guðmundsson
Einar Sveinn Guðmundsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • golf og grill með kennurum 033
  • 101_0132
  • 17.júní 2004
  • 17.júní 2004
  • 562284 473572602656489 100000112607813 2014421 611042547 n

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 821

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband