15.apríl-Hilli bakari hefði orðið 95 ára

Var alveg búinn að steingleyma að afi Hilli bak átti afmæli (takk Hanna fyrir að minna mig á þetta) í gær og hefði orðið 95 ára.  Ég er nú ekki vanur að klikka á svona afmælum en mér til afsökunar þá var ég að vinna langan dag í gær og þessu var alveg stolið úr mér. 

Afi dó þegar ég var 9 ára gamall, árið eftir að við fluttum frá Seyðisfirði og á Akranes.

Ég man enn þó nokkuð eftir kallinum, svona minningabrot en auðvitað hafa minningarnar dofnað með árunum, það er jú langt um liðið.

Í nokkrum orðum þá man ég einna helst hvað hann var rólegur og fámáll, kjaftaði ekki frá sér allt vit hann Hilli bak.   

Afi var mikill áhugamaður um fótbolta (hann fór á völlinn þegar Huginn spilaði man ég og hann missti ekki af fótbolta  í sjónvarpinu held ég þegar t.d. enski boltinn var á skjánum, held það hafi verið á sunnudögum). 

Afi æsti sig aldrei þó amma ætti slæman dag, eða daga og aldrei var hann pirraður yfir okkur krökkunum sem héngum niðri í bakaríi lon og don, sníkjandi þetta og hitt og hefur örugglega verið töluverð truflun af okkur á stundum.

Ég man vel eftir því að fá að keyra með afa í Fíatinum hvíta,út á bryggju til Adda Halla eða út í Stál því afi var að stússast með einhverjar vörur, skrifa undir reikninga eða hvað það var sem hann var að stússast, eitthvað snérist þetta um vörur sem hann var að fá með skipunum.

Ég man vel eftir því þegar ég heimsótti kallinn um miðja nótt á bolludegi, bankaði bara á hlerann hjá honum um 4 leytið og bað um að fá að hjálpa til.  Þetta var árið 1975, síðasti bolludagur okkar á Seyðis og ég hafði sagt afa að ég myndi koma og hann svarað "allt í þessu fína, komdu bara".  Kallinn hefur auðvitað ekki átt von á að ég myndi svo mæta galvaskur um miðja  nótt en til þess fékk ég leyfi hjá mömmu og pabba, vaknaði sjálfur og arkaði í snjósköflum út í bakarí frá Steinholti.

Ég man vel eftir öllum happdrættismiðunum sem afi var með í skrifborðsskúffunni sinni, efast um að hann hafi nokkru sinni unnið á þessa miða en helv fannst mér hann eiga marga miða.

Ég man líka vel þegar pabbi kom heim úr vinnu að morgni eða undir hádegi 27.júlí 1977 til að segja mömmu að afi væri dáinn og ég man enn mjög vel eftir deginum þegar afi var jarðaður.

Afi var bara góður kall sem var gott að vera nálægt, ekki mikið sagt þegar maður var með honum en hann hafði bara svo þægilega nærveru og fann alltaf eitthvað mikilvægt fyrir mann að gera; mér fannst ég alltaf vera að gera eitthvað gagn þegar ég var að "hjálpa" afa með baksturinn og tilheyrandi.

Elsku afi, til hamingju með daginn, í gær, betra seint en aldrei!!

 

IMG_0002

 afi í bakgrunni, alltaf í bakaragallanum, ég og tvíbbarnir í forgrunni

 

 

 

 

 

 

 

 

gamlar og góðar 010

afi og amma í kaffi hjá okkur blokkinni á Seyðis, sá gamli í bakaríisgallanum en reyndar líka í lopapeysu, en ekki hvað!

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Afi-Amma

ætli afi hafi ekki gleymt að setja í sig fölsku tennurnar á þessari mynd, þær hafa kannski legið í bleyti akkúrat þegar myndir var tekin!

 

 

 

 

 

 

 

 

 

HilmarJensson

 myndarlegur á yngri árum, Eini er glettilega líkur pabba sínum að mínu mati.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

skírn-afi og amma

mér þykir mjög vænt um þessa mynd, synd að amma skuli endilega hafa þurft að góna í gólfið þegar smellt var af.

 

 

 

 

 

 

Eldgamlar-Einar Sveinn 007

að lokum þessi hér, þarna er afi yngstur í sínum systkinahópi, situr á kné móður sinnar, því hægra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

eitthvað koma myndirnar undarlega á skjáinn, en ég læt þetta bara vaða svona, finnst þetta bara smekklegt!

Einar Sveinn 16.4.2009 kl. 20:09

2 identicon

Takk fyrir bloggið og myndirnar. Sá gamli var bara flottur. Óska allri familien til hamingju. Bestu kveðjur úr Njarðvík

Pabbi 16.4.2009 kl. 21:54

3 identicon

Þú skrifar svo fint Einar Sveinn, takk fyrir þetta, já maður á svona minningarbrot og mest um hvað hann var rólegur og gott að vera i kringum hann.

Takk fyrir þetta. Kram Þórunn

Þórunn Larsson 17.4.2009 kl. 09:13

4 identicon

Ok ég sé að mín athugasemd hefur ekki skilað sér nema þú hafir þurrkað hana út he he. En takk fyrir þetta ég nenni ekki að skrifa allt hitt aftur. Ég er að koma til D.K 16 júlí heim aftur 31 júlí kannski að maður hitti ykkur eitthvað. En við allavega verðum í sambandi áður en ég kem og sjáum til hvað verður. Mig langar auðvita aðeins að hitta ykkur þó ekki væri nema á kaffihúsi eða eitthvað. Knús á famelíen Sissú

Sissú 18.4.2009 kl. 07:39

5 identicon

Hæ Sissú, nei, ég þurrkaði ekkert út, þú bara kannt ekkert á tölvu!!

Já, verðum í bandi, að sjálfsögðu hittumst við eitthvað þegar þú kemur, þú verður nú t.d. að kíkja í kaffi til okkar og svo kikkum við kannski saman í bæinn.

Einar Sveinn 18.4.2009 kl. 08:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Uþþuþvuzz!

Höfundur

Einar Sveinn Guðmundsson
Einar Sveinn Guðmundsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • golf og grill með kennurum 033
  • 101_0132
  • 17.júní 2004
  • 17.júní 2004
  • 562284 473572602656489 100000112607813 2014421 611042547 n

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband