Móðan mása

Hef verið latur við þetta blogg; sit nú við tölvuna og ákvað að setja nokkar línur á "blað".  Hef svo sem ekkert að segja og ætla bara að láta ráðast hvað ég hripa niður.

Föstudagur í dag og allir í fríi á þessu heimili.  Tókum einn rúnt í IKEA og keyptum smotterí, alltaf jafn skemmtilegt í IKEA.  Veit nú ekki hvað við vorum lengi að taka rúntinn þarna, villtumst ekkert eins og sumir en eftir þessa ferð þá var Bilka tekið í nefið líka.  Sem sagt dagur sem systir mín kæra hefði fílað í botn;)

Er svona smám saman að komast einhver heimilismynd á þetta heimili okkar.  Lengi vel var hér ekkert nánast en nú er kominn sófi, eldhúsborð og heilt loftljós beint fyrir ofan það!  Svo keyptum við svona verkamannastandlampa í dag og þá er þetta bara að verða nokkuð gott.  Á meðan maður er með eitthvað að sofa á, borð til að éta við, tölvu og sjónvarp þá er maður í góðum málum.

Ég hef haft nokkuð gott að gera bæði í apríl og maí, er á meðan er.  En þetta er auðvitað ekki ákjósanlegt atvinnuástand, næsta vika gæti víst orðið þannig að maður sæti bara á rassgatinu heima og sinnti "húsmóðurstörfum".  En, svona er þetta, þetta reddast allt einhvern veginn og í raun er ég að fíla það ágætlega að vera vikar þó ég vildi alltaf fá fleiri tíma í viku hverri.

Verð að minnast aðeins á ferðalagið til Aarhus í byrjun mánaðar.  Fröken Eva var að fermast og við fórum uppeftir auk pabba og Jóhönnu.  Helgin var frábær í alla staði, fermingin gekk eins og í sögu; barnið fermdist og það var jú stóra málið.  Ég skildi yfir höfuð ekki rassgat í því sem sagt var í kirkjunni en kannski var það vegna þess að ég nennti nú ekki að sperra eyrun of mikið því það tekur svolítið á þetta danska hrognamál.  Maður verður, eða ég í það minnsta, að hafa athyglina í lagi þegar ég er að reyna að skilja hvað bauninn segir, tekur bara mikla orku stundum öll þessi einbeiting sem maður þarf og athygli.

En hvað um það, hélt ég hefði verið að tala um helgina í Aarhus.  Hundum og köttum kom vel saman sem og mannfólki og fór vel um alla.  Veðrið var frábært og félagsskapurinn líka; alltaf gaman að hitta ættingjana því það er ekki of oft sem svona hittingur á sér stað.  Sumir eru alltaf eins, t.d. bræðurnir Erlingsson, láta alltaf eins og "fífl" báðir tveir (allt í góðu og vel meint bræður!), Þórunn sjálfri sér lík og alltaf jafn elskuleg og Erla varla deginum eldri en sextug!  En sem sé, þetta var bara allt svo skemmtilegt og krökkunum leiddist nú ekki að hitta frændsystkinin í Aarhus; Alexandra hafði á orði þegar við vorum komin aftur til Köben að hún vildi bara flytja aftur til Harlev, vildi vera í námunda við gemlingana hennar Maríu!

Jæja, er þetta ekki bara að verða helvíti gott, ég nenni hreinlega ekki meiru; spurning um að setja þessa bloggsíðu á "afsakið hlé" um óákveðinn tíma?!

En sjáum hvað setur, framundan eru spennandi tímar því næstu helgi, hvítasunnuhelgi, koma að öllum líkindum familien Anderson í heimsókn til okkar og er þegar orðinn mikill spenningur á þessu heimili eftir þeirri heimsókn.  Svo er sumarið auðvitað löngu komið hér í Dk en þó er einhver rigningarsuddi í honum akkúrat núna og það hafa gert vart við sig þrumur og eldingar annað veifið.

Gleðilegt sumar

Einar Sveinn, Erian og co


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: María Guðmundsdóttir

já nei,ég hefdi s.s EKKI viljad vera med ykkur í før i gær  heppin ég....

en Sveinki, madur situr ekki "á rassgatinu" og sinnir heimilisstørfum  eda ég veit ekki hvada heimilisstørf thad eru thá....hahaha...

en já,fermingarhelgin var bara frábær i alla stadi og nú stefnum vid bara á adra eins góda helgi næstu helgi,  mikill spenningur hérna megin lika svo vonandi smellur thetta allt saman.

Og hvad, heldur nú blogginu lifandi af og til..veit ad thad er einn á thessu heimili sem spyr reglulega "hvernig er thad,ætlar hann Einar Sveinn aldrei ad blogga..."  og gettu nú  eigid margt sameiginlegt thid tveir...

En hafid góda helgina, hér átti jafnvel ad kikja á strøndina i dag..en lige nu er vedrid ekki alveg ákjósanlegt...helv.vindur bara og thad er ekki nógu vinsælt..sandrok og allt thad..En bestu kvedjur hédan

María Guðmundsdóttir, 23.5.2009 kl. 08:34

2 identicon

Hæ Einar Sveinn, loksins skrifaðir þú. Kiki reglulega til að athuga málin.

Jú, jú bræðurnir eru eins og þeir eru. Það var mjög gaman að sjá myndirnar frá fermingunni.

Byð að heilsa fjölskylduni Ella Hj

Elin E 23.5.2009 kl. 10:40

3 identicon

Jú, ég er þekktur fyrir að sinna heimilisstörfum sitjandi á rassgatinum!  Er Frímanninn að lesa bullið mitt, það er nú gaman að heyra, kannski ég setji inn línu við og við, bara fyrir frænda;)  Hálf hrátt veður hér líka, þungskýjað og gjóla, frábært veður til að hanga heima í leti og mér líkar það bara vel í dag!

Ég skila kveðjunni Ella, vonandi hafið þið það alltaf sem best og bestu kveðjur til baka á þig og þína.

Einar Sveinn 23.5.2009 kl. 11:03

4 Smámynd: María Guðmundsdóttir

svo thú situr á " rassgatinum" og sinnir heimilisstørfum  hahahahaa..thú ert perla bara..en mátti til ...bara gat ekki hamid mig ad hrekkjast... en já , Frímann er mikill áhugamadur um thitt blogg svo thú gerir honum thad til geds  og okkur hinum kannski lika...en hér fór vedrid eiginlega thvi midur ad skána med deginum svo mér var ekki til setunnar bodid og er búin ad rífa ALLAN arfa úr bedunum....klapp á mina øxl..sem er frekar aum eftir daginn

María Guðmundsdóttir, 23.5.2009 kl. 15:13

5 identicon

Já takk fyrir bloggið,tek undir með Frímanni. Er alltaf að gá að nýju bloggi hjá þér. Var bara frábært að vera með ykkur þessa daga,bara takk öllsömul . Það verður bara gaman hjá ykkur næstu helgi. Bestu kveðjur héðan og knús á liðið.

pabbi 23.5.2009 kl. 19:13

6 identicon

Já Einar Sveinn minn þeir eru frábærir bræðurnir með sinn fiflagang, kémur allavega mér alltaf i gott stuð. Var gaman að hitta ykkur öll. Lifi á þessu lengi. Að sinna húsmóðirstörfunum sitjandi á rassgatinu er enginn vandi, spurja hana mig bara, tek folk i kennslu meira að segja.

En vonandi fáið þið nú strandarveður bráðum. Hérna á að heiðra okkur með upp að 30 stiga hita um helgina. Jæja á ekki koma svo og vigja sundlaugina  með okkur. Góðan fæstudag og helgi á ykkur öll og njótið af þess að fá að vera saman. Kramar á ykkur öll saman og ekkert kjaftæði um að hætta að blogga.......Þórunn

Þórunn Larsson 28.5.2009 kl. 20:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Uþþuþvuzz!

Höfundur

Einar Sveinn Guðmundsson
Einar Sveinn Guðmundsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • golf og grill með kennurum 033
  • 101_0132
  • 17.júní 2004
  • 17.júní 2004
  • 562284 473572602656489 100000112607813 2014421 611042547 n

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband