Guðmundur Örn 12 ára í dag

gummi

(átti ekki aðra mynd á tölvunni, þessi var tekin um haustið 2007)

Merkisdagur í dag, 17.mars og Guðmundur Örn bara orðinn 12 ára. 

Það gekk nú ekkert of vel fyrir Gumma að koma í heiminn, mamma hans missti vatnið á laugardegi en út vildi drengurinn ekki og fæddist ekki fyrr en á mánudeginum.  Eitthvað kom hann fyrir tímann blessaður og var með gulu, svo í hitakassa mátti snúllinn dúsa til að byrja með. 

Gummi er mikill áhugamaður um kvikmyndir, ætlar að verða kvikmyndagerðarmaður segir hann en önnur áhugamál eru tennis, spila tölvuleiki (en ekki hvaðLoL) og svo hefur hann mjög gaman af að hlusta á tónlist og var að læra á trommur í haust. 

Elsku Gummi okkar, við hér heima á Edvard Thomsens vej óskum þér hjartanlega til hamingju með afmælið og vonandi verður dagurinn rosalega skemmtilegur hjá þér.

Mamma, pabbi, Alexandra, Elmar Ingi og Elísa + Lóla.

 


Skothelt vesti!?

Bulletproof_Vest

Var í Bilka og fjárfesti í einu svona, ekki annað hægt á þeirri vargöld sem hér ríkirWink

En án gríns þá er frekar dapurt ástand í borginni, "bandekrig" í fullum gangi, rokkarar á móti invandrörum, eða Hells Angels plebbar að drepa innflytjendur og svo öfugt.  Þessar klíkur eru víst að berjast um dópmarkaðinn hér í borg. 

Upp á síðkastið hefur það gerst að saklausir borgarar hafa verið skotnir og einhverjir drepnir, það er nýtt en nú fara menn mannavilt eða þá ráðast inn á kaffihús og hefja handahófskennda skothríð.

Síðustu helgi voru 2 drepnir, þar af einn á kaffihúsi hér á Amager og það í götu rétt hjá Lergravsparken þar sem við bjuggum á gistiheimili Margeirs. 

Hér er samfélagið auðvitað í uppnámi og mikið um þetta talað, sérstaklega í blöðum og útvarpi.  Á Norðurbrú loka verslanir fyrir myrkur og fólk þorir ekki út úr húsi að kvöldi til.  Einn Færeyingur var þar staddur í síðustu viku, var á leið á tónleika og leitaði að bílastæði.  Tveir ungir drengir, af erlendum uppruna, komu á reiðhjóli, héldu að þessi Færeyingur væri í rokkaragengi og hófu bara skothríð á bíl hans.  Færeyingurinn slasaðist lífshættulega en er úr lífshættu.  En sem sé, nú er mottóið hjá þessu liði orðið að skjóta fyrst og spyrja svo.

Við búum langt frá Norðurbrú en erum á Amager og þar var jú einn drepinn um daginn.  Okkar nágrannar hljóma kunnuglega sumir.  Ég brá mér út á svalir að kvöldi laugardags síðustu helgar og heyri þá mælt á ástkæra móðurmálinu:  "Þegiðu Kári, þú ert nú meira helvítis fíflið."  Kannski nær að segja að þetta hafi verið öskrað því óhljóðin bárust úr nærliggjandi blokk sem er þó töluvert frá okkur.  Nú í okkar blokk má sjá á dyrabjöllu nöfn tveggja íslenskra manna, hef ekki rekist á piltana, en ágætt að vita að maður er í góðum félagsskap hérna hverfinu.

Annars gengur lífið orðið sinn vanagang.  Ég er í afleysingum á leikskóla uppá Kastrupvej, hef verið að fá 2-3 daga í viku þar síðan 9.febrúar.  Á viðtal á þriðjudaginn í leikskóla í Gentofte, þar vantar afleysingamann líka og væri helv gott að hafa 2 skóla til að leysa af í, þá nær maður ansi mörgum dögum held ég í hverri viku.  Það er bara mjög erfitt að komast að hérna í vinnu, ég fékk t.d. þakkarbréf um daginn vegna stöðu sem ég sótti um og voru umsækjendur 336!!!  Hef ekki séð svona tölur áður, alltaf verið svona frá 50-160 manns sem talað er um að hafi sótt um þessar stöður sem ég hef sótt um.  Þannig að "vikar" er það eina held ég sem gefur sjéns vinnulega séð, svo er alltaf smuga að fá fasta vinnu upp úr því.

Við fjárfestum í luftmadrass í gær, svo nú er farið að fara aðeins betur um okkur en við hlökkum til að geta mublað okkur aðeins upp þegar fram líða stundir og innkoma fer að verða stöðug og töluvert hærri en hún er í dag.

Jæja, læt duga að sinni.

Bestu kveðjur frá okkur öllum á Edvard Thomsens vej.

 


Til hamingju með afmælið elsku Erian/mamma

IMG_4159

Já, þá er Erian bara orðin stór, orðin þrítugSmile 

Elsku Erian/mamma, við hér óskum þér hjartanlega til hamingju með stóra afmælið þitt í dag, hlökkum til að fá þig heim og vonandi verður dagurinn sem skemmtilegastur (vona þú verðir ánægð með matinn sem ég ætla að elda handa þérSmile)

Það eru orðin tæp 14 ár síðan við kynntumst fyrst,tæp 13 síðan við fórum að búa og næstum 12 ár síðan við eignuðumst okkar fyrsta barn.  Finnst nú bara eins og það hafi verið í gær sem ég sá hana fyrst en svona er þetta, tíminn flýgur.

Það hefur auðvitað gengið á ýmsu í 13 ára sambúð og hjónabandi en ég held ég geti sagt að við höfum aldrei verið eins ástfangin, hamingjusöm og samhent eins og akkúrat núna, long may it continue.

Til hamingju með afmælið ástin mín, sjáumst í kvöld.

Einar Sveinn, Gummi, Alexandra, Elmar Ingi, Elísa og Lóla.


Skítakuldi en lífið gengur sinn gang

IMG_4348

Úti er skítakuldi síðustu daga og í gær kom smá snjór.  Gummi og Alexandra notuðu tækifærið og skruppu út að gera snjókall.

IMG_4349

Já, það er skítakuli í Köben þessa dagana, aldrei samt eins kalt eins og var í morgun, brrrrrrrrr.

Ekki nóg með að það hafi verið kalt heldur þurfti metrókerfið að klikka líka svo við lentum í algerum vandræðum, fyrst Gummi og Alxandra á leið í skólann og svo Erian á leið í sinn skóla og loks ég og Elísa á leið í leikskólann.  Eitthvað óhapp hafði orðið milli Nörreport og Kongens Nytorf þannig að stórir flöskuhálsar mynduðust. 

Krakkarnir komust í skólann en voru eitthvað of sein, Erian komst upp á Christianshavn en varð að taka leigubíl þaðan í skólann.  Við Elísa komumst hvorki lönd né strönd svo við fórum bara í Fötex uppá Amagerbro en neyddumst svo til að taka taxa heim, ekki smuga að komast í metróinn því þar niðri var haugur af fólki að bíða og ekki leist mér á það.  Svo við bara gáfum leikskólanum frí í dag og erum í rólegheitunum heima  Svona getur þetta verið í stórborginni, ef lestarkerfið klikkar þá fer allt í hakk.

Annars er það að frétta að ég var að vinna í síðustu viku heila 4 daga, mánudag til fimmtudags og rakaði inn 25 tímum.  Vandinn við þennan leikskóla er að hann er svo lítill, ekki nema 6 eða 7 starfsmenn þarna svo forföll eru ekki eins tíð eins og á stærri leikskólum.  Annars er þetta bara fjandi snúið að láta hlutina ganga upp útaf staðsetningunni á leikskólanum hennar Elísu, eiginlega passar engin vinna fyrir mig nema eitthvað sem byrjar ekki klukkan 7 eða 8 á morgnana.  Það er líka snúið fyrir Erian að fara með stelpuna því þá lendir hún i því að koma of seint í skólann.  Ofan á allt þá er greinilegur samdráttur á atvinnumarkaði hér þannig að það er ekki létt að finna vinnu og það eitthvað sem passar okkar prógrammi.  En sjáum hvað setur, ég sæki um á fullu, 2-3 umsóknir sem ég sendi út daglega en afar dræmar undirtektir.

Annars gengu þessi 4 dagar vel fyrir sig og ég held að þeim þarna á Filipo sogns leikskólanum hafi litist ágætlega á mig, alla vega nóg vel til að biðja mig að koma meira en einn dag og ég á von á að það verði hringt í mig ef einhver meldar sig veikan eða þarf frí.  Í raun þarf ég að hafa um 20-25 tíma á viku í vinnu ef vel á að vera, námslánin hennar Erian duga ekki einu sinni fyrir leigu og skólagjöldum hvað þá meira.  En við reynum að stressa okkur ekkert yfir þessu, hlutirnir taka sinn tíma og manni verður alltaf eitthvað til, sagði amma Magga.

Annars var ég að mála alla helgina, keypti ódýra málningu, heila 18 lítra og gat málað 2 umferðir á stofuna og borðstofuna svo aðeins hefur minnkað reykingafýlustybban sem hékk hér yfir.  Einnig er Erian búin að þvo gardínur sem voru skildar eftir hér svo þetta er allt í áttina.  Um leið og úr rætist með vinnu og innkoma verður stöðug þá verður sko keypt málning aftur og restin máluð, herbergin, bað, gangur og eldhús, ekki spurning.

Við höfum það bara nokkuð gott hérna á Edvard Thomsensvej, mikill munur að hafa nóg pláss en okkur vantar reyndar nánast öll húsgögn ennþá, en það kemur með tímanum.

Læt þetta gott heita að sinni, kveðjur bestar,

Ps, jibbíkæjeij,Filipo sogns leikskólinn var að hringja akkúrat núna og biðja mig að vinna í næstu viku, mánudag, þriðjudag og föstudag frá hálf tíu til fimm.  Sko,manni verður alltaf eitthvað til, 22,5 tímar í hús í næstu vikuSmile


Flutt!

Þá erum við flutt af Badensgade 2 og á Edvard Thomsensvej 19 sem er rétt hjá verslunarmiðstöðinni Fields, ef einhverjir kannast við það fyrirbæri.

Við erum ekki komin með netið en Erian er með svona "pung" frá 3G sem við notum til að kikka á email og svona, þannig að maður er ekki eins mikið á netinu og áður þvi það er dýrt að nota "punginn".  Veit ekki hvenær við fáum netið hér heim, plús síma og sjónvarp, í augnablikinu höfum við bara ekki efni á því að hafa slíkan lúxus.  En við erum reyndar heppin með sjónvarpið, það er ekki búið að loka ennþá hjá þeim sem bjuggu hér á undan okkur svo við getum ennþá horft á sjónvarp.

Íbúðin telst vera um 100 fermetrar, 2 herbergi og svo stofa og borðstofa plús eldhús, baðherbergi og geymsla niðri.  Okkur lá á að flytja því einmitt á fimmtudag fylltist gistihúsið hjá Margeiri, allar íbúðir pantaðar og svoleiðis er það víst út febrúar og megnið af mars.  Svo við vorum heppin að vera búin að finna íbúð en við tókum við henni í fremur ógeðfelldu ástandi; þeir sem hér bjuggu voru keðjureykingamenn og lyktin hér óþolandi.  Mennirnir máluðu ekki og ef við hefðum farið fram á það við eigandann að láta mála þá hefðum við ekki getað flutt inn fyrr en eftir einhverja daga, daga sem við eiginlega höfðum ekki því okkur lá á.  Samkomulag varð því um að við þurfum ekki að skila af okkur nýmálaðri íbúð þegar við flytjum út til að fá trygginguna endurgreidda en við málum þetta í rólegheitum þegar við eigum pening fyrir málningu.

Krakkarnir eru að byrja í vikufríi í skólanum og voða ánægð með að fá svona langt frí.  Þeim gengur öllum glimrandi vel í skólanum, eru ánægð og það er það sem skiptir mestu máli.  Elísa er líka sátt með sig á sínum leikskólan en staðsetning hans veldur okkur vandræðum því það er erfitt aðkomast þangað á morgnana, stopular strætóferðir.  Reyndar vorum við bara heppin að fá pláss því hér í borg eru vist langir biðlistar á alla leikskóla.

Ég sæki um vinnu í gríð og erg, erg og gríð en ekkert komið út úr því ennþá.  Fór í viðal um daginn, 10 sem voru boðaðir í viðtal en umsækjendur voru 160, já, segi og skrifa 160.  Svo ég var bara heppinn að fá viðtalið en auðvitað var einhver bauni ráðinn í starfið.

Á morgun á ég reyndar að mæta til "vinnu" frá 9-15 á leikskóla uppá Kastrupvej.  Þetta er leikskóli sem vantar vikar fólk, fólk sem er tilbúði að koma með litlum fyrirvara og stjórinn þarna vildi að ég kæmi einn dag bara svona til að "skoða" mig, athuga hvort þeim líst á gripinn.  En þetta er reyndar fremur lítill leikskóli svo ekki eins mikill möguleiki á íhlaupum eins og á stórum leikskólum þar sem alltaf vantar einhverja. 

Þannig að mér sýnist að það sé þolinmæðisvinna að finna vinnu og hér hefur harðnað á dalnum sem og annars staðar.  Bara í síðustu viku misstu 900 manns vinnuna hér í Danmörku á einum og sama deginum svo það er þröngt í búi.

Að síðustu þá læt ég fylgja nokkrar myndir teknar áðan hér heima.  Eins og þið sjáið þá er fátt um fína drætti hvað varðar húsgögn, rúm og fleira en maður verður bara að sætta sig við þetta þar til við förum að fá einhverja innkomu að viti.

Lóla veiktist illa á mánudagskvöld, byrjaði að æla og drulla og hélt engu niðri.  Á fimmtudaginn þótti mér einsýnt að hún myndi ekki hrista þetta af sér, var alveg hætt að drekka og borða og var eins og aumingi.  Því brunaði ég til dýralæknis, fékk einhver lyf og átti að hafa samband daginn eftir ef hún ekki lagaðist.  Ekki lagaðist hundurinn svo ég varð að fara aftur á föstudaginn og skildi ég hundinn eftir hjá dýra.  Þar fékk hún næringu í æð, teknar röntgenmyndir og fl.  Sótti svo tíkina um 5 leytið og fékk fullt af lyfjum, spes dósamat og guð veit hvað.  Þetta virðist vera að gera sig því strax á laugardaginn var hundurinn farinn að hessast og í dag er hún bara að verða lík sjálfri sér aftur.  En dýrt er drottins orðið því þessar heimsóknir kostuðu okkur formúgu en svona er þetta bara, hundurinn er partur af familíunni og var lasinn svo maður hugsar sig ekki um tvisvar þegar svona stendu á, þó það kosti mann næstum aleiguna.  Fyrir mestu að Lóla er að jafna sig og að verða ansi spræk.

Læt þetta duga í bili,

Kveðjur bestar,

Einar Sveinn, Erian og börn

 

IMG_4280

"Sófinn", rúmið okkar Erian, krakkarnir að horfa á sjónvarpið í stofunni.

 

IMG_4282

Séð úr stofunni inn i borðrkókinn, herbergin á vinstri hönd og þarna má sjá tölvuna á flotta "tölvuborðinu" sem er pappakassinn utan af tölvunni.

 

IMG_4288.

Á þessari loftdýnu sofa börnin öll fjögur.

 

IMG_4292

Tekið af svölunum hjá okkur.

 

IMG_4294

Önnur tekin af svölunum.

 

IMG_4295

Lóla, öll að hressast eftir veikindin.


Janúar langt kominn

Datt í hug að setja á blað nokkrar línur um hvernig gengur hér í Köben, allt að gerast hér en ekki hvað!

Það merkilegasta sem hefur gerst er sennilega að Elísa missti sína fyrstu tönn í vikunni og ekkert lítið sem hún var grobbin yfir því.  Komu samt smá tár þegar við vorum að taka tönnina en svo breyttist það í gleðitár með meiru!

Elísa missti sína fyrstu tönn

Elmar Ingi er byrjaður í skóla í Bronshoj og líkar bara vel.  Hann er sóttur á morgnana af Taxa og keyrður heim líka, alltaf búinn um 1 leytið.  Okkur leist ekkert á þetta fyrst en sjáum svo að þetta er fínn skóli og drengnum líður vel, það er fyrir mestu.  Annað hjá okkur núna en síðast, öll börnin komin í skóla og leikskóla innan fyrstu 2 vikna okkar hér og þeim líður öllum vel í sínum skólum og leikskóla.

Við höfum verið að leita að húsnæði síðan við komum hér og í vikunni hljóp á snærið og við erum búin að festa okkur íbúð hér á Vest Amager, rétt hjá risa verslunarmiðstöðinni Fields sem er sú stærsta sinnar tegundar á Norðurlöndum.  Íbúðin er 100 fm í blokk, nýlegri og henni fylgja ýmsir nauðsynlegir hlutir eins og ísskápur, uppþvottavél, þvottavél og þurrkari, munar um minna.

stofa

Hér er mynd úr stofunni, ekki okkar húsgögn, við flytjum jú ekki inn fyrr en 1.febrúar!

elhús líka

Hér er svo elhúsið, allt nýlegt og fínt þarna.

Annars fórum við skrautlega ferð niður á Nörrebro um síðustu helgi þar sem ætlunin var að skoða íbúð, 80 fermetra.  Við tókum strætó og á leiðinni komu inn drengir, unglingspiltar í jökkum merktum Írak. Þeir voru með hávaða og læti og hálfgerð dólgslæti í bössinum, töluðu eitthvert hrognamál en ég heyrði þá amk 3 sinnum segja rasismi, samt var enginn að abbast upp á þessa kóna.  Nú við fórum úr bössinum skömmu síðar, fundum götuna sem leit mjög illa út, allt i veggjakroti og ógeði og okkur leist ekki á blikuna.  Löbbuðum því bara framhjá húsinu, upp í strætó aftur og heim.  Margeir sagði okkur svo þegar heim var komið og hann vissi hvert við höfðum farið að þarna í þessu hverfi hefðu verið skotárásir um daginn, einhverjir Arabar að drepa hvern annan, alla vega var einn skotinn til bana þarna skammt frá fyrir nokkrum dögum.  En þetta var engu að síður forvitnilegt, vissum þá alveg hvers konar hverfi við viljum ekki búa í!

Ég er að fara í viðtal hjá einhverju vikar-kompanýi í næstu viku, skrifstofa sem sér fyrirtækjum fyrir vinnuafli ef það eru forföll, þannig að maður getur verið kallaður út í vinnu með stuttum fyrirvara.  Svo á ég annað viðtal 9.feb en það er hjá svona heimili fyrir aldraða sem geta lítið bjargað sér sjálfir, þetta er líka svona vikar vinna, íhlaup.  Þannig að þetta er allt í áttina.

Gengur bara vel hjá Erian í skólanum, alla vega fékk hún námslánin afgreidd fyrir haustönn, fékk góða umsögn frá skólanum og allt klárt til að skella sér á fullum krafti í vorönnina.

En nú er laugardagur til lukku.  Við skruppum aðeins til Örestad, en það er þar sem við fengum íbúð, og skelltum okkur aðeins í Bilka.  Keyptum nú ekki mikið, vorum aðallega að sýna krökkunum umhverfið þar sem við munum búa.

En annars allt gott af okkur að frétta.

Læt fylgja að lokum nokkrar myndir teknar nú í janúar.

Kveðjur bestar, Einar Sveinn og familí

1.janúar 2009

Nýársdagur á Amagerströnd, það var skítkalt en samt voru þarna nokkrir allsberir karlar, já segi og skrifa allsberir, að baða sig í sjónum=(

 

Eyrarsundsbrúin

Þarna má sjá Eyrarsundsbrúna, stutt yfir til Sverge!

 

áramótin

Við hjónin á gamlárskvöldi.

 

þröngt á þingi í stofunni á Badensgade

Stofan okkar á Badensgade 2

 

þröngt mega sáttir sofa

Þröngt mega sáttir sofa, þau eru 3 saman í rúmi, Gummi sefur einn og sér, enda bráðum unglingur!

 

janúar 2009 090

Lóla hefur það huggulegt í Danmörkinni, upp í hjónarúmi=(

 


11.janúar

Þá er nýja árið komið á full fart og hlutirnir smám saman byrjaðir að rúlla hjá okkur.

Erian heldur auðvitað sínu striki, allaf á fullu í skólanum en við hin erum svona að fóta okkur í nýju umhverfi.

Gummi og Alexandra byrjuðu í sínum skóla á miðvikudaginn, eru í Sundbyøster skole.  Gummi er í móttökubekk fyrir eldri nemendur en Alexandra fyrir yngri hóp.  Þau eru mjög sátt með þessa daga sem eru liðnir og líst bara vel á sig.  Reyndar svolítið nýtt fyrir okkur sveitamennina að fara í skólann því þau taka metróinn hérna rétt hjá um hálf átta og hoppa út á Amagerbro, þar þurfa þau svo að taka strætó A5 og hoppa úr honum einhverjum 4 stoppustöðvum síðar, stutt ferðalag en tekur smá tíma að venjast.  Þau fóru alein heim úr skólanum á föstudaginn, tóku strætó og lest og skiluðu sér alla leið heim svo þau koma til með að læra inn á þetta á nó tæm.

Elmar bíður enn eftir skólaplássi en mér leist ekki á blikuna á föstudaginn þegar hér kom í pósti bréf frá skóla í Bronshoj sem er töluvert frá okkur og ekki smuga fyrir guttann að koma sér einum til og frá skóla.  Ég fer í það á morgun að hringja hægri vinstri og kvarta, þetta er eitthvað sem við tökum ekki í mál, það er skóli hér rétt hjá sem er með móttökubekk fyrir hans aldur og mér er bara alveg sama þeir segi að þar sé fullt, hann hlýtur að komast þar inn, bara berja í borðið.

Elísa er byrjuð í leikskóla, skóla sem okkur líst vel á að flestu leyti nema tvennu:  Hann er of langt í burtu og stopular strætóferðir (ég hef verið að hjóla með hana þangað fram og til baka og það tekur nú bara 20 mín á hjóli aðra leið, um 2 km að fara þetta), hitt er svo að þeir opna ekki fyrr en kl hálf átta á meðan flestir aðrir leikskólar opna hálf sjö.  Þetta veldur mér veseni uppá atvinnuleit því flestar vinnur byrja annað hvort 7 eða 8 en það er reyndar möguleiki að Erian geti græjað stelpuna í leikskólann áður en hún fer sjálf en samt er þetta ekki alveg kjörið uppá plan morgunsins.  Já, þetta ekki eins og í sveitinni, meira mál að koma öllum á sinn stað og koma sér svo sjálfur á þann stað sem maður á að fara á vonandi sem fyrst.

Ég hef sent út mikið af fyrirspurnum um vinnu en hingað til ekkert jákvætt gerst hvað það varðar en um leið og krakkarnir eru komnir allir með sína rútínu þá get ég einbeitt mér betur að vinnumálum.

Sama má segja með húsnæði, við erum að leita en ekkert komið upp ennþá sem gæti hentað, höfum reyndar sent út fyrirspurnir vegna nokkurra íbúða en ekki fengi nein svör; kannski bauninn sé hræddur við að leigja "fætækum" íslenskum námsmönnum!  Annars höfum við það gott bara þar sem við erum og engin pressa að finna strax annað húsnæði, ekki mikið að gera hér á gistiheimilinu um þessar mundir.

Fórum smá rúnt í bæinn á laugardaginn, tókum stemninguna á Strikinu og löbbuðum niður að skólanum hennar Erian.  Þar lentum við í einhverri mótmælagöngu sem tengist ástandinu á Gaza, veit ekki hvort þetta voru stuðningsmenn Ísraela eða Palestínumanna en þetta virtist allt fara friðsamlega fram og mér fannst lögreglumennirnir fleiri en mótmælendurnir!  Svo sá ég í fréttunum þegar við komum heim að lögreglan hefði handtekið fullt af fólki svo eitthvað hefur hitnað í kolunum eftir að við skildum við þetta lið!!  Já, bara gaman að þessu.

Í gærkvöldi var okkur svo boðið í heimabakaða pizzu hjá Hafdísi og Margeiri og vorum þar til að verða miðnætti í góðu yfirlæti, það munar öllu að hafa þau hérna í nánast næsta húsi og krakkarnir okkar og þeirra ná vel saman.

Veðrið hefur verið ágætt, var kalt hérna fyrstu dagana svo hlýnaði.  Svo kalt aftur í dag og þessar hitasveiflur hafa eitthvað farið illa í mig, var kominn með tæpar 38 áðan og fullu af kvefi.

En læt þetta duga í bili, bestu kveðjur á Klakann sem og til "Svíanna"

Einar Sveinn, Erian og börn

 


31.desember 2008

Við komumst á leiðarenda í gær áfallalaust en ferðalagið var nú samt langt og strangt og nokkuð lýjandi. Við vorum með 4 stórar töskur, ein vigtaði 50 kg við tjékk innið, hundur í búri, 4 börn, 2 fullorðnir og svo einar 7 smærri töskur í handfarangri. 

Hundurinn vældi og skældi þegar hann sá okkur á flugstöðinni svo undirtók á öllum Kastrupvelli, fólk góndi á okkur eins og við værum einhver viðundur með þetta pirrandi dýr vælandi í búrinu.  Svo vildu tollararnir sjá pappírana fyrir hundinn, hundurinn enn organdi í búrinu og ástandið pínlegt og pirrandi, og svo kom frá þeim að það þyrfti að vera búið að bólusetja hundinn mánuði áður en við komum til landsins.  Erian lét tollarana heyra það bara, hvers lags bull þetta væri, okkur hefði verið sagt að allt væri í orden og hundurinn bólusettur á réttum tíma.  Tollaragreyið hundsaðist þá til að tala við einhvern yfirmann og kom svo aftur skömmustulegur á svip og tilkynnti okkur að allt væri í lagi, bólusetja verði hunda 3 vikum áður en komið er til landsins en ekki mánuður; svo bara éttu hund tollari=)

Á flugvellinum biðu svo Margeir og öll familían eftir okkur, eitthvað sem við áttum ekki von á, bara með skilti sem á stóð velkomin heim og var nú gott að sjá þau og fá hjálp með allt draslið.

Tókum metróinn uppá Badensgade og hentum dótinu upp í ris þar sem við munum búa næstu daga og vikur kannski, svo bara labbað í rólegheitum til Margeirs og fjölskyldu þar sem beið okkar dýrindis máltíð.  Við áttum svo góða kvöldstund með þeim þar til seint í gær og voru það þreyttir, lúnir ferðalangar, en ánægðir, sem settu haus á kodda hér undir miðnætti.

Nú erum við að leggja íann til þeirra Margeirs, Hafdísar og barna og verðum við þar í mat í kvöld og fögnum nýju ári með þeim.

Við óskum öllum vinum og ættingjum gleðilegs árs og þökkum kærlega fyrir allt gamalt og gott.

Einar Sveinn, Erian og börn.


Jól 2008

Þá er jólahátíðin um garð gengin, eða svo til og við erum bara á fullu gasi hér að pakka niður og gera okkur klár fyrir Kaupmannahafnarferð. 

IMG_4025

Hér var auðvitað mikið um að vera á aðfangadag, pakkarnir teknir í nefið og Lóla fór ekki í jólaköttinn eins og sjá má að ofan en hún var nú ekki sátt að vera í þessari múnderingu, skiljanlega kannski.

IMG_4023

Hér eru Elmar og Elísa, tilbúin í jólapakkana.

 

IMG_4048

Allir klárir og svo var bara farið í pakkaflóðið, tók nú ekki langan tíma að rífa utan af heila gallaríinu.

 

IMG_3983

Svo er hér ein úr afmælinu hjá Alexöndru, og kakan var sko ekkert slor.

En sem sagt, við höfum átt frekar skrýtin jól þannig lagað, ferðalagið og flutningurinn til Köben hefur hangið yfir okkur yfir hátíðina en við förum á þriðjudag og eyðum áramótum með vinum okkar í Danmörku, Margeiri Sigurðssyni og fjölskyldu hans.

Svo er bara næsta ár bókað í Köben eða þar til Erian er búin að ljúka sínu námi, hvað við tekur þegar hún útskrifast veit enginn, kannski komum við bara heim um næstu áramót og kannski ekki, sjáum hvað setur.

Þegar til Danmerkur er komið þá verð ég með emailið einarsveinn@hotmail.co.uk ef einhver ætlar að hafa samband eða þarf að ná í mig.  Annars stefni ég að því að henda inn bloggfærslum við tækifæri, svona þegar andinn kemur yfir mann.

Bestu jóla-og áramótakveðjur til ykkar allra sem lesið og einnig þeirra sem ekki lesa en við þekkjum engu að síður=)

Einar Sveinn, Erian og börn.


Amma í bakaríinu 90 ára

Amma í bakaríinu á afmæli í dag, Þorláksmessu og hefði orðið níræð hefði hún lifað.  Set inn nokkrar gamlar myndir af gömlu henni til heiðurs á þessum merkisdegi.  Kveðjur bestar og jólakveðjur til ykkar sem lesið.

afi og amma í bakaríinu

Afi og amma ung að árum

 

Afi-Amma

"Nokkrum" árum síðar, komin í bakaríisgallann!

 

ferming

Hér er sú gamla í fermingunni hjá prinsinum, gott ef hún kom ekki með Spur handa mér í ferminguna að austan!

 

gamlar og góðar 005

Þessi er tekin um jól á níundaáratugnum.

 

Amma og Guja

Flottar á Jökulsárlóni, amma og Guja.

 

gamlar og góðar 013

Flott á því hérna, gallabuxur og skyrta bara!

 

skírn-afi og amma

Hér eru gömlu hjónin að halda á prinsinum við skírn í Seyðisfjarðarkirkju, árið er 1967.

 

gamlar og góðar 003

 

amma-unglingur

Að lokum þessi hér, hér er amma bara á táningsaldri, skólamynd frá Norðfirði.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Uþþuþvuzz!

Höfundur

Einar Sveinn Guðmundsson
Einar Sveinn Guðmundsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • golf og grill með kennurum 033
  • 101_0132
  • 17.júní 2004
  • 17.júní 2004
  • 562284 473572602656489 100000112607813 2014421 611042547 n

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband